Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 3385
Gestir í dag: 484
Flettingar í gær: 1127
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 919648
Samtals gestir: 48872
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:47:01

Færslur: 2021 Júní

15.06.2021 19:16

Fyrsti í flutningi


Við erum byrjuð að ferja féð, til að sleppa því á fjall. Því verður ekki sleppt strax

Við fórum með tvær ferðir á kerrunni, þá eru farnar 24 ær





Molinn kveður


14.06.2021 19:16

Fjórhjólaflotinn okkar

Myndirnar tala sínu máli











Þeir eru svo duglegir að keyra hjólin. Mjög gaman


Snjóröndin í fjallinu


19-453 Sónata með hrút og gimbur undan 20-604 Grilli





Molinn kveður


13.06.2021 19:37

Snjókoma


Já svona er þetta núna hjá okkur

Jólasnjókoma





Kindurnar og lömbin báru sig vel í þessu veðri


20-525 Gloría er borin, okkur algjörlega að óvörum. Hún var smálamb í vetur og ekki hjá neinum hrút. Þetta lamb hlýtur að vera eingetið hahaha emoticon

Grátt lamb. Við vitum ekki ennþá hvort þetta er hrútur eða gimbur





Molinn kveður


12.06.2021 20:51

Æfingarakstur


Loksins kom kjarkurinn

Hann hefur ekki þorað að keyra fjórhjólið fyrr en núna

Ooohhh hann er svo ánægður með sig elsku stubburinn


Og þessi er búinn að æfa sig á fullu í dag


Nágrannar okkar flugu yfir í dag emoticon


Hæ, hæ


16-291 Rakel með hrúta undan 18-590 Sonik


17-368 Litla-Golta með hrúta undan 20-606 Munk


14-187 Lúpa með hrút undan 20-607 Dúa. Lúpa var þrílembd og tvö þeirra, hrútur og gimbur fóru undir 17-308 Sólu vegna þess að Lúpa er einspena


Gimbur og hrútur undan 15-218 Kænu og 20-603 Sagosen


Forystusauðirnir. Þessa mynd tók ég með drónanum





Molinn kveður


11.06.2021 19:58

Sveitalíf


16-305 Elinóra með hrút og gimbur undan 20-603 Sagosen


15-214 Snjáka með gimbur og hrút undan 18-591 Vita. Snjáka var sónuð með þrjú, en þriðja var meltingur


Hrútur og gimbur undan 12-421 Biðju og 20-604 Grilli. Biðja var þrílembd, en þriðja lambið kom dautt


Við heimalingurinn aðeins að knúsast


Úti að leika með heimalingnum og Týra





Molinn kveður


10.06.2021 19:13

Flagið klárað í dag


Áburður borinn á



Og síðast er valtað yfir allt emoticon


Heimalingurinn var settur í band. Týri er á verði. Við erum aðeins að venja hann við heiminn


Afi fékk smá aðstoð við að þrífa vélina


17-346 Pota með hrúta undan 20-603 Sagosen


15-231 Blika með tvo hrúta og eina gimbur undan 20-606 Munk


13-122 Strúna með hrúta undan 20-608 Tetrix


17-359 Randa með hrút og gimbur undan 20-606 Munk


Gimbrar undan 14-168 Kráku og 20-604 Grilli


Hrútar undan 13-117 Skuplu og 20-531 Gúa


Gimbur undan 12-094 Þotu og 18-591 Vita og hrútur undan 18-425 Dælu og 16-571 Þyrli. Hann gengur undir Þotu


17-361 Lulla með tvo hrúta og eina gimbur undan 20-603 Sagosen


17-327 Rengla með hrúta undan 18-591 Vita


Gimbrar undan 14-144 Kistu og 16-571 Þyrli. Þriðja gimbrin var vanin undir 19-478 Plómu


