Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 973
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 1773
Gestir í gær: 420
Samtals flettingar: 934060
Samtals gestir: 50558
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 09:13:59

Færslur: 2020 Maí

31.05.2020 19:47

Fermingarveisla


Við fórum í fermingarveislu hér í sveitinni í dag. Fimman okkar stóð sig með prýði. Gekk rosalega vel með þau öll


Þetta er hann Saumur. Hann er þrílembingur undan 16-272 Dúddu og 19-597 Ótta. Þegar hann fæddist 6. maí, þá voru garnirnar á honum úti. Við brunuðum með hann til Elfu á Dýraspítalann og hún náði að setja garnirnar inn aftur og sauma fyrir. Hann er hinn sprækasti og ánægður með lífið


17-359 Randa með gimbrar undan 19-600 Gunnsa





Molinn kveður


30.05.2020 19:45

Ein eftir


Svona helgi hjá okkur. Fimm börn emoticon Við sváfum í húsbílnum í nótt, og ætlum að sofa þar næstu tvær nætur


Einn af fimm, kom með mér að gefa heimalingunum. Hann fékk ekki mikinn frið fyrir heimalingunum, en hann hafði gaman af þeim


Jæja það báru tvær í dag. Önnur þeirra átti að koma með tvö, en hún kom með eitt. Hin sem er gemlingur, kom með eitt. Þá er bara ein eftir. Við settum þessar tvær (sem við teljum hafa látið og eru geldar), út í gær. Það eru 582 lömb á lífi núna.
Núna þarf ekki að vakta fyrr en í kringum 10. júní. Þessi sem eftir er, átti að bera 26. maí. Hún hefur gengið upp emoticon


Hrútar undan 12-073 Ögn og 19-595 Tóka


17-334 Míka með hrút og gimbur undan 19-600 Gunnsa. Hún var þrílembd og það var hrútur sem fór undir 17-309 Krullu


Hrútar undan 15-225 Breddu og 18-835 Velli


Fóstursystur. Önnur er undan 18-399 Melónu og 17-821 Fálka. Hin er undan 12-079 Filmu og 16-819 Blika


14-151 Tætla með hrút og gimbur undan 18-591 Vita


14-613 Lokka með gimbrar undan 19-598 Glóa


Gimbrar undan 15-195 Hörpu og 16-820 Vidda





Molinn kveður


29.05.2020 20:31

Kindur og lömb


Hrútar undan 15-230 Duddu og 19-597 Ótta


16-286 Dríla með hrúta undan 19-598 Glóa. Dríla var þrílembd og þriðji hrúturinn fór undir 14-254 Skoppu


Heimalingarnir eru orðnir 14. Við fengum 5 í fóstur, í gær




Það fer vel um þau





Molinn kveður


28.05.2020 20:57

HÚSBÍLL


Við náðum í húsbílinn í dag. Þetta verður æðislegt emoticon


Þegar krakkarnir komu heim úr skólanum, ákváðum við að skella okkur í smá rúnt


Við keyrðum inn á Hrafnagil og buðum þessum gullmolum í kaffi. Við tókum smá rúnt með þeim. Þetta var og verður gaman


Ég fæ aldrei nóg af þessum snillingum

Æi litla hjólhýsagreyið hafði nóttina ekki af. Ég kom næringu ofan í hann, en ég tók svo eftir því að hann hafði ekkert pissað. Kannski hefur hann verið eitthvað stíflaður og dáið þess vegna

Það eru þá 580 lömb á lífