Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 860
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 5590
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 2549245
Samtals gestir: 91343
Tölur uppfærðar: 17.9.2025 03:09:39

16.09.2025 18:10

Ég fór í morgun og tók nokkrar myndir af lömbunum. Þau

voru blaut. Þau voru í misjöfnu stuði til að láta mynda sig.

Sum nenntu ekki á fætur og sum voru bara að bíta og vildu

ekki horfa upp. Létu sem þau sæu mig ekki

Hrútur undan 19-444 Höpp og 24-735 Fenox. Hann var 51 kg.

Tvílembingur og er með N138. Gimbur á móti honum og 

hún var 48 kg.

Hrútur undan  17-354 Þrösu og Fenox. Hann var 56 kg.

Hann er tvílembingur og er með R171. Hrútur á móti honum

var 56 kg. Hann er hlutlaus

Hrútur undan 20-510 Tindru og Fenox. Hann var 50 kg.

Hann er þrílembingur og er með R171. Hrúturinn sem gekk

með honum er ekki kominn af fjalli. Þriðja lambið, gimbur,

var vanin undir Glósu

Hrútur undan 20-522 Glósu og 24-732 Velli. Hann var 52 kg.

Hann er þrílembingur og er með T137. Hin tvö lömbin komu

dauð fóstur. Við vöndum gimbur undir Glósu, undan Tindru.

Hún var 46 kg. og er með R171

Hrútur undan 22-011 Glás. Hann var 48 kg. Hann er 

tvílembingur og er með T137. Gimbrin á móti honum var

43 kg. og er líka með T137

Hrútur (þessi flekkótti) undan 23-050 Baddý og 24-733 Púka.

Hann var 46 kg. og er með T137 og N138. Gimbrin á móti

honum var 42 kg. og er líka með T137 og N138  

Gimbur undan 24-059 Fregn og 24-737 Þyt. Hún var 46 kg.

og er með R171. Gimbrin á móti drapst í sumar

Hrútur undan 19-469 Æðey og 24-731 Galsa. Hann var 51 kg.

og er með R171. Hrúturinn á móti honum er á næstu mynd

Hrútur undan Æðey. Hann var 59 kg. og er með R171

Hrútur undan 23-046 Glöð og 24-733 Púka. Hann var 42 kg.

og er arfhreinn T137. Gimbrin á móti honum var 44 kg. og

er með T137

Gimbur undan 18-422 Þrýstin og Púka. Hún var 54 kg. Hún

er tvílembingur og var vanin undir 18-439 Hildi. Hún er með

T137 og N138. Hilda var einlembd og fékk þessa gimbur

Hrútur undan 16-282 Kötlu og Fenox. Hann var 58 kg. og

er með R171. Hann er með stórgallaðan haus

Hrútur (þessi hægra megin) var þyngstur. Hann er undan

22-021 Kotru og Púka. Hann var 63 kg. og er með T137.

Hinn er undan 19-475 Þyrey og Púka. Hann var 53 kg. og

er með T137. Gimbrin á móti honum var 48 kg. og er með

N138

Gimbur undan 23-030 Þámu og Fenox. Hún var 46 kg. og 

er bæði með T137 og R171. Hrúturinn á móti henni var 

42 kg. og er með N138

Hrútur undan 20-511 Dís og Fenox. Hann var 53 kg. og er

með H154. Gimbrin á móti honum var 45 kg. og er líka með

H154

Gimbur undan 23-040 Skrúfu og Fenox. Hún var 48 kg. og

er með R171 og H154. Skrúfa var einlembd

Hrútur undan 20-496 Fnjósk og Þyt. Hann var 53 kg. og er

með R171. Gimbrin á móti honum var 52 kg. og er með

R171 og H154

Hrútur undan 22-014 Gátu og 24-734 Garp. Hann var 51 kg.

og er með R171 og H154 . Gimbrin á móti honum var 36 kg.

og við vorum að senda sýni úr henni í dag. Sýnið hennar 

var ónýtt

Gimbur undan 20-523 Þyrý og Fenox. Hún var 49 kg. og er

með R171. Hrúturinn á móti henni var 52 kg. og er líka með

R171. Þyrý átti þrjú lömb og þriðja fæddist dautt

Flottu sumrungarnir okkar

 

 

Molinn kveður

 

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

14 ár

3 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

2 mánuði

5 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

8 mánuði

3 daga

Tenglar

Eldra efni