Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 551
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 2583
Gestir í gær: 181
Samtals flettingar: 954794
Samtals gestir: 51612
Tölur uppfærðar: 11.5.2024 08:12:03

Færslur: 2021 Desember

16.12.2021 21:19

Húsgögn


Við keyptum hillu handa Damian til að setja í herbergið hans

Hann setti hana saman

Hann kláraði að setja hana saman og raðaði öllum kubbabílunum, sem hann er búinn að setja saman, í hillurnar. Hann er snillingur í að setja saman kubba. Gerir það algjörlega sjálfur og þarf enga hjálp


Við keyptum líka skenk sem við verðum með undir sjónvarpinu í stofunni

Við settum hann saman og þá kom í ljós galli á annari skúffunni, þannig að við gátum ekki sett hana saman. Við verðum að fara á morgun og fá rétta hlið í skúffuna





Molinn kveður


15.12.2021 20:07

9 dagar til jóla


Fengitíminn gengur vel. Það eru ca. 5 dagar eftir af gangmálinu og eitthvað um 70 sem eiga eftir að fá skráningu. Líklegast hafa einhverjar farið framhjá okkur en það kemur í ljós eftir 5 daga hvað þær hafa verið margar


Gemlingarnir verða gæfari með degi hverjum emoticon


Við erum búin að kaupa leiðaskreytingu, til að setja hjá litla gullmolanum okkar, á aðfangadag


Kubbakarl. Þvílíkt sem hann getur leikið sér með kubba. Hann dýrkar þá emoticon


Og þessi segir að það séu 9 dagar til jóla. Hann er orðinn mjög spenntur





Molinn kveður


14.12.2021 19:22

10 dagar til jóla


Komið jólatré úti, við hinn innganginn. Það eru þá útijólatré við báða inngangana



Tekið í morgun


Möðruvallakirkja í morgun






Molinn kveður


13.12.2021 21:12

Jólaskraut

Ég setti jólaljós í 5 glugga í dag

Stofuglugginn, jólatréð, skrifstofuglugginn og eldhúsgluggarnir



Stofugluggarnir

Holið og stofugluggarnir







Molinn kveður


12.12.2021 19:28

Þriðji sunnudagur í aðventu


Hirðakerti
Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér


Gullin okkar þrjú, í fjárhúsunum í morgun

Nú er Sólveig farin suður. Hún er búin að vera hjá okkur í 9 daga. Við erum strax farin að sakna hennar. Það var svo gaman að fá hana hingað til okkar

Það er mikil vinátta á milli hennar og Týra. Hér eru þau að kveðjast emoticon


Það hefur bara varla komið snjór í vetur. Þessi mynd er tekin í dag





Molinn kveður




11.12.2021 20:57

Afmæli


Elsku fallegi strákurinn okkar er 13 ára í dag. Hann opnaði afmælispakkana og dreif sig svo með okkur í fjárhúsin. Hann eyddi svo deginum með mömmu sinni. Góður dagur hjá honum

Sæll og glaður


Fengitíminn gengur vel. Við erum búin að skrá niður rétt rúmlega helminginn af ánum. Gott að vera með dagsetningu á sauðburði emoticon





Molinn kveður


10.12.2021 20:15

Samrýmdar systur


Þær eru svo ótrúlegar þessar samrýmdu systur. Núna eru þær að ganga báðar. Í fyrra báru þær á sama sólahring og í vor báru þær líka á sama sólahring. Þær fara ekki langt frá hvor annari. Þetta eru þær 18-403 Læpa og 18-404 Læna. Alveg hreint ótrúlegar

Læpa og Læna


Þau máluðu piparkökur í dag og hlustuðu á jólasveinasögu


Hörgársveit


Möðruvallakirkja



Við erum búin að setja ljós á annað tréð sem okkur var gefið






Molinn kveður


09.12.2021 18:17

Örvunarbólusetning


Pfizer

Ég fékk örvunarbólusetningu í dag emoticon





Molinn kveður


08.12.2021 20:50

Mömmukökur


Ég bakaði eina uppskrift af mömmukökum í dag







Svo girnilegar

Ég er búin að eiga þennan dunk í mörg ár. Ég á þrjá svona dunka. Á hverju ári, fyrir jól, þá fyllast þeir af mömmukökum. Svakalega góðar þessar kökur


