Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1782
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 3139
Gestir í gær: 439
Samtals flettingar: 950423
Samtals gestir: 51296
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 14:18:14

Færslur: 2022 Júní

15.06.2022 18:47

Rekið úr ganginum

Við keyrðum upp ganginn, til að athuga hvort kindurnar

væru farnar og inn á dal

Það voru nokkrar ær í ganginum og þarna eru strákarnir

að smala

21-002 Krúella með hrút undan 21-706 Hnikari

14-143 Kiða með gimbrar undan 21-703 Jalla

Það voru margar ær rétt fyrir innan hliðið

Það er mikill snjór inn í botni Myrkárdals. Kirkjan er á sínum

stað þarna í snjónum

15-193 Hugljúf með hrúta undan 19-597 Ótta

 

Búið að reka féð úr ganginum og verið að loka hliðinu

 

21-001 París með gimbur undan 21-706 Hnikari

Drangi

Drangi

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

14.06.2022 18:17

Dagur fjögur í fjárflutningum

Aðeins að fá sér salt áður en haldið er á dalinn

 

Búbba að kveðja, sérstaklega einn vin smiley

Hrútur undan 18-434 Kingu og 20-605 Bæron

Þeir eru orðnir stórir þessir

 

Systurnar Panna og Díana

 

18-409 Elíza klár í frelsið. Þegar við fórum með hana, þá

eyddi hún ekki tímanum í að bíta gras. Nei hún flýtti sér á 

ógnarhraða inn á dal

Gimbrar undan 16-298 Búbbu og 21-705 Kalda

14-158 Krubba með hrúta undan 19-597 Ótta

18-379 Lídýa með gimbrar undan 21-701 Brúsa

21-001 París með gimbur undan 21-706 Hnikari

Frelsið

Nú eru allar kindurnar farnar á fjall nema þrílemburnar og 

þær sem báru seint og þar af leiðandi með lítil lömb. Við 

ætlum að hafa þær aðeins lengur heima

 

Elsku fallega ömmugull er fimm mánaða í dag heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

13.06.2022 19:06

64 fengu frelsi í dag

Lambið sem ég spreyjaði svart. Það er að skolast af því. Það

tókst ætlunarverkið, að láta hana hætta stælunum við flekkótta

lambið. Henni var illa við það. Hún fór á fjall með þau bæði

í dag smiley

Bíða spenntar eftir því að komast á fjall

 

Á leiðinni í frelsið

Bless, bless, sjáumst í haust

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.06.2022 20:51

64 fengu frelsi í dag

Kerran og vagninn

Þessi bíður eftir frelsinu

Rákum inn í dag, klipptum klaufir og fórum með 64 fullorðið

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.06.2022 14:37

53 fengu frelsi í dag

Við rákum inn og klipptum klaufir á þeim sem fóru á fjall

í dag

 

 

Það fóru 53 fullorðnar á fjall í dag. Ein ferð með vagninn og

kerruna.

 

Endurtökum leikinn á morgun

 

Ég mun sakna þess að fá ekki heimsókn í garðinn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.06.2022 17:44

Frelsið nálgast

Nú fer þessi sjón sem við sjáum út um stofugluggan, að

breytast. Kindurnar sem við sjáum þarna eru að fara í

sumarhagagöngu á morgun og næstu daga

Já og út um eldhúsgluggann. Sú sjón breytist líka

 

