Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 389
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 537
Gestir í gær: 177
Samtals flettingar: 2029329
Samtals gestir: 235606
Tölur uppfærðar: 26.9.2020 20:09:05

01.08.2017 09:12

Kindur og lömb

Kindarúnturinn er lélegri hjá okkur núna, heldur en hin sumrin. Kindurnar eru á öðrum stað. Við slepptum þeim ekki í Landafjallið eins og við höfum gert, heldur eru þær á Myrkárdal. En við erum búin að fara tvisvar til að gá hvort við sjáum ekki einhverjar. Við sáum nokkrar


Séð inn í botn á Myrkárdal


Gríma kom og þáði brauð


Hér eru lömbin hennar Grímu. Hrútur og gimbur, undan Strút


Þrír gemsar, Brók, Zeta og ég sé ekki hver þessi hvíta er. Þær voru mjög langt frá okkur. Brók er þessi sv.fl. og er með hrút undan Andrési og Zeta er þessi mó.fl. og er með gimbur undan Andrési


Kæna með tvær gimbrar undan Gera. Hún var frekar langt frá okkur, þannig að myndin er ekki alveg í fókus


Dagný með tvo hrúta undan Máv


Freydís með hrút undan Máv. Hún átti líka gimbur sem drapst fjögurra daga gömul


Hér eru þau líka. Freydís kom og þáði brauð


Brella með tvo hrúta og eina gimbur. Ég sé að annar hrúturinn er enn minnstur eins og þegar hann fæddist, þá var hann miklu minni en hin lömbin. Þau eru undan Eitli


Hrísla með tvo hrúta undan Máv


Della með tvær gimbrar undan Strút


Rist með gimbur undan Andrési. Hún var allra minnsta lamb sem fæddist þetta vor. Það hefur aðeins tognað úr henni. Ég sé ekki hver er með henni, en það er áreiðanlega geldur gemsi. Ég tek það fram að þær voru mjög langt frá okkur


Svo eru það nokkrar sem eru hér heima. Hér er Zelda með tvær gimbrar undan Eitli


Drífa með hrút og tvær gimbrar undan Þyrli


Flaska gemmsi með tvær gimbrar undan Gera. Eitthvað fóðraðist hún illa í vor og hefur ekki náð sér á strik


Bíbí þessi hvíta hyrnda. Hún var geld. Þessi hvíta kollótta er Ör gemmsi. Hún er með tvær gimbrar undan Gera. Hún fékk júgurbólgu í vor og lömbin eru frekar lítil. Svo er það Depla, þessi gráflekkótta. Hún er með hrút undan Strút


Hér er Depla með hrútinn. Hún var einlembd en hefur farið á stað með tvö


Þetta eru móðurlaus lömb. Þau eru undan Fjöður og Þyrli. Þau voru rétt um mánaðargömul þegar þau misstu móður sína


Tveir hrútar undan Gentu og Laxa


Melta með tvo hrúta undan Ára


Gulbrá með hrút og tvær gimbrar undan Þyrli

Læt þetta duga í bili

Ég á eftir að láta það eftir mér að labba inn á Myrkárdal áður en göngur verða. Hef lengi ætlað mér að gera það emoticon


Molinn kveður

clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

8207756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgárdalur

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgárdal

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

12 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

6 ár

2 mánuði

14 daga

Tenglar

Eldra efni