Hér koma lömb sem voru í léttari kantinum, þá sumrungar,
haustungar og lömb sem urðu útundan. Þau taka eldinu
vel og hafa stækkað þónokkuð síðan þessar myndir voru
teknar
 |
|
25-110 Runa F:24-736 Lúði M:24-076 Rist. Hún er arfhrein
T137
 |
|
25-111 Rúna F:24-736 Lúði M:24-076 Rist. Hún er eins og
systir hennar, arfhrein T137. Það væri hægt að láta þær hjá
hrút, en við ætlum að geyma það þar til eftir ár
 |
|
25-113 Erla F:23-727 Maxímus M:23-044 Eyvör. Hún er
hlutlaus. Það var eitthvað að henni í vor sem gerði það að
verkum að hún stækkaði ekki mikið í sumar. Hún er alveg
búin að jafna sig og er farin að taka við sér. Forystugimbur
 |
|
25-114 Mura F:24-732 Völlur M:20-506 Marey. Hún er með
T137. Hún varð móðurlaus tveggja vikna og bjargaði sér
eins og bræður hennar (í bloggi í gær). Það væri hægt að
láta hana hjá hrút, en við ætlum að geyma það, þar til eftir
ár
 |
|
25-115 Fiðla F:24-737 Þytur M:24-066 Ferja. Hún er arfhrein
R171. Ferja gekk með tvö
 |
|
25-116 Míla F:24-737 Þytur M:24-060 Mæja. Hún er með
R171. Mæja gekk með tvö
 |
|
25-117 Loreley F:24-733 Púki 20-507 Logey. Hún er með
T137. Logey gekk með þrjú og þessi varð útundan
 |
|
25-118 Krispý F:24-737 Þytur M:24-057 Kempa. Hún er
bæði með T137 og R171. Kempa gekk með tvö
 |
|
25-119 Þórey F:24-735 Fenox M:19-474 Þeba. Hún er með
R171. Þeba gekk með þrjú og þessi varð útundan
 |
|
25-120 Melrós F:24-735 Fenox M:18-399 Melóna. Hún er
með R171. Melóna gekk með þrjú, en mjög stutt, því hún
drapst frá þeim þegar þau voru rétt um tveggja mánaða
 |
|
25-121 Þura F:24-733 Púki M:24-078 Þöll. Hún er með N138.
Sumrungur og Þöll gekk með tvær gimbrar
 |
|
25-122 Þröm F:24-733 Púki M:24-078 Þöll. Hún er bæði
með T137 og R171. Eins og systir hennar, þá er hún
sumrungur
 |
|
25-123 Þrúða F:?????? M:20-502 Þykk. Við eigum eftir að
taka sýni úr henni og senda í greiningu. Hún er haustungur,
og hefur stækkað mjög síðan þessi mynd var tekin
Þessar gimbrar eru nær allar með góða arfgerð og verður
gaman að setja þær á næsta haust 
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|