Hrútur og gimbur undan 15-193 Hugljúfu og 20-603 Sagosen





Molinn kveður


09.06.2021 19:55

Jarðvinnsla


Byrjað að vinna flagið í gær. Herfað í gær og morgun

Verið að herfa í morgun

Þetta verður kál

Valtað yfir allt

Klárað að sá í dag/kvöld


Þau koma reglulega í heimsókn lömbin. Þetta eru lömb Gimbu (flekkóttu) og Litfríðar (hvítu)

Gaman að fá þau í heimsókn





Molinn kveður


08.06.2021 19:33

Enn garðvinna


Við ákváðum að taka í burtu blómabeð sem er ekki lengur blómabeð

Við ætlum að reyna að gera garðinn þannig að hægt verði að slá hann með sláttuvélinni. Leyfa sláttuorfinu að fá smá frí

Þórður tók moldina þarna

Og fyllti upp í dokk sem var þarna eftir hænurnar

Við ætlum að sá í þetta allt

Búinn að losa þetta og koma þessu í einn haug


15-249 Lufsa með þrjár gimbrar undan 20-605 Bæron




Við erum með einn heimaling. Damian er að venja hann við útiveru


Sólargeislar


Hér er verið að leika sér með kubba

Og það þarf líka að nærast emoticon





Molinn kveður


07.06.2021 21:10

Garðvinna


Við ákváðum að taka berjaplönturnar/runnana, sem voru vestan við íbúðarhúsið

Hann náði að slíta upp plönturnar með þessari vél



Og setja upp í skófluna

Æðislegt að eiga svona græjur, til að gera verkið auðveldara

Og þvílíkur munur, vá

Við ætlum að sá í þennan blett. Það er svo auðvelt að slá núna, því við erum komin með svo góða sláttuvél


Við fáum reglulega heimsókn í garðinn

Þessar runnaplöntur eru vinsælar hjá lömbunum

Og fleiri bætast í hópinn

Svo gaman að hafa þau



Þau voru 10 talsins


Við skruppum inn á Akureyri á húsbílnum. Við höfðum kaffitíma í bílnum. Gaman hjá þeim emoticon





Molinn kveður


06.06.2021 22:17

Sundlaug


Þegar veðrið er svona gott, þá er gott að sulla í vatni. Við fengum okkur svona sundlaug fyrir strákana




Þetta er bara flott sundlaug


Þvílíkur munur að vera með svona græju. Tók ekki langan tíma að slá garðinn núna





Molinn kveður


05.06.2021 21:46

Reykjavíkurferð


Við skruppum til Reykjavíkur í dag, til að gleðjast með Sólveigu okkar. Hún var að fermast. Yndisleg stund sem við áttum með henni og fjölskyldu hennar


Svo flott og yndisleg stelpa


Strákarnir voru svo spenntir að fá að hitta hana. Svo flott börnin okkar emoticon

Við lögðum af stað kl. 7 í morgun og vorum komin heim kl. 20:30. Ferðin gekk vel





Molinn kveður


04.06.2021 20:55

Sauðburðarlok


Nú er sauðburði lokið hjá okkur. Þessi bar í kvöld


Allt getur skeð. Við björguðum einu lambi í dag, sem hafði skriðið þarna á milli. Það hefur farið inn að ofan og skriðið niður og fest sig

Þetta er stór hrútur. Hann hefur ekki verið búinn að vera þarna lengi

Þórður kom og tók rúllurnar niður og þá var hægt að ná lambinu

Móðirin var ekki langt undan. Hún jarmaði á hann allann tímann. Hann er þarna hægra megin í fullu fjöri. 15-199 Buna með gimbur og hrút undan 20-605 Bæron


17-347 Pytla með hrút og gimbur undan 19-597 Ótta


20-509 Pollý með hrút undan 18-593 Hamri


17-328 Dyngja með hrút undan 18-591 Vita og gimbur undan 17-337 Butru og 20-606 Munk


19-454 Gæra með tvö lánslömb, þar sem hennar komu dauð. Flekkóttur hrútur undan 20-504 Myrju og 18-593 Hamri og hvít gimbur undan 15-215 Þernu og 19-595 Tóka