Það verður mikið að gera næstu daga að keyra á fjall

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.06.2022 17:18

Sextugsafmælisgjöf

Afmælisgjöfin komin heim. Já kerlan verður sextug í júlí. Ég

fæ þetta hjól í afmælisgjöf frá eiginmanninum. Svakalega 

gott að keyra það heart

19-460 Larisa með hrút og gimbur undan 20-607 Dúa

18-430 Gússa með gimbrar undan 19-597 Ótta. Hún bar 

6. júní

Hrútur og gimbur undan 15-626 Jövu og 21-705 Kalda. Gimbrin

er að verða hvít aftur. Þetta er gimbrin sem ég spreyjaði 

svarta. Java vildi ekki sv.fl. hrútinn en ruglaðist í ríminu þegar

hvíta lambið varð svart. Hún er úti með þau bæði og það 

virðist vera allt í góðu

Þær eru sjúkar í saltsteininn

14-613 Lokka með hrút og gimbur undan 18-593 Hamri

19-001  Prins

Hrútur og gimbur undan 14-188 Bellu og 18-593 Hamri

17-330 Stássa með gimbrar undan 21-703 Jalla

17-327 Rengla með hrúta undan 18-591 Vita

Gimbur og hrútur undan 19-469 Litlu-Æðey og 20-605 Bæron

18-395 Úlla með gimbrar undan 18-591 Vita. Hún var þrílembd

og þriðja lambið, hrútur fór undir 13-604 Grýlu

17-363 Garúska með gimbrar undan 20-607 Dúa

16-279 Bytta með hrút og gimbur undan 19-597 Ótta. Hún 

var þrílembd og þriðja lambið gimbur fór undir 20-501 Mön

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.06.2022 15:29

Flagið klárað

Búið að bera áburð á og svo er verið að valta. Þá er allt klárt

Nú er engin kind eftir inn í fjárhúsum. Síðustu tvær fóru út

í morgun

Mæðgur, 13-115 Embla og 17-344 Ekla

18-401 Rúða með hrúta undan 18-591 Vita. Hún var þrílembd

og þriðja lambið, gimbur fór undir 20-505 Læku

17-370 Karþagó með hrút og gimbur undan 20-603 Sagosen

15-198 Eðja með hrúta undan 18-593 Hamri

Glósa, fimmlemban

18-397 Dáfríð með hrút og gimbur undan 20-603 Sagosen

 

Týri þrífur kindurnar. Það er nú sjaldgæft að þær sæki í hann

þegar þær eru með lömb

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.06.2022 18:43

Sauðburðarlok

Síðasta ærin bar í nótt. Náma var sónuð með eitt. Ég gisti í 

fjárhúsunum og hún bar um kl. 3 í nótt, fyrra lambinu. Ég 

ætlaði að venja undir hana en hætti við það og ákvað að 

lömbin hefðu það betra að annað væri á fóstrunni eins og 

það er búið að vera og hitt yrði eitt undir henni. Ég ætlaði

að fara heim að sofa þegar ég var búin að græja lambið hennar

(gefa því töflu og spreyja naflastrenginn), en ákvað að fara

inn og sofna í klukkutíma og kíkja fram eftir það. Ég vaknaði

klukkutíma seinna og þá var kominn haus á seinna lambinu.

Ég vissi ekki að hún væri tvílembd. Ég náði að setja hausinn

inn og ná löppunum. Það gekk vel. Ég ákvað svo að sofa

restina af nóttinni í fjárhúsunum, því það var seinasta nóttin.

Þetta vor er ég búin að sofa 36 nætur í fjárhúsunum

 

Um kl. tvö í nótt

Verið að sá í flagið

Lömbin í garðinum

Hrútur og gimbur undan 14-145 Kirnu og 20-605 Bæron

Kirnu lömb

 

Þessi er að spá í að klifra upp í tré

Gimbur undan 16-285 Brók og 21-703 Jalla

Og hrúturinn á móti

Hrútur og gimbur undan 18-435 Þrúgu og 19-597 Ótta

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.06.2022 16:50

Ein eftir

Það bar ein í kvöld og þá er ein eftir. Þessi sem er eftir er 

einlembd og ég ætla að reyna að venja undir hana heimaling

Hrútar undan 13-115 Emblu og 18-591 Vita

Gorma litla, fimmlembingur

Hrútur og gimbur undan 16-279 Byttu og 19-597 Ótta

Hrútur og gimbur undan Dós 15-226 og 21-703 Jalla

Staraungarnir sem voru í hreiðrinu í fjárhúsunum

 

Nú fer að styttast í sauðburðarlok. Ég hlakka til að sofa aftur

heima. Ég er búin að sofa upp í fjárhúsunum síðan 25. apríl, 

að frátaldri viku sem ég gat sofið heima. Búinn að vera langur

sauðburður

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.06.2022 12:14

Yndislegur fermingardagur

Allt klárt

 

Þessi gullmoli fermdist í dag

Tveir fermdir og sá litli fermist eftir fjögur ár heart

Elsku fallegu börnin okkar. Við erum svo lánsöm að fá að vera

foreldrar þeirra heart

Fallegur og yndislegur dagur með þessum gullmolum

Við Þórður með fermingardrengnum

Yndislegur

Nafna mín kom í veisluna. Nú förum við að verða meira saman.

