Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 815
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 3139
Gestir í gær: 439
Samtals flettingar: 949456
Samtals gestir: 51231
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 06:37:02

Færslur: 2023 Apríl

15.04.2023 12:33

Seinni sprautan gegn lambablóðsótt

Við fengum aðstoð við að sprauta féð. Tveir af

vinnumönnunum okkar

Við sprautuðum allt féð, seinni sprautuna gegn lambablóðsótt

Meðan við vorum að sprauta féð, lék þessi sér með pöddur

og ánamaðka

Þoka í morgun

En það breyttist fljótt og við tók sól og blíða. Við ákváðum

því að fara á skíði. Ég fór með tvo í fjallið. Við vorum rétt um

tvo klukkutíma og þeim fannst gaman

Damian klár. Sólbráð og smá krap

Dagur klár

Og ég naut útiverunnar. Yndislegt að vera úti í svona góðu

veðri

 

Veðrið sko.........

Þessi flugvél var að hugsa um að lenda í fjallinu, held ég. Hún

allavega flaug mjög lágt

 

TF-ROD. Ég tók þessar myndir á símann. Það var auðvelt 

þegar hún flaug svona lágt

 

Svo eru nokkrar drónamyndir sem ég tók í dag

 

 

 

 

 

Allt orðið autt og nú fer allt að þorna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

14.04.2023 19:42

Flottir strákar

Þegar einn fer (fór til Reykjavíkur að keppa í körfubolta), þá 

kemur annar í staðinn smiley

Smá tilraun í gangi hjá mér. Ég veit að þetta er ekki fallegt, en

ég ætla að athuga hvort starinn vilji verpa í þetta. Ef ekki þá 

tek ég þetta niður. Kemur í ljós fljótlega smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.04.2023 17:52

Enn eru það fuglar

Græna línan. Ég held að heitavatnslögnin liggi þarna undir

Og þarna líka. Græna línan

Skógarþröstur

Auðnutittlingur. Þeir hanga utan á þessu nánast allan daginn.

Þeir eru duglegir að borða

Þetta er svo fallegur fugl

 

 

Enn að éta. Þeir hljóta að verpa hér hjá okkur. Þeir eru búnir

að vera hér í allan vetur 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.04.2023 18:05

Fuglar

Nú erum við búin að skipta út fötunum hjá kindunum. Þessar

eiga að vera betri fyrir og á sauðburði

Starinn er duglegur að koma í garðinn okkar

Heiðagæs

Þær eru margar hér á Möðruvöllum

Svartþrastar-karl

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.04.2023 16:49

20 dagar í sauðburð

Snjórinn er nánast horfinn. Vorið að koma og 20 dagar í 

fyrstu lömbin

Rjúpur í garðinum. Í gær voru tveir rjúpu-karlar, en í dag

voru rjúpurnar orðnar þrjár. Ég sá ekki hvort þessi þriðja

var karl eða kerling. Ég náði bara mynd af þessari og þetta er 

karl. Hinar vildu enga myndatöku

 

Ég skrapp upp í fjárhús í kvöld. Við mér blasti þetta skæra

ljós í Staðarskarðinu. Ég veit ekki hvaða pláneta þetta er

Þetta ljós sést ekki eins vel á myndinni eins og það er í

rauninni. Það var mjög skært

Þrílemburnar eru orðnar þreyttar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.04.2023 16:46

Vorverkin

Fyrsti, og alls ekki sá síðasti smiley í kaffi í fjárhúsunum

Þessir vinnumenn, útbjuggu svona fyrir strákústana og fleira

Glæsilegt hjá þeim

Fimmta fjórhjólið tekið í notkun

Við ákváðum að halda áfram að dunda okkur í fjárhúsunum

 

Gera klárar einstaklingsstíur fyrir sauðburð

5 stíur komnar þarna

22-019 Krukka

22-029 Skel

22-022 Skúta

 

Það komu tveir rjúpu karlar í heimsókn í dag

 

 

 

 

 

 

Og lóan kom í dag. Þá er nú vorið komið smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.04.2023 18:59

Páskaeggja-ratleikur

Aðeins að hreifa við snjónum, til að hann verði fljótari að fara.

Þeir eru líka að eyða tímanum, á meðan Þórður er að útbúa

páskaeggjaratleik.

 

Og þá er hann byrjaður, ratleikurinn

Fyrsta vísbending

 

 

Damian að ná í vísbendingu

Og Bubbi líka. Hann þurfti ekki að nota stiga

Hann fór létt með að ná vísbendingunni án þess að nota

stiga

 

Alexander að ná í vísbendingu

 

Og þeir fundu páskaeggin eftir mikla leit

 

 

 

Nú er bara að fá sér nammi

 

Þetta eru vísbendingarnar sem þeir þurftu að finna

 

 

 

Í gær, í páskaeggjaleitinni, þá fannst ekki eitt eggið. Bubbi

fór út að leita í dag og fann það. Við vorum búin að leita

mikið að því laugh

Við ákváðum að taka okkur rúnt til Skagastrandar í dag.