Hrútar undan 17-340 Rósíku og 19-595 Tóka

17-325 Litfríð með gimbrar undan 20-605 Bæron. Litfríð var þrílembd og þriðja lambið, hrútur fór undir 14-608 Dröngu


13-104 Skrukka í slökun





Molinn kveður


03.06.2021 20:03

Síðasta ærin vöktuð


Þessi fékk að fara út á tún, eftir að þessi svarta bar um daginn, því hún á ekki tal fyrr en 5. júní. Þær voru báðar komnar í garðinn hjá okkur, til að við gætum fylgst með þeim. Ég er búin að fylgjast með henni úti á túni í tvo daga. Það hefur aukist hratt undir henni síðustu daga, þannig að það styttist í að hún beri

Við settum hana aftur í girðinguna í garðinum, svo við getum fylgst með henni, nótt sem dag. Hún er róleg og góð þótt hún sé ein greyið

Hún fær heimsóknir emoticon


Flottu strákarnir okkar


Fyrsti í sundi hjá okkur, í langan covid tíma


16-901 Móeiður með hrúta undan 16-571 Þyrli


15-231 Blika með tvo hrúta og eina gimbur undan 20-606 Munk


18-429 Hnúta með gimbrar undan 20-605 Bæron. Hnúta var þrílembd og þriðja gimbrin fór undir 15-240 Nös


14-611 Lunda með tvo hrúta og eina gimbur undan 18-590 Sonik


12-330 Gauja með gimbur undan 20-604 Grilli og hrút undan 18-426 Maríku og 20-603 Sagosen


14-252 Sprengja með gimbrar undan 20-605 Bæron. Sprengja var þrílembd og þriðja lambið, hrútur fór undir 17-339 Klímu


Og hér er 17-339 Klíma með hrútinn hennar Sprengju og gimbrina sína sem er undan 19-595 Tóka


15-623 Elsa með gimbrar undan 20-607 Dúa


20-506 Marey með hrúta undan 18-593 Hamri


Þær nýta sér enn heyrúllurnar



13-117 Skupla með hrúta undan 20-531 Gúa


20-504 Myrja með hrút undan 18-593 Hamri. Myrja var tvílembd og hinn hrúturinn fór undir 19-454 Gæru


Gimbrar undan 13-113 Emblu og 20-605 Bæron. Embla var þrílembd og þriðja gimbrin fór undir 19-473 Argintætu





Molinn kveður


02.06.2021 20:40

Kindur og lömb


15-622 Framtíð með hrút og gimbur undan 20-603 Sagosen


Hrútar undan 17-378 Kleópötru og 20-606 Munk


16-264 Krepja með hrúta undan 20-531 Gúa


17-310 Tása með hrút undan 18-590 Sonik og gimbur undan 18-401 Rúðu og 18-591 Vita


20-507 Logey með hrút undan 18-593 Hamri. Hún var tvílembd, bæði lömbin voru mjög lítil og annað lifði ekki. Þetta hefur stækkað mjög mikið


Þessi fékk pela hjá okkur og er gæf þess vegna. Hún kemur alltaf til okkar. Alexander gaf henni klapp





Molinn kveður


01.06.2021 20:25

Skólaslit


Skólaslit Þelamerkurskóla voru í dag. Um hádegi voru skólaslit hjá 1.- 6. bekk, í skólanum. Og seinnipartinn í Hlíðarbæ hjá 7.- 10 bekk. Nú eru strákarnir komnir í sumarfrí


Gimbur og hrútur undan 18-415 Dýnu og 18-591 Vita




12-217 Mógolsa með gimbrar undan 20-605 Bæron


Þrílembingar, tveir hrútar og ein gimbur undan 17-361 Lullu og 20-603 Sagosen. Þau eru jöfn og falleg


Á laugardaginn á hún að bera emoticon





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

12 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

14 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

12 daga

Tenglar