Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 389
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 2149
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 865300
Samtals gestir: 46744
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:21:11

Færslur: 2013 Janúar

31.01.2013 11:06

Smá gamalt og gott

Í þá gömlu góðu daga smiley

 

 

Þetta er ekki algeng sjón í dag. Þessi mynd er tekin 16. ágúst 1984, á Möðruvöllum í Hörgárdal. Þeir sem sitja á vélunum eru (held ég), frá vinstri séð, Ingvar Olsen, Sigurjón Geir Þórðarson, Bjarni Stefán Konráðsson, Friðrik Garðar Þórðarson og Þórður Gunnar Sigurjónsson. Það var verið að keyra heim af enginu, síðustu böggunum, töðugjöld. Þetta var SVO góður og skemmtilegur tími.

 

 

Svo verð ég að láta flakka hér eina mynd af þáverandi bústjóra á Möðruvöllum, Þórði Gunnari Sigurjónssyni. Þessi mynd er tekin upp við fjárhúsin á Möðruvöllum, 11. maí, 1984. Ekkert smá flottur töffari.

 

 

Þetta er hann Þórður, hálf á kafi í úrsérsprottnu káli. Þessi mynd er tekin á Möðruvöllum 4. ágúst, 1984.

 

 

Ég bara varð að setja þessa mynd með. Þetta eru töffararnin Þórður Gunnar Sigurjónsson og Bjarni Stefán Konráðsson. Myndin er tekin 4. ágúst, 1984 á Möðruvöllum  smileysmileysmiley

 

 

Ég held að ég hafi lítið breyst, hvað varðar kindur og lömb. Hér er ég að gefa heimalingum pelann sinn. Myndin er tekin, í júní 1979, á Molastöðum í Fljótum.

 

 

Og kindurnar fengu líka brauð, hér í den, og klifruðu upp á mann.  Hér er ég 25. maí 1982, á Molastöðum í Fljótum,  með vinum mínum að vanda.

 

 

Það er svo gaman að skoða myndir og rifja upp gömlu góðu tímana.

 

 

Molinn kveður.

 

 

26.01.2013 22:33

Blossi

Hér eru nokkrar myndir af honum Blossa.

22.maí
14. ágúst
23. september
1. janúar
26. janúar

Já þetta er hann Blossi, undan Zeldu, og Þristi sæðishrút. Mér finnst gaman að skoða myndirnar sem ég hef tekið að kindunum, og bera þær saman, og sjá hvað þær þroskast. Mér finnst mjög mikill munur á 4 og 5 myndinni. Þær eru teknar með 25 daga millibili. Hann er að þroskast hratt núna.

 

 

Nú er ég komin með, upp á vegg í fjárhúsunum, skrá yfir fang- og burðardagana á kindunum.

 

Það er þægilegt að hafa þetta upp á vegg, og geta skoðað á hverjum degi.

Við erum búin að skipta um merki í öllum kindunum núna. Við kláruðum, það sem eftir var að setja í, í dag.

 

Molinn kveður.

 

 

22.01.2013 21:14

Allt í rugli á 123.is

Þá er ég nú loksins búin setja inn myndir af kindunum veturinn 2012-2013. Þetta eru allar kindurnar sem eru á Möðruvöllum í vetur.  Neðri-Rauðilækur eiga 27 gimbrar og 3 hrúta af þessu. Númerin á gimbrunum á Rauðalæk byrja á 219 og upp í 245, og svo eru hrútarnir Jarl, Barón og Munkur.

Mikið er búið að ganga á hjá mér að koma þessu inn. Mér finnst þetta kerfi, á 123.is,  allt vera í rugli. Það er kominn nýr myndaskoðari, og það birtist ekki það sem ég er búin að skrifa við myndirnar. Ég fann að vísu annan stað, þar sem hægt er að skrifa við myndir, en það er samt frekar leiðinlegt að hafa þetta svona. Vonandi lagast þetta. Ég læt eitthvað meira hér inn, þegar búið er að laga þetta.

Molinn kveður.





 

 

 

17.01.2013 09:23

Tíminn er á fleygiferð

Vá, það eru ekki nema tveir dagar í viku, mánudagur og föstudagur. Tíminn hefur aldrei verið á svona miklum hraða, eins og hann er um þessar stundir.

Það eru ekki margar vikur þangað til að frjósemin hjá kindunum okkar, kemur í ljós. Það verður líklegast um miðjan febrúar, sem fósturtalning verður, eins og síðustu ár. Mikið hlakka ég til.

 

 

Við tókum pokadótið af um helgina, og nú eru hrútarnir bara rólegir og

góðir vinir. Algjör snilld að vera með svona hindranir, svo þeir gangi ekki

frá hvor öðrum.

 

Við erum búin að vera með Júlla, í stuðning, síðan í júní 2001. Mikið á tólfta ár.

Þessi mynd er tekin 13. apríl ´08.

Þarna er Júlli hjá nautunum á Rauðalæk.

 

 

Og svo er það hann Siggi Tumi. Við erum búin að vera með hann í 5 ár. Hann byrjaði í janúar, 2008.

 

Myndin er tekin 13. janúar, 2008,

þegar Siggi Tumi var að byrja hjá okkur.