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur og svo hefur

covid spilað inní, að við varla þekkjum þennan gullmola. Verðum

að bæta úr því heartheartheart

Móðir, frændi, amma og afi fermingardrengsins

Við erum svo rík. Öll börnin okkar saman komin heart

 

 

Fimmta ferming helgarinnar. Ömmustrákur systur minnar

 

 

Yndisleg helgi heartheartheartheart

Takk allir sem komu og glöddust með okkur heart

Og takk fyrir allar gjafirnar til hans heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

04.06.2022 20:12

Fermingar

Þrjár fermingar í dag

 

Ömmu og afa stelpan okkar

 

Fóstursonur okkar

 

Og bróðursonur minn

 

Öll stóðu þau sig með prýði

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.06.2022 20:37

Fermingar um helgina

Gála er alsæl með fósturlambið. Það tókst að venja undir hana

Jæja þá eru ungarnir farnir úr hreiðrinu. Staraungar

Það er aldrei of snemmt að kenna lömbunum að borða

brauð

19-444 Höpp með gimbrar undan 20-607 Dúa

17-354 Þrasa með hrút og gimbur undan 20-607 Dúa

13-607 Padda með hrúta undan 18-591 Vita

Það bar ein í dag og þá eru eftir tvær

 

Flottur hópurinn okkar. Í dag útskrifuðust tveir úr 8. bekk,

einn úr 3. bekk. Allir í Þelamerkurskóla. Svo útskrifast

ein úr 10. bekk á þriðjudag, í Reykjavík.

 

Það á að ferma tvo um helgina smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.06.2022 18:01

Flagið unnið

Byrjað að vinna flagið

 

Við fáum reglulega lömb í garðinn hjá okkur. Fínt að þurfa 

ekki að slá og klippa

Það var ær sem bar þessum stóru lömbum og allt í einu fór

hún að hnippa í flekkótta lambið. Við bundum hana og ekkert

gekk. Ég tók á það ráð að spreyja hvíta lambið með svörtu 

spreyi

Hér er útkoman. Ærin er alveg ráðvilt. Það vonandi tekst að 

láta hana hætta þessu hnippi

Það varð eiginlega svarbotnótt hjá mér

Þessi fór út í dag. Mjög ánægð að komast út með gimbrarnar

sínar

Pabbarnir slakir

14-254 Skoppa með hrút og gimbur undan 21-703 Jalla

Skoppu lömb

Tveir hrútar undan 18-403 Læpu og 20-603 Sagosen. Þriðji

hrúturinn er undan 15-622 Framtíð. Hann var vaninn undir

Læpu

Ungarnir eru alveg að verða tilbúnir að fara úr hreiðrinu

 

Farnir að kíkja út

 

Það bar ein í dag og þá eru þrjár eftir smiley

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.06.2022 16:12

Lömb

Hrútar undan 17-341 Akafíu og 20-605 Bæron

15-245 Mosa með gimbur undan 21-703 Jalla og hrútur undan

16-281 Glitdís og 21-705 Kalda. Mosa var einlembd og sá

svarti var vaninn undir 

Gimbrin eitthvað að hvísla að mömmu sinni

Fossinn í Staðará

Staðarskarð. Þarna þar sem guli hringurinn er, þar er varða

og þar er byrjað að ganga upp á Staðarhnjúk. Ég veit þetta 

núna laugh

Staðarhnjúkur

 

 

 

 

Molinn kveður

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

25 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

28 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

26 daga

Tenglar