|
Við tókum líka hrútana úr gemlingunum. Þeir eru allir búnir
að ganga. Ef einhver gengur upp, þá verður sá gemlingur
bara geldur. Við erum komin með fangdagsetningu á öllum
ánum, nema tveim. Já bara tvær sem eru ekki með
dagsetningu, sem er held ég bara met hjá okkur.
Við tókum líka lömbin undan ánum sem báru í september.
Nú er bara að vona að það verði engin sem gengur upp
Molinn kveður
|