Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 2662
Gestir í dag: 369
Flettingar í gær: 12415
Gestir í gær: 319
Samtals flettingar: 948164
Samtals gestir: 51094
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 20:37:56

15.02.2010 20:40

Gullnáman í samlaginu er skyrgerðin

Halló hér !
Jæja, ég get sagt ykkur það. Ég vinn í gullnámu. Þið megið giska...... já það er skyrgerðin. Ég er ekki búin að taka neitt frí í þessum mánuði, eða síðan 31. janúar. Að öllum líkindum fæ ég tvo daga frí í febrúar. En ég get ekki kvartað, því ég tek 3ja vikna frí í maí, og svo 6 vikur í frí í sumar.

En svo skulum við tala um síðasta laugardag. Ég var náttúrulega í vinnunni, með útvarpið á hausnum eins og alltaf, og meðal annars að hlusta á Simma og Jóa. Þegar þeir sögðu fólki að hringja inn með nafn á manneskju sem átti að vekja. Þá tók ég símann og ætlaði að hringja inn með nafnið Hafey. En Fríða, vinkona mín var á undan mér að hringja, með nafnið Hafey. Hún á nefnilega systir sem heitir Hafey Lind. Ég var auðvitað ánægð með það og óskaði þess að hún mundi ekki svara, sem hún og gerði. Þá reyndu þeir við aðra Hafeyju, og hún svaraði heldur ekki. Ég öskraði YES YES. Þriðja Hafeyjan var auðvitað systir mín, og þeir hringdu í hana og hún svaraði.
Akkúrat þegar hún sagði halló, þá sprakk skyrdrykkjadós í róbótnum. En það var mjög gaman að heyra í henni. Reddaði alveg þessum 12 tíma vinnudegi.

En já, ég var að vinna bæði laugardag og sunnudag, og Júlli og Siggi voru hér. Þórður þessi elska sá um þá, og fór frekar létt með það eins og alltaf.

Molinn kveður.


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

24 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

27 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

25 daga

Tenglar