Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1080
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 1127
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 917343
Samtals gestir: 48435
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:35:43

Færslur: 2014 Febrúar

18.02.2014 07:00

Útkoman úr sæðingunum

Eins og ég skrifaði í bloggi 27. des.´13, þá sæddi Þórður 12 kindur. Tvær hafa gengið upp eins og við vorum búin að sjá, en hinar 10 hafa haldið. Þeir hrútar, sem urðu fyrir valinu voru :
11-908 Garri
10-875 Snævar
09-892 Dolli
09-861 Dalur

Garri var með þrjár, tvær gengu upp og ein tveggjavetra og eldri hélt og er með tvö

Snævar er með tvær, báðar tveggjavetra og eldri. Önnur er með eitt, en hin með tvö

Dolli er með fjórar, einn gemsa sem er með tvö, tvær veturgamlar, önnur með eitt, en hin með tvö. Svo er ein tveggjavetra og eldri með tvö

Dalur er með þrjár, allt gemsar. Tvær með eitt og ein með tvö

Þá er von á 16 lömbum úr sæðingunum.

Garri með 2
Snævar með 3
Dolli með 7 
Dalur með 4


Molinn kveður.



17.02.2014 22:48

Fósturtalning

Jæja, þá er nú spennufall hjá mér. Það var verið að telja í dag. Útkoman er þokkaleg, en þó of margar einlembdar af fullorðnu ánum. 

Gemsarnir eru 34.  4 eru geldir, 25 með 1 og 5 með 2

Veturgamlar eru 50.   9 með 1, 37 með 2 og 4 með 3

Tveggjavetra og eldri eru 71.  Það eru 2 geldar, (þessar sem ég var búin að sjá að hefðu látið), 10 með 1, 50 með 2, 7 með 3 og 2 með 4

Talin 269 lömb.

Báðar forystuærnar eru þrílembdar, þær fengu við forystuhrút.

Svo komumst við nú að því að þegar hrútarnir sluppu í féð, þá hafa 6 verið að ganga en ekki 4. Það eru semsagt 6 sem bera 7. apríl. 3 þrílembdar og 3 tvílembdar emoticon  Þessi broskarl er fyrir mig, en ekki Þórð og Simma hahaha.


Molinn kveður. 


          


13.02.2014 21:47

Kubota


Hér er einhver smá metingur í gangi hjá þeim bræðrum Þórði og Simma. Kubota hahaha.  Það var þannig að Þórður fékk kubota húfu, þegar vélin var keypt, en ekki Simmi. Þórður var búinn að stríða honum mikið á því að hann ætti enga kubota húfu. Simmi fór svo og fékk húfu og galla að auki. Þá snérist þetta við og Simmi fór að stríða Þórði á því að hann ætti engann galla hahaha.


Litla fallega gullið kom norður, ásamt mömmu sinni,  til að hjúkra ömmu gömlu. Hér er hann mættur í fjárhúsin


Hann var frekar sáttur við afa sinn. Þeir fóru smá rúnt á dráttarvélinni. Hann gat ekki hætt að brosa emoticon


Hann dundaði sér í snjónum með bílana


En svo fékk þessi elska hlaupabóluna og varð lasinn. Hann stóð sig nú samt vel. Fékk MARGAR bólur.


Þessi fallegi fugl kom í heimsókn í fjárhúsin. Þetta er Auðnutittlingur. Fékk sér að borða og flaug svo út. Hann var mjög gæfur.


Nú fer fósturtalningin alveg að skella á. Vá hvað ég er orðin spennt. 
Ég held að tvær ær hafi látið, sem er ekki gott ef það er raunin. Það kemur í ljós í talningunni.


Týri flottur


Snati litli


Molinn kveður.





13.02.2014 20:49

EKKI FYRIR VIÐKVÆMA

Ég get sagt ykkur það að ég er enn á lífi. Nú eru liðnar tvær vikur síðan ég fór í aðgerðina. Heilsan er góð, en þetta er búið að vera mjög sársaukafullt. Ég er búin að hanga heima, í orðsins fyllstu merkingu, þennan tíma. 

Hér er ég búin að hanga, hahaha


Svona er ég búin að vera í tvær vikur


Svona lítur þetta út undir umbúðunum. Saumurinn var tekinn úr í dag, og ég sett aftur í gifs. Læknirinn var mjög sáttur með þetta. Ég fór að vinna í dag og má vinna áfram.


Núna er gifsið orðið fjólublátt. Svona verð ég í fjórar vikur.



Molinn kveður.





  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

12 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

14 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

12 daga

Tenglar