Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 3181
Gestir í dag: 479
Flettingar í gær: 1127
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 919444
Samtals gestir: 48867
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 19:37:52

30.08.2012 22:00

16 dagar :-)

 
Nú er kominn tími á skrif hér.

Ég er á góðri leið með að vera orðin góð í fætinum. Ég held að orkan frá Snæfellsjökli hafi virkað Dísa.
Takk fyrir það. Sárið er alveg að verða gróið. Bara spurning um nokkra daga.

Ég fór í það í síðustu viku að kaupa mér skó.  Það var alveg kominn tími á það. Ég meirisegja keypti tvö pör, bæði inni og útiskó. Ég get alveg verið í þeim án mikils sársauka. Ástæðan fyrir þessum skókaupum eru, að ég datt nefnilega tvisvar alveg flöt, í vinnunni, og var svo heppin að sleppa ómeidd. Allt vegna þess að Þessir skór þola ekki smá bleytu á gólfi, og verða þá að skautum.

Ég hef verið í þessum skóm, ef skór skulu kallast, síðan fyrir ca. ári, þegar kúlan birtist á ristinni.


Flottu nýju útiskórnir mínir.


Þetta eru svo flottu inniskórnir mínir.

Ég varð bara að deila þessu með ykkur, því það tellst til tíðinda ef ég kaupi mér eitthvað. Svo er spennandi að vita hvort ég get verið í gönguskónum mínum, og farið upp í hlíðina og smalað fénu :-)  Ég er að verða full montin með mig

Litla gullið hann Einar Breki kom til okkar fimmtudaginn 23.  Guðrún kom með hann og fór svo aftur sama dag suður án hans. Hún skrapp til bandarikjanna. En við fengum að hafa litla gullið í nokkra daga. Hann fór í gær, 29. á afmælisdaginn  Guðrúnar. Hann var svo góður allan tímann. Var meirisegja með mér í vinnunni á föstudaginn, og það gekk mjög vel. Gaman að fá að hafa hann. Mamma og pabbi pössuðu hann svo meðan ég var að vinna, mán-þrið-og miðvikudag, og það gekk rosalega vel. Hann fór meirisegja með mér í umbúðaskipti á sjúkrahúsið, sat bara í fanginu á mér á meðan. Hann bræddi konuna þar. Hvernig er annað hægt. Nú er orðið frekar tómlegt hjá okkur.

Við fórum kindarúnt í dag og í gær. Það komu svo margar niður, núna þegar snjóaði í fjöll. Við sáum 5 í viðbót. Blúndu, Kreppu, Djásn, Þóru og Gímu. Erum þá búin að sjá 30 kindur. Lömbin eru orðin 43. Ættu að vera orðin 45. Gíma var ekki með hrútinn sinn. Ég vona að hann sé bara farinn undan, en ekki dauður. Hún átti tvo hrúta og annar kom dauður, þannig að hún fór með einn á fjall og er orðin ein.

Nú eru 16 dagar í réttir. Við tökum að vísu forskot á sæluna, því Helgi smalar 14. á föstudeginum, til að létta á laugardeginum :-)

Nú þurfum við að fara að laga girðinguna á Möðruvöllum, þannig að þær geti farið þangað eftir réttir. Og svo er mikil vinna eftir í fjárhúsunum.

Svo ein að lokum.

Ragga Magga og Helgi á Bægisá, eru að útvega okkur tvo kálfa, til að ala upp. Þetta er Þórður litli, og Simmi litli er enn í móðurkviði. Við ætlum að vera með tvo kálfa í vetur. Hann er svo sætur þessi.

Molinn kveður.






clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

12 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

14 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

12 daga

Tenglar