Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 324
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 3487
Gestir í gær: 488
Samtals flettingar: 920074
Samtals gestir: 48905
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 14:02:56

Færslur: 2022 Apríl

30.04.2022 20:58

Litla nafna

Litli gullmolinn, nafna mín, kom í fjárhúsin til okkar. Það er 

ekki of snemmt að venja hana við smiley Hún tók því nokkuð vel heart

20-522 Glósa bar í morgun. Það voru talin í henni fjögur

fóstur. Fyrsta, annað og þriðja komu dauð. Nýlega dauð og

ekki stór. Fjórða lambið kom lifandi og var pínulítið.

Við vöndum undir hana tvö lömb. Eftir þrjá klukkutíma kom

svo fimmta lambið og það var lifandi. Það er þetta svarta á 

myndinni. Þessi hvítu voru vanin undir hana. Við áttum ekki 

von á henni fimmlembdri. Þau eru undan 21-704 Tandra.

Glósa er undan Nóa, þrílita hrútnum sem við áttum

Hér er fjórða lambið hennar Glósu. Það var svo pínulítið en 

vel sprækt. Við tókum það og gefum því pela. Það þarf að 

stækka aðeins áður en það fær mömmu

 

21-006 Gjóska með flottan hrút undan 21-706 Hnikari

 

Gimbrar undan 20-507 Logey og 21-706 Hnikari. Önnur 

gimbrin er móflekkótt, þessi á neðri myndinni

 

 

21-003 Vera með flott lömb undan 21-706 Hnikari

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.04.2022 18:07

Sauðburður

Aðeins að knúsa lömbin

 

Þær sem bornar eru, eru allar í einstaklingsstíum

 

Það eru bornar eitthvað á þriðja tug

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.04.2022 19:47

Sauðburður kominn á skrið

Lömb undan 17-336 Natalíu og 21-705 Kalda. Tvær gimbrar 

og einn hrútur

16-279 Bytta

Lömbin hennar Byttu

17-349 Daría  að byrja 

Daría með hrút og gimbur undan 20-605 Bæron

Daría

Fribba með fósturlambið sem er undan Dælu

Dælu lamb sem gengur undir Fribbu

Dæla með lömbin sín

Systkinalúr

Díana með gimbur

Gimbur undan Díönu

Ég hélt að Skræpa mundi bera fyrst, en það var nú ekki

18-438 Skræpa var að bera í kvöld og kom með tvær flottar

gimbrar og einn hrút undan 19-597 Ótta 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.04.2022 18:18

Sauðburður

17-348 Pylsa með hrút og gimbur undan 21-705 Kalda 

 

16-279 Bytta með tvær gimbrar og hrút undan 19-597 Ótta

Flottir þrílembingar hjá Byttu

 

14-181 Gimba með hrút og gimbur undan 20-607 Dúa

Flott lömb

 

Lambið undan Fribbu dó í nótt. Það vantaði alveg 11 daga 

uppá fulla meðgöngu 

 

Þessar eru sultuslakar

Og gemlingarnir líka

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.04.2022 17:12

Sauðburður hafinn

Fyrsta nóttin afstaðin í fjárhúsunum. Ég er byrjuð að sofa 

í fjárhúsunum. Það bar ein þrílemba í nótt. Það gekk vel

18-425 Dæla með tvo hrúta og gimbur, undan 18-591 Vita.

Hún var ekki með fangdag. Hún hefur verið að ganga þegar 

hrútarnir voru settir í og við ekki séð það

Hrútur

Hrútur

Gimbur

 

Þetta eru ágætis lömb. Mjög jöfn og meðalstór

 

Ég hélt að það yrði önnur sem mundi bera fyrst

 

19-486 Fribba lét í dag. Hún átti ekki að bera fyrr en 7. maí. 

Ég þurfti að hjálpa henni. Lömbin voru fullsköpuð, en úldin.

Við vöndum undir hana gimbrina undan Dælu. Það gekk 

vel. Eftir smá tíma, lagðist hún og út kom þriðja lambið. 

Það var lifandi, en tíminn leiðir í ljós hvort það lifir. Það 

vantar 11 daga upp á fulla meðgöngu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.04.2022 18:58

Alveg að bresta á

Ég hef trú á því að þessi (18-438 Skræpa), beri í nótt eða á

morgun. Hún á tal 28. apríl. Það er komið svo mikið undir 

hana og hefur aukist í dag

21-003 Vera. Það styttist í hana. Hún á tal 29. apríl

21-006 Gjóska á tal 30. apríl

Það er orðið erfitt á sumum smiley 18-405 Þóa

16-285 Brók

18-429 Hnúta

13-103 Mugga á tal 28. apríl

15-214 Snjáka á tal 28. apríl

Já sumar eru orðnar þreyttar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.04.2022 18:40

Einstaklingsstíur

Áfram halda þeir bræður að setja upp einstaklingsstíur

í hlöðunni. Klárt fyrir sauðburð 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

23.04.2022 18:39

Sauðburðarundirbúningur

Vinnumennirnir okkar um helgina

Byrjað að undirbúa sauðburð, sem byrjar líklegast eftir

þrjá daga. Verið að setja upp einstaklingsstíur í hlöðunni

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.04.2022 17:41

Hvatningarverðlaun BSE 2021

Hvatningarverðlaun BSE fyrir árið 2021

Karólína Elísarbetardóttir Hvammshlíð.

Bóndinn, sem kallar sig Karólínu í Hvammshlíð, er þýskur að uppruna, fædd vorið 1970 og bar í sínu fæðingarlandi nafnið Caroline Mende.

