Kominn pínu snjór. Ég vona að þetta veður verði ekki eins
slæmt og spáin segir
Við erum búin að vigta tvisvar. 17. ágúst og 7. september.
Á fyrri vigtar degi, vantaði 18-393 Klönku með þrjú lömb. Við
fundum hana, þar sem hún var komin út fyrir girðinguna
okkar. Við náðum í hana og settum hana inn í fjallshólfið.
Við gengum meðfram girðingunni og löguðum þar sem við
héldum að hún hefði komist út.
Þegar við vigtuðum svo seinni daginn, þá mætti hún ekki
með lömbin í vigtun. Í dag sáum við hana. Hún var á sama
stað og síðast. Við náðum í hana og settum hana á annan
stað, þar sem hún vonandi tollir. Lömbin eru því ekki komin
með vigt. Þegar við settum á fjall í vor, þá var Klanka komin
með júgurbólgu. Lömbin hafa því ekki fengið mjólk hjá henni
síðan í vor. Þau hafa bjargað sér greyin. Þau eru undan
23-722 Brútusi
|
Hrútur
|
Gimbur
|
Gimbur. Öll eru með arfgerðina T137. Þau eru öll fallega
bjarthvít
|
|
|
Og líka farin að borða brauð
|
Klanka með lömbin sín. Ullin er svo ljót á þeim. Orðin svo
þæfð
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|