Að bíða eftir skólabílnum í morgun


Það styttist í vetrarsólstöður


Morgungjöf lokið





Molinn kveður


07.12.2021 21:35

Fjárhúslíf


Þyrill að störfum



Ég fann þetta á netinu

Ég var að labba um í matvörubúð þegar ég sá afgreiðslukonu gefa litlum stráki peninginn sinn til baka, drengurinn gat ekki hafa verið meira en 5 eða 6 ára. Afgreiðslukonan sagði: "Fyrirgefðu, en þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna.''Litli strákurinn snéri sér að eldri konu við hliðina á honum og sagði,''amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?''Hún svaraði'...'Þú veist að þú átt ekk......i nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín.''Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur á meðan hún skoðaði sig um. Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Loks gekk ég til hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. "Þetta er dúkkan sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin. Hún var viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana. " Ég sagði honum að kannski myndi jólasveinninn gefa henni hana eftir allt, og að hann ætti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig sorgmæddur. "Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún er núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið systur minni hana þegar hún fer þangað ". Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta, "Systir mín er farin til þess að vera með Guði. Pabbi segir að mamma sé að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni.''Hjarta mitt hætti næstum að slá. Litli strákurinn leit upp til mín og sagði "Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki strax. Ég sagði honum að biðja hana um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni. " Svo sýndi hann mér fallega mynd af sjálfum sér. Hann var hlægjandi. Hann sagði við mig 'Ég vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei. " "Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni." Svo leit hann aftur á dúkkuna sorgmæddum augum. Ég teygði mig hljóðlega í veskið mitt og sagði við strákinn. "Eigum við ekki að athuga aftur í vasann hvort þú átt nóg af peningum fyrir dúkkunni!''allt í lagi" sagði hann, "ég vona að ég eigi nóg." Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur. Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening!" Svo leit hann á mig og sagði, "ég bað Guð í gærkvöldi áður en ég fór að sofa um að passa að ég ætti nóg til að kaupa dúkkuna svo að mamma gæti gefið systur minni hana. Hann heyrði til mín!'' ''Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið. En hann gaf mér nóg til að kaupa dúkkuna og hvíta rós.'''Mamma mín elskar hvítar rósir ". Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og strákurinn fór með henni. Ég kláraði að versla með allt öðru hugarástandi en þegar ég byrjaði. Ég gat ekki fengið litla strákinn út úr huga mínum. Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir tveimur dögum, þar sem þess var getið að drukkinn maður í vörubíl, hafði klesst á bíl sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litla stelpan dó samstundis og móðirin var í dái. Fjölskyldan varð að ákveða hvort að slökkva ætti á öndunarvélinni af því að unga konan myndi ekki geta vaknað úr dáinu. Var þetta fjölskylda litla stráksins? Tveimur dögum eftir að ég hitti litla strákinn las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og keypti búnt af hvítum rósum og fór í kistulagningu hennar þar semfólk gat séð hana í síðasta skipti áður en hún yrði jörðuð. Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós í hendinni og með myndina af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu. Augu mín fylltust af tárum og mér fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi litli strákur hafði borið til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að ímynda sér, og á broti úr sekúndu, hrifsar drukkinn ökumaður þetta allt frá honum





Molinn kveður


06.12.2021 19:24

Við settum hrútana í ærnar í dag


Við settum hrútana í ærnar í dag. Fjárhúsin eru hólfuð niður í 12 hólf. Það fóru 12 hrútar í þær. Einn er svo hjá Dúddu sem bar í október. Þau eru inn í hlöðu

Sauðburður byrjar þá 28. apríl emoticon


Dúi að störfum


Þessi heimtist í gær, með tvær gimbrar





Molinn kveður


05.12.2021 20:28

Annar sunnudagur í aðventu


Betlehemskerti
Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda í líking manns.


Sólveig kom norður til okkar 3. des. og ætlar að vera hjá okkur til 12. des. Gaman að fá hana emoticon
Við fórum í Dagverðartungu í dag og fengum að velja okkur jólatré til að hafa úti


Sólveig gaf Þórði þetta kort í afmælisgjöf. Mjög flott hjá henni


Hún gaf honum þessa mynd, sem hún teiknaði eftir

Þessum myndum. Alveg svakalega flott hjá henni. Hún er svo mikil listakona





Molinn kveður


04.12.2021 19:40

Ásetningur

Ásetningur '21-'22

Árgangur '12 -  1 ær
Árgangur '13 -  7 ær
Árgangur '14 - 22 ær
Árgangur '15 - 29 ær
Árgangur '16 - 33 ær
Árgangur '17 - 42 ær
Árgangur '18 - 44 ær
Árgangur '19 - 31 ær
Árgangur '20 - 32 ær
Árgangur '21 -  9 gemlingar
Hrútar            12
Sauður             1
Smálömb og fl.  7
Samtals      270 hausar í vetur

Ég er byrjuð að setja árgangana inn í myndaalbúmið


Tekið í morgun


Og í dag





Molinn kveður


03.12.2021 21:11

Enn að mála


Ég málaði holið í dag



Holið klárt



Jólaljósin


Flott í Hörgársveit í dag

Ég tók þessa á leiðinni til Akureyrar í dag. Svarta strikið er eftir Þotu

Viðtal við Rabba vin okkar, í Bændablaðinu







Molinn kveður


02.12.2021 20:11

Málningarvinna


Ég málaði ganginn í dag

Nú er hann klár. Ég á eftir að mála holið og litla baðherbergið. Ég læt það nægja fyrir jól


Litlu krúttsprengjurnar Sara og Sólveig


Möðruvallakirkja í morgun





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

27 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

30 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

28 daga

Tenglar