Karólína kom fyrst til Íslands 1989 og fékk strax tilfinninguna „þetta er landið mitt“. Það var þó ekki fyrr en nokkru síðar sem hún keypti sitt eigið land, fyrst í Hegranesinu og síðan árið 2015 eignaðist hún Hvammshlíð, sem hafði verið í eyði í 127 ár eða frá árinu 1888. Það verður að segjast eins og er að þá töldu margir að ekki væri alveg í lagi með Karólínu. Hvammshlíð er þar sem Þverárfjallsvegur liggur sem hæst milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu. Þar á hún sitt fjall og sína á og í stað ljósa á nágrannabæjum hefur hún stjörnurnar og er undir norðurljósum. Þar hefur hún komið upp aðstöðu fyrir sig og sína. Bústofninn er tæpar 60 kindur 3 hross og hundar. Sumir þekkja til Karólínu vegna dagatala sem hún hefur gefið út með margvíslegum upplýsingum um íslenska þjóðhætti. Dagatalsútgáfan stóð t.d. undir kaupum á dráttarvél í Hvammshlíð.

Nýjasta búgreinin hjá Karólínu er ostagerð „Hvammshlíðarostur“, þar sem lögð er áhersla á að nota engin íblöndunarefni sem eru íslensk og kryddun á ostinum úr náttúrunni. Osturinn lenti þó í því að sitja aðeins á hakanum þegar önnur verkefni sóttu á.

Haustið 2020 þegar Fagráð í sauðfjárrækt fór að velta fyrir sér hvort nýjar leiðir væru mögulegar í baráttu við riðuveikina og þar meðal hvort mögulegt væri að flytja inn erfðaefni til að byggja upp verndandi afbrigði gegn riðuveiki í okkar fjárstofni. Á það leist Karólínu ekki og hvatti mjög til þess að leitað væri betur að verndandi arfgerð innanlands. Að sögn Eyþórs Einarssonar ráðunautar í sauðfjárrækt hjá RML var áhugi Karólínu magnaður og mjög hjálplegur við að komast í samband við vísindamenn í öðrum löndum til að leggja grunn að sem faglegustum rannsóknum á arfgerð- og hvort möguleiki væri á að finna verndandi arfgerðasæti íslenska sauðfjárstofnsins. Sem í ljós hefur komið að er farið að finnast.

Karólína í Hvammshlíð fær Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2021 vegna ódrepandi áhuga, tengingar við erlenda vísindamenn og hvatningar til umfangsmikillar sýnatöku til að greina og finna verndandi arfgerð gegn riðusmiti í íslensku sauðkindinni.

Í ár voru verðlaunin 200.000 kr og verðlaunagripur eftir Guðrúnu Á. Steingrímsdóttur.

Karólína kom hingað í dag og voru henni afhend verðlaunin, sem hún átti að fá á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar 9. mars sl., en komst ekki þá

Hér afhendir formaður BSE, Birgir H. Arason, 

hvatningarverðlaunin

 

 

Svo gáfum við henni gæruna af þrílita hrútnum, honum 

Nóa

 

Til hamingju með þetta Karólína mín smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.04.2022 18:08

Geldféð sett út

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn, kæru síðuvinir

 

Við settum geldféð út í dag

 

Það hefur það nú heldur betur gott

Verið að slóðadraga

Það er að koma smá græn sleikja á túnin

 

Hörgá

Hörgá

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.04.2022 17:22

2020 og 2022

Mynd tekin 20. apríl 2020

Og þessi 20. apríl 2022

 

20. apríl 2020

20. apríl 2022

 

20. apríl 2020

20. apríl 2022

 

20. apríl 2020

20. apríl 2022

 

20. apríl 2022

20. apríl 2022

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.04.2022 19:54

Gott að komast í fjárhúsin

Eins og það er gaman að skreppa af bæ, þá er nú alltaf gott 

að koma heim. Það var líka gott að komast í fjárhúsin í

morgun. Nú styttist í sauðburðinn. Við eigum von á fyrstu

lömbunum eftir 7 daga 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.04.2022 20:30

Ferming

Við gistum á planinu. hjá fermingardrengnum, í nótt

 

Þessi ömmu og afa gullmoli var að fermast í dag

Flottar og góðar kræsingar

 

 

Við fengum mynd af okkur með honum

Foreldrarnir með fermingardrengnum

Sonur Þórðar og fjölskylda

 

Við hittum gullmolann sem var hjá okkur í tvö ár. Það voru 

fagnaðarfundir hjá okkur öllum. Týri var líka ánægður að sjá

hana

Fallega stelpan okkar

 

 

Við lögðum af stað heim um kl. 16. Ferðin gekk vel

og heim vorum við komin rétt fyrir kl. 22

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.04.2022 10:35

Gleðilega páska

Gleðilega páska kæru síðuvinir 

 

Við gistum á planinu við Ólafslund (Simma lund). Alveg

hreint mjög fínn staður

Morgunmatur og allir kátir

 

Svo er nú páskadagur og páskaeggin voru tekin með smiley

 

 

 

 

 

Allir ánægðir með eggin sín

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.04.2022 18:20

Seinni sprautan

Við sprautuðum allt féð, seinni sprautuna gegn

lambablóðsótt, í dag

 

Við lögðum af stað til Reykjavíkur, kl. 18:30 í kvöld

Við ætlum að gista á leiðinni og halda áfram á morgun

Kvöldmatur snæddur smiley

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

13 daga

Tenglar