Við fórum aftur í fjallið í morgun. Eftir að við komum heim í
gær, þá tók ég eftir því að eitt lyftukortið hafði týnst. Ég lét
strákana skila þeim til mín áður en við fórum heim. Ég tók
mynd af Akureyri áður en við fórum og þá hefur kortið
dottið úr vasanum mínum. Þegar við komum á bílastæðið
í morgun, þá fundum við það. Það var þar sem ég hafði
tekið símann upp úr vasanum mínum. Það var léttir að finna
það, þar sem þetta er árskort í lyfturnar
|
Fjórir hressir drengir á skíðum í dag. Það var mjög kalt og
mikill vindur. Það mikill vindur að það varð að loka
stólalyftunni. Við vorum samt 3 klukkutíma í fjallinu
|
|
|
|
|
Það er nú ekki mikill snjór í fjallinu
|
Og ekki voru margir á skíðum
|
Við þurftum að fara inn til að fá okkur að borða, því ekki var
hægt að fá sér nestið úti. Ef maður tók af sér vettlingana, þá
"fraus" maður um leið á höndunum
|
Ég er nú EKKI oft með húfu á hausnum, en ég varð að hafa
hana í dag, annars hefði ég frosið
|
Þegar við komum í morgun, þá voru þessi glitský á himni.
Mjög flott ský
|
|
Þegar við vorum búin að vera 3 tíma á skíðum, fórum við
heim og úr kuldagöllunum og tókum sundfötin og vorum
tvo tíma í sundi á Þeló. Það var svo gott að fara í heita
pottinn eftir kuldann í fjallinu. Góður dagur í dag
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|