Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 950
Gestir í dag: 315
Flettingar í gær: 1760
Gestir í gær: 521
Samtals flettingar: 2026317
Samtals gestir: 234764
Tölur uppfærðar: 22.9.2020 16:01:22

19.08.2015 08:10

Yndislegt líf

Hvar skal byrja ?


Þessi fallegi drengur heitir Damian. Hann verður 7 ára í desember. Hann kom í fóstur til okkar 1. júlí og verður í eitt ár. Hann er að hefja skólagöngu núna eftir helgi. Hann fer í annan bekk og skólinn hans er Þelamörk (sundlaugarskólinn eins og hann kallar hann). Vonandi gengur það allt vel hjá honum. Hér er búið að vera mikið fjör frá því í byrjun júní og til dagsins í dag. Sumardvöl, helgardvöl, dagpössun og ömmu og afabörn. Ég held að það séu um 20 börn sem hafa dvalið hjá okkur þennan tíma.


Þar á meðal voru það þessi ömmu og afa gull, Einar Breki og Haukur Nói 


Og þessi ömmu og afa gull, Dagur Árni og Jökull Logi


Ömmu og afa gull kom líka í smá heimsókn, hún Árdís Marín. 

Við söknum þess að hafa ekki séð tvö ömmu og afa gull í sumar. Ísabellu og Kristófer. Vonandi líður ekki langur tími þar til við hittum þau.


Vinir okkar, Dísa, Emil og krakkarnir komu í heimsókn 11. ágúst. Það er alltaf svo gaman þegar við hittumst. Þakka ykkur innilega vel fyrir komuna elsku fjölskylda. 
Dísa er með heimasíðu sem er http://isak.123.is  
Endilega kíkið á síðuna hennar emoticon   
það er svo merkilegt við okkar vinskap, að hann byrjaði á netinu. Bara í gegnum síðurnar okkar. Kinda, kinda kinda vinkonur. Það er svo gaman emoticon  


Þessir bræður fæddust 22. apríl. Móðir þeirra var að losa sig við þá, var í rauninni að láta og þeir fæddust nánast andvana. Okkur tókst að koma lífi í þá, en þessi flekkótti dó fljótlega. Þessi hvíti lifði þetta af, en eitthvað hefur hann skaddast í höfðinu greyið. Hann flokkast undir það að vera þroskaheftur. Við höfðum miklar áhyggjur af honum í vor hvort hann mundi hafa það af í sumar. Hann reygir höfuðið aftur og gengur í hringi. Hann gerir þetta aðeins ennþá. Hann er hér í fjallshólfinu og hefur það bara mjög gott. Honum hefur nú samt farið mikið fram. Hann heitir Hringur emoticon


Hann hefur heldur betur stækkað. Er áreiðanlega orðinn um 40 kg.


Þessir eru líka upp í fjallshólfi. Þetta eru hrútarnir okkar


Við fórum upp í fjallshólf til að athuga með ber. Það eru ENGIN ber núna í ár. Það er líka ekki búið að vera neitt sumar hér. 
Júlli, Damian og Tómas


Við förum reglulega á kindarúntinn. Við sjáum mismargar í hverri ferð. Hér er Þóra með tvo hrúta. Þeir eru nú ekki hausfríðir þessir. Þeir eru undan Garra og hann er kollóttur.

Eitthvað er ég búin að setja inn af myndum, en þær eru nú ekki margar. Ég hef ekki verið dugleg að taka myndir í sumarMolinn kveðurclockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

8207756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgárdalur

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgárdal

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

6 ár

2 mánuði

10 daga

Tenglar

Eldra efni