Frændi minn, Rúnar, býr þar. Hann á kindur og auðvitað 

kíkkuðum við á þær hjá honum. Hann á 40 kindur og það eru

bara tvær sem eru hvítar í þeim hóp. Glæsilegt hjá honum

Mjög flott húsið hans og kindurnar

Við sáum mjög marga helsingja

Og líka heiðagæs

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.04.2023 18:13

Páskaeggjaleit

Grillsneiðar í gær, læri í dag smiley

Hangikjöt á morgun

Helga færði strákunum þessa flottu boli. Þeir eru mjög ánægðir

með þá, enda mjög flottir. Takk elsku Helga og Simmi heart

Nafna mín heart

Pabbi og mamma komu í mat heart

Þessir bíða spenntir eftir því að leita að páskaeggjunum

Já, hún fann egg smiley

Eggjaleit

 

 

 

 

Já það má borða það strax

Með fullan munn af súkkulaði

 

Og auðvitað var farið í fjárhúsin. Hún var ekkert hrædd við

kindurnar

Júlí, (þessi sem fæddist í júlí) fékk klapp

Settist niður og skoðar kindurnar

Búbba fann sinn eiganda og fékk gott klapp

Þetta eru gullin mín heartheartheart

Snjórinn er alveg að verða farinn þarna sunnan við hlöðuna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.04.2023 19:07

Vorveður í lofti

Þórður krafsaði í snjóinn, sem var eftir fyrir sunnan hlöðuna

Hann er búinn að dreifa vel úr honum

Þessi mynd er tekin 9 tímum seinna

Æfingin skapar meistarann

Og meistarinn er orðinn klár í þessu

Þvottadagur í dag. Bíllinn þveginn

Og fjórhjólið

Já og fjórhjólin öll

Já allir að hjálpast að

 

Svo var æðislegur matur

Sem Damian sá um að grilla

Og vá hvað þetta var góður matur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.04.2023 18:23

Útivera

Vinnumennirnir okkar, búnir í fjárhúsverkunum

Mikil útivera í dag. Veðrið var svo gott

Það snjóaði aðeins í nótt. Fuglarnir röðuðu sér á auðu rákina,

sem kemur af hitavatnslögninni. Þessi auða rák sést líka 

sunnan við veginn

Þeir finna eitthvað æti þarna

 

Auðnutittlingurinn kemur alltaf til að fá sér að éta

Við sáum rjúpu á göngu okkar í morgun

Hún var nú ekkert hrifin af því að ég tæki mynd af henni

Gæs á flugi

Fjárhúsin

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.04.2023 17:46

Fimm vinnumenn

Þessi vinnumaður kom til okkar í morgun. Búbba var fljót

að nýta sér hann, til að klappa sér

Við fengum annan vinnumann í dag. Við þurftum að nota

strumpastrætóinn, því við vorum of mörg í grána

Þrír jafnaldrar og einn yngri. Þessi vinnumaður verður í 

nokkra daga hjá okkur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.04.2023 19:33

27 dagar í sauðburð

27 dagar í sauðburð

 

Þetta er í Bændablaðinu í dag. Við erum þarna í 10. sæti. 

Þarna á að standa Þórður og Simmi, en ekki Þórður og 

Birgitta

 

Og það er eins með þetta. Þarna á að standa Þórður og Simmi,

En ekki Þórður og Birgitta

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.04.2023 18:55

7 tegundir af fuglum, í dag

Tjaldurinn mætti í dag. Hann er flottur þessi fugl. Hann er

samt frekar óþolandi þegar hann er kominn með unga, því

þá ræðst hann á drónann. Það gerir hann áreiðanlega vegna

þess að hann heldur að hann sé ránfugl og er að passa að

dróninn éti ekki ungana 

Álftin kom í fyrsta sinn 31. mars. Ég náði ekki að mynda hana,

því hún stoppaði ekki lengi hér. Hún sást svo daginn eftir, en

stoppaði ekki lengi þá heldur. Í dag var þessi hópur mættur

hjá okkur 

Og gæsin er líka mætt

 

 

Skógarþrösturinn mætti í gær. Garðurinn iðaði af þröstum

í gærmorgun. Það er greinilega að koma vor

 

Starinn er búinn að vera hér í vetur. Hann lét sig ekki vanta

í garðinn í dag

Stari

Auðnutittlingurinn kom líka í garðinn í dag

 

Hann fékk sér að éta úr matarstauknum

Hrafninn kom líka, en vildi enga mynd af sér

Þessi flugvél flaug yfir. Það stendur NAVY á henni. Þetta er 

einhver herflugvél

Við keyptum dúk til að setja á gólfið í kaffistofunni, í 

fjárhúsunum

Og hann er kominn á gólfið. Það verður mun betra að þrífa

gólfið núna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.04.2023 19:07

Eitt ár

Vinnumennirnir okkar næstu 9 daga. Þeir eru komnir í 

páskafrí og hjálpa okkur í fríinu. Nú er Bubbi búinn að vera

hjá okkur í eitt ár. Tíminn er svo fljótur að líða smiley

Við fórum til Ólafsfjarðar í dag. Okkur var boðið í skírn

Það var verið að skíra þennan sæta gullmola. Dagur

Valur fallegi drengur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.04.2023 19:08

Fjárhús-stúss

Nú er komið að því. Það er verið að þjálfa þennan í því að 

setja rúllu upp í afrúllarann

Það tókst líka svona vel hjá honum. Ekkert mál smiley

Við höldum áfram að skrifa á merkin. Við eigum bara 100 

merki eftir

Ég hitti þessar elskur í afmælisveislu í dag. Við nafna að tala

saman og það gekk mjög vel

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

25 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

28 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

26 daga

Tenglar