Knappstaðakirkja
Knappsstaðir eru eyðibýli, kirkjustaður og áður prestssetur
í Stíflu í Fljótum í Skagafirði, landnámsjörð Þórðar knapps og
Æsu Ljótólfsdóttur frá Hofi í Svarfaðardal. Bærinn fór í eyði
árið 1974. Hann stendur undir fjalli sem heitir Breiðarkollur
og er 932 m á hæð. Kirkja hefur verið á Knappsstöðum frá því
mjög snemma á öldum og þar sátu prestar sóknarinnar.
Knappsstaðabrauð þótti þó alltaf með rýrari brauðum, enda
er Stífla snjóþung og þótti harðbýl þótt sumarfagurt hafi
verið þar áður en Skeiðsfossvirkjun sökkti stórum hluta
sveitarinnar undir vatn. Þann 12. júní 1838 stórskemmdist
Knappsstaðakirkja í jarðskjálfta. Ákveðið var að reisa nýja
kirkju. Var hún vígð 1840 og er elsta timburkirkja landsins
og ein hinna minnstu. Kirkjubyggingin var meðal annars
fjármögnuð með því að selja Guðbrandsbiblíu, sem kirkjan
átti, og barst hún til útlanda en var síðan gefin aftur til Íslands
1933 og er nú í Landsbókasafni. Knappsstaðabrauð var lagt
niður 1881 og kirkjan lögð undir Barð. Eftir að Stífla fór í
eyði að mestu voru sóknirnar sameinaðar og eru síðan tvær
kirkjur í Barðssókn. Messað er í kirkjunni einu sinni á ári og
eru þær messur jafnan fjölsóttar.
 |
Hvammur
 |
Reykjarhóll
 |
Molastaðir. Þarna ólst ég upp og átti góð ár
 |
Gamli bærinn á Molastöðum
 |
Bjarnargil
 |
Saurbær
 |
Fjárhúsin í Saurbæ
 |
Helgustaðir
 |
Stóra-Holt
 |
Stóra-Holt
 |
Minna-Holt
 |
Minna-Holt
 |
Fell
 |
Bakkasel
 |
Við hittum þennan Kjóa við Hofsós
 |
Kjói
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|