 

Okkur finnst við eiga orðið mikið í þessum frábæru guttum.

 

 

Molinn kveður.

 

 

10.01.2013 08:25

Slagur

Við tókum hrútana úr í gær. Það er nú meira hvað þeir þurfa að berjast, fyrst þegar þeir hittast. Þórður útbjó hindrun fyrir þá, þannig að þeir renna ekki á fullum krafti hvor á annan. Það var allt annað að setja þá saman með þennan útbúnað.

 

Þarna eru þeir að kanna aðstæður

 

 

Þarna renna þeir saman

 

 

Og svo dettur pokinn fyrir, og þeir sjá ekki hvorn annan. 

 

Þannig að þeir renna ekki á hvorn annan af fullum krafti.

 

Svo tökum við þetta niður um helgina, því þá ættu þeir

 

að vera búnir að róast aðeins. Á myndirnar vantar fjóra hrúta,

 

sem komu ca. hálftíma eftir að við tókum þessa frá. Þannig að

 

þeir eru 9 í þessu hólfi. Ég vona að þeir verði allir á lífi

 

eftir þetta.

 

 

 

 

Molinn kveður.

 

 

08.01.2013 12:10

Dagsetning á tali

Jæja nú er fengitíminn á enda kominn. Hrútarnir verða teknir úr á morgun. Nú er staðan þessi, á þeim sem við erum búin að sjá ganga. Tal dagur :

27. apríl 13 stk. + 1 stk. frá Rauðalæk

28. apríl  4 stk.

29. apríl  5 stk. + 2 stk. frá Rauðalæk

30. apríl 2 stk. + 2 stk. frá Rauðalæk

01. maí 5 stk. + 1stk. frá Rauðalæk

02. maí 7 stk.

03. maí 5 stk. + 1 stk. frá Rauðalæk

04. maí 6 stk. + 2 stk. frá Rauðalæk

05. maí 3 stk.

06. maí 5 stk. + 1 stk. frá Rauðalæk

07. maí 4 stk. + 2 stk. frá Rauðalæk

08. maí 1 stk. + 2 stk. frá Rauðalæk

09. maí 1 stk.

10. maí 5 stk.

11. maí 6 stk. + 1 stk. frá Rauðalæk

14. maí 1 stk. + 2 stk. frá Rauðalæk

15. maí 3 stk.

16. maí 1 stk.

17. maí 1 stk. + 1 stk. frá Rauðalæk

22. maí             1 stk. frá Rauðalæk

23. maí 1 stk.

25. maí             1 stk. frá Rauðalæk

28. maí             1 stk. frá Rauðalæk

Það eru þrjár sem við höfum ekki séð ganga hjá okkur, og 6 frá Rauðalæk. Sauðburður mun standa yfir í heilan mánuð. Ég semsagt á eftir að sofa í hjólhýsinu í heilan mánuð í vor. Ég slæ líklegast fyrri met í því     smileysmileysmileysmileysmiley

Eins og ég sagði þá er þetta talið á kindunum, og þessar sem við höfum ekki séð ganga, eiga eftir að detta inn á einhverja af þessum dögum. Ég vona allavegana að þær séu ekki geldar. Ég vona svo að þetta breytist ekki til morguns, að engin verði að ganga, því hrútarnir verða teknir úr þá. Ég var búin að setja inn (28.des.) fyrstu  8 dagana, og þeir hafa ekkert breyst.

 

Svona er nú æsingurinn í mér í þessum kindum okkar. Ég ætlaði nú að byrja skrifin mín hér, á því að óska öllum, sem heimsækja þessa síðu mína, gleðilegt ár og þakka fyrir árið sem nú er liðið. Ég vona að árið sem  byrjað er, verði ykkur gott.

Nú er allt komið í rétta rútínu aftur. Allt frí búið. Já og Friðrik og co., og Sigurjón og co., öll farin suður. Ég er nú þegar farin að sakna þeirra Dags Árna og Jökuls Loga, ömmugullin mín. Við fengum að hafa þá eina nótt, og svo fengum við þá líka, í nokkur skipti, með okkur í sveitina. Þetta var allt of stuttur tími með þeim. En þeir koma vonandi fljótlega aftur.

Svo á ég nú fleiri ömmugull sem komu ekki norður um jólin, og sakna ég þess mjög. Vonandi sé ég þau, Árdísi Marín, Kristófer Daða, Ísabellu Maríu og Einar Breka, fljótlega.

Níels og Siggi voru hjá okkur um síðustu helgi, og næstu helgi koma þeir Júlli og Einar.

Nú er myndataka af kindunum að verða búin. Ég á bara eftir að taka myndir af fjórum hrútum, sem koma á morgun til okkar. Tveir af okkar hrútum, sem eru búnir að vera í láni, og svo tveir hrútar frá Rauðalæk. Ég kem svo myndunum hér inn á næstu dögum.

Nú er ég farin að bíða spennt eftir fósturtalningu sem verður í febrúar smiley Ég vona að hún komi vel út.

Nú er manndrápsfæri úti, og ætla ég svo innilega að vona, að það verði 10 stiga hiti í 10 daga, svo þessi klaki fari. Það er ekki stætt, nema á mannbroddum.

 

Molinn kveður.

 

 

 

 

 

      

 

 

 

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar