Ég rétt náði að ganga frá endunum og merkja rúllurnar áður
en þeir komu og tóku þær. Hér er ekki verið að drolla við
þetta
Ég fór til læknis í dag, í eftirlit eftir aðgerðina. Hann var
mjög ánægður með mig og sagði að ég væri komin það
langt í bata að það væri eins og það væru liðnir 3 til 6
mánuðir frá aðgerð. Það er nú ekki kominn svo langur
tími. Það eru komnar 7 vikur eftir tvo daga. Ég er svo montin
með hvað þetta gengur vel
Molinn kveður
|