Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 820
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1212
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 873874
Samtals gestir: 46917
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:15:13

14.07.2011 12:05

Reykjarvíkurferð

Nú erum við komin heim, úr 5 daga ferð til Reykjavíkur. Það er nú alltaf ljúft að koma heim. Við vorum að gera íbúðina Guðrúnar og Nonna alveg hreint glæsilega. Við settum parket á eitt herbergi, ganginn og holið. Við máluðum tvö herbergi, ganginn, holið og stofuna. Svo settum við upp 12 hillur. Sigurjón Geir var með okkur allan tímann og var mjög duglegur. Nonni var að vinna allan tímann, nema helgina, og þá hjálpaði hann okkur. Mamma kom í tvo tíma, og var ofvirk allan þann tíma, í að þrífa ryk. Íbúðin er orðin allt önnur og þvílík breyting. Æðisleg. Núna tekur við afslöppun, allavegana í dag. Takk allir fyrir samveruna. Þetta var alveg hreint æðislegur tími. Siggi og Júlli voru með okkur í þessari ferð, og þeir voru SVO GÓÐIR. Það er sko ekkert mál að fara með þá til Reykjavíkur. Við Guðrún fórum með þá, Dag og Jökul í húsdýragarðinn. Það var gaman að fara þangað, og þeir fengu mikla útrás þar. Þeir fengu meðal annars að fara á hestbak, í hringekju og lest. Já og skoða allt þarna. Held að allir hafi skemmt sér mjög vel. Þeir fara á sunnudaginn, og þá eru þeir búnir að vera 16 sólahringa hjá okkur. Þeir eru búnir að vera mjög góðir allann tímann. Á sunnudaginn þegar þeir fara, þá kemur Ómar og verður hjá okkur í viku, og svo fer ég að vinna, eftir þá viku.
Við fórum kindarúnt áður en við fórum suður, og við sáum eina kind í viðbót, og það var hún Freyja. Þá erum við búin að hitta átta kindur frá okkur. En við erum búin að sjá fleiri með kíki, en þessar átta komu alveg til okkar og fengu brauð. Hvað getur maður beðið um það betra en að fá að hitta þessar elskur og sjá hvað lömbin stækka.
Ég set inn myndir seinna.

Molinn kveður.



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

15 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

17 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

15 daga

Tenglar