Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 357
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 2149
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 865268
Samtals gestir: 46744
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:34:28

Færslur: 2019 Janúar

31.01.2019 20:59

Snjókoma


Það snjóaði mikið í nótt. Þetta var allt hreinsað með blásara í gær. Það hefur líklegast snjóað um 40 cm síðan þá. Þessi mynd var tekin í morgun


Þessi mynd var líka tekin í morgun. Það snjóaði mikið þá líka


Já og planið var líka hreinsað í gær





Molinn kveður


30.01.2019 21:19

Sirkus kindin


Eins og ég sagði í bloggi 8. janúar, þá erum við með eina kind sem kann að opna garðana og fá sér hey áður en við opnum. Það er orðið frekar þreytandi að gefa á þennan garða sem hún er við. Hún opnar á fleiri en einum stað og kindurnar fara að éta. Þær spenna borðið svo mikið að járnið bognar. Núna erum við komin með ráð til að hún geti ekki opnað. Í staðinn fyrir að setja járnið í gatið, þá er það spennt aðeins til og sett þar niður með. Nú getur hún ekki opnað emoticon


Æstar í brauðið emoticon





Molinn kveður


29.01.2019 18:18

Brák


10-023 Brák

Nú er spennandi að vita hvað verður talið í henni
Hún er búin að eiga 26 lömb á 8 árum
2011 með 3
2012 með 4
2013 með 3
2014 með 4
2015 með 3
2016 með 4
2017 með 1
2018 með 4





Molinn kveður


28.01.2019 21:12

Snillingar


Þessi er duglegur að læra heima. Hann lærir ca. tvo tíma á dag



Og hann heldur áfram í skákinni






Útiverutími





Molinn kveður


27.01.2019 19:44

Styttist í fósturtalningu


Við létum sæða 20 ær, í byrjun desember. Ég held að það hafi bara tvær gengið upp. Við sáum allavegana ekki fleiri ganga upp

Nú fer að líða að fósturtalningu. Gunnar kemur í kringum miðjan febrúar. Spennan magnast emoticon





Molinn kveður


26.01.2019 21:07

Verið að perla


Stund til að perla. Það er alltaf vinsælt


Já og ég var líka að leika mér emoticon





Molinn kveður


25.01.2019 21:29

Bóndadagur





Ég skar niður hákarl í tilefni dagsins. Þessi er frá bróður mínum í Ólafsfirði, og smakkast vel





Molinn kveður


24.01.2019 21:22

Smálömb

Yngstu smálömbin

Þessi fæddist í júlí



Þessir fæddust í september


Og þessi er yngstur. Hann fæddist í október. Hann er orðinn stærstur allra smálambanna





Molinn kveður


23.01.2019 23:14

Líf og fjör




Þessir gullmolar voru með okkur í gegningum í morgun. Svo þurfti auðvitað að næra sig eftir vinnuna emoticon


Útivera í 11 stiga frosti


Heitt kakó og piparkökur eftir útiveruna. Líf og fjör hér á bæ emoticon





Molinn kveður


22.01.2019 22:02

Smálömb

Við erum með 13 smálömb. Fjögur af þeim eru þau sem fæddust í júlí, september og október. Fimm af þeim eru þrílembingar sem gengu þrjú undir og hafa orðið útundan. Svo er eitt sem fór móðurlaust á fjall. Þrjú sem eru tvílembingar og hafa af einhverri ástæðu orðið útundan. Þessi lömb verða vonandi bara flott næsta haust.

Hér koma myndir af þrílembingunum

18-438 Skræpa undan 15-235 Spöng og 17-584 Báser


18-439 Hilda undan 12-077 Hröfnu og 16-574 Strút


18-442 Vanda undan 12-320 Viktoríu og 17-579 Forna


18-443 Stroka undan 12-087 Slenju og 17-582 Maríó


18-594 Kolviður undan 13-098 Slæðu og 17-584 Báser





Molinn kveður


21.01.2019 22:59

Skák




Nú er þessi snillingur farinn að æfa skák. Hann er búinn að fara í tvö skipti og ætlar að halda áfram. Erla vinkona okkar er búin að fara með hann og tók þessar myndir af honum á æfingu í dag. Vonandi finnur hann sig í þessu emoticon





Molinn kveður


20.01.2019 21:04

Afmælisbarn dagsins


Afmælisbarn dagsins er þessi fallega kona. Þessi fallega og góða kona er mamma mín. Það er yndislegt að eiga hana að, já og þau bæði. Bæði pabba og mömmu. Þau eru alltaf boðin og búin að koma og hjálpa okkur. Hvort sem það er með börnin eða kindurnar. Elsku mamma mín, til hamingju með daginn emoticon





Molinn kveður


19.01.2019 22:47

Hrúturinn tekinn úr gemlingunum


Paradís á jörð, tekið í morgun


Við tókum hrútinn úr gemlingunum í dag


Yndisleg hjón þau Ármann og Þórgunnur. Við vorum í afmælisveislu hjá þeim. Þessi ungi maður verður 90 ára 22. janúar. Hann ber aldurinn vel. Hann er svona frekar eins og hann sé að verða 70 ára emoticon


Þeir bræður með frænda sínum emoticon





Molinn kveður


18.01.2019 20:02

Barnlaus helgi


Þórður að raða upp moð-körunum. Gott að nota Pixy við það


Svo notar hann Kubota til að keyra þeim burt




Fallegt


Við sáum þessa þotu lenda á Akureyrarflugvelli. Þetta flykki þurfti ekki langa vegalengd til að ná að stoppa. Alveg ótrúlegt að sjá hana lenda

Undur og stórmerki gerðust í dag, þar sem við erum og verðum barnlaus um helgina. Það hefur ekki gerst í ja, líklegast ár. Það er frekar tómlegt hjá okkur og rólegt. Við ætlum að hafa þessa helgi í slökun, með fjárhúsferðum og fleiru. Hlakka til að fá þau á sunnudaginn aftur emoticon





Molinn kveður


17.01.2019 21:26

Brauðkindur


Filma bíður eftir brauði. Ég gef henni brauðmola þegar við erum búin að gefa heyið


Hugljúf, systir hennar fær líka brauðmola


Þín að gá hvort hún fái ekki líka


Yngsta lambið (þessi sem fæddist 4. október) er að verða stærst. Það er þessi gráflekkótti


Þetta listaverk er eftir Damian. Hann getur dundað sér endalaust úti í snjónum. Hann er búinn að brjóta grílukerti af þakinu og raðað þeim svona upp. Duglegastur að leika sér úti emoticon





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar