Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 3054
Gestir í dag: 466
Flettingar í gær: 1127
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 919317
Samtals gestir: 48854
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:45:18

Færslur: 2012 Desember

29.12.2012 23:44

Ömmugullin, Dagur og Jökull

Það er eiginlega hægt að segja að við séum búin að vera í fríi síðan 21. des. Við unnum bara tvo daga, og erum svo komin aftur í frí, og verðum í fríi alveg til 2. janúar yes

Friðrik og Yumiko komu norður, fyrir jól, Þau gista hjá Fanneyju og Guðmundi.

Sigurjón, Solla, Dagur og Jökull komu í gær norður, og þau gista líka öll hjá Fanneyju og Guðmundi. Þau verða öll hér fram yfir áramót.

Við fórum í sveitina í dag, og fengum að hafa þá bræður með, Dag Árna og Jökul Loga. Dagur var alveg óhræddur við kindurnar, en Jökull var aðeins smeikur fyrst til að byrja með, en svo var hann orðinn fínn þegar leið á.  Það er svo yndislegt að vera með þeim. Ég setti inn myndir.

 

 

Dagur og Jökull í fjárhúsunum. Jökull var mjög öruggur með sig,

á þessari plötu sem ég setti fyrir hann á garðabandið.

 

Júlli er hjá okkur þessa helgi.

 

 

Molinn kveður.

 

 

 

28.12.2012 10:51

Sauðburður :-) :-) :-)

Jæja þá er það vitað, að sauðburður byrjar 27. apríl. En líklegast koma fyrstu lömbin ca. 25 apríl, því það eru nokkrar sem  ganga styttra með en 143 daga, og voru að ganga fyrsta daginn smiley

27. apríl eiga 13 stk. tal

28. apríl 4 stk.

29. apríl 5 stk.

30. apríl 2 stk.

1. maí 5 stk.

2. maí 7 stk.

3. maí 5 stk.

4. maí 6 stk.

Þetta er það sem er alveg öruggt. Svo er spurning hvort einhverjar ganga upp, sem gengu eftir 12. des.

En svo bætist við töluna, gimbrarnar frá Rauðalæk, þannig að það geta verið fleiri þessa daga.

En ef engin gengur upp eftir þetta, þá verður sauðburður búinn 17. maí. Við létum ekki svampa þetta árið. Sauðburður stendur yfir í þrjár vikur. Þetta verður gaman smileysmileysmiley

 

Molinn kveður.

 

 

27.12.2012 20:21

Yndislegt líf :-) :-)

Jæja, ég er á lífi. Langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér inn. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér, bæði í vinnunni og í fjárhúsunum.

Við erum heldurbetur búin að hafa það gott. Við fengum margar jólagjafir. Við vorum bara þrjú hér á aðfangadag. Mjög skrítið að hafa ekki Guðrúnu Helgu hér hjá okkur. Nú eru þau Jón Tómas og Einar Breki að halda jólin saman og búa til sínar hefðir um jólin heima hjá sér. Þau koma ekkert norður  :-( 

Við borðuðum hangikjötið á jóladag og annan í jólum, í fjárhúsunum. Það var svolítið öðruvísi, en mjög gaman. Við eyddum þessum tveim dögum þar. Við erum búin að setja fullorðinsmerki í allar gimbrarnar, og eitthvað af hrútunum. Og svo vorum við bara að dunda okkur þar.  Er hægt að biðja um það betra ? Nei ég held ekki.

 

Eldað á jóladag í sveitinni :-)

Nú erum við búin að flokka allar kindurnar aftur. Við vorum með fullorðnar og gimbrar, í bland, undir hrútana. Nú eru allar gimbrarnar orðnar sér aftur. Það er ekki gott að hafa þær svona í bland, upp á fóðrunina. 

Við létum sæða tvær kindur, með Flórgoða. Það voru forystuærnar. Önnur þeirra er sloppin, og gengur ekki upp, og svo er spurning með hina. Það kemur í ljós á næstu 5 dögum.

Nú eru allar kindurnar gengnar. Tvær eru búnar að ganga upp, og vonandi ganga ekki ekki fleiri upp. Sauðburður verður ca. þrjár vikur. Nú fer maður bara að bíða eftir vorinu. Þeim góða tíma.  

Ég setti inn nokkrar myndir.

 

Molinn kveður.

 

 

15.12.2012 23:57

Gullið mitt

Guðrún Helga og Einar Breki komu til okkar á föstudag og fara aftur á sunnudag. Mikið rosalega er gaman að hafa elsku gullið hérna hjá okkur. Það er svo langt síðan hann kom norður. Við fórum með hann í sveitina, og hann var sko hvergi banginn. Hann vildi helst vera niðri í krónni hjá kindunum. Þær eltu hann um allt, því þær vildu fá klapp frá honum.

 

Þessi gullmoli varð 15 mánaða í gær :-)

Nú fer gangtímabilið hjá kindunum að verða búið. Það eru bara nokkrar sem eiga eftir að ganga. Hrútarnir standa sig vel. Vonandi verða engar sem ganga upp. En ég hef samt trú á því að einhverjar sem voru að ganga fyrsta daginn, eigi eftir að ganga upp. 

 

Molinn kveður.

 

 

05.12.2012 23:08

Tilhleyping :-)

Þá er nú biðin á enda smiley Við settum hrútana í féð, í dag. Við skiptum kindunum, á sunnudaginn, í sex hólf. Það voru eitthvað rúmlega 10 að ganga í dag. En sumar voru kannski að enda á gangmáli, og þá ganga þær aftur eftir hálfan mánuð. Sauðburður byrjar þá 27. apríl, og kannski koma lömb fyrr, því sumar ganga styttra með en 143 daga.

Tindur er í þessu hólfi

Hér er Amadeus

Blossi er í þessu hólfi

Ás er í þessu hólfi

Garri er hér

 

Og hér er Jarl frá Rauðalæk, með hópinn sinn.

 

 

Þetta verður svona eitt gangmál. Nú þarf maður að skrá niður kindurnar

sem eru að ganga,  til að vita svona nokkurnvegin hvenær þær eiga

að bera, þar að segja ef að maður tekur eftir því.

 

 

Molinn kveður.

 

 

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

12 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

14 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

12 daga

Tenglar