Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1222
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1127
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 917485
Samtals gestir: 48438
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 11:20:04

11.06.2014 20:11

Útungun og fleira

Þessi kemur daglega, á morgnana og kvöldin, til að fá mjólkursopann sinn

Hér er Siggi Tumi að gefa henni sopann sinn, 17. maí

Bjössi að gefa pelann 18. maí


Einar Breki að gefa, 31.maí


Nú er hún búin að eignast vinkonu. Þær koma saman kvölds og morgna til að fá sopann sinn. Þessi litla var vanin undir gemling sem missti lambið í burði. Gemlingurinn veiktist og dó frá þessu lambi. Við verðum með tvo heimalinga í sumar. Það verður gaman fyrir alla krakkana sem verða hérna í sumar emoticon  


Þessi mynd er tekin 1. júní. Tvö barna rúm inni hjá okkur. Einar Breki er í ferða rúminu og Huginn í rimla rúminu. Það var ekki erfitt að hafa þá saman


Siggi Tumi kom 6. júní í sumardvöl, og verður í 9 daga. Hér er hann að gefa brauð. Hann er pínu smeikur við hrútana, en er kominn á öruggan stað


Birgir kom í dag, í sumardvöl, og verður í 14 daga. Hann byrjaði á því að slá garðinn og ætlar líka að raka grasið. Það er munur að fá svona vinnumann emoticon


Hér er þrílembingur undan Sælu. Hann vill fá klapp. Hann er ennþá gæfur síðan í vor.


Þessi gullmoli er búin að vera hjá ömmu og afa í nokkra daga. Hún er að fara á morgun. Ég er strax farin að sakna hennar. Hún er svo ótrúleg hún Ísabella. Hún getur leikið við alla krakka, alveg sama á hvaða aldri þau eru. 
Hún náði að knúsa Tanju sína í dag.


Við erum að unga út hænueggjum, í annað sinn. Ungarnir eru orðnir mánaðar gamlir úr fyrri útungunni og svo eru þeir að tínast úr eggjunum núna, úr seinni útungunni. Hér er einn að kíkja út. Þórður setti 24 egg í vélina og það klekjast út 23 egg.


Hér eru 19 stykki. Fjórir eftir að klekjast út.


Hér er Ísabella að fara með tvo unga í kassann


Þetta listaverk er eftir Siggu Þórðar tengda móður mína. Hún skar þessa hillu út og gaf Ogga syni sínum, í sextugs afmælisgjöf. Hún er náttúrulega bara snillingur, orðin 83 ára gömul.


Molinn kveður.







clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

12 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

14 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

12 daga

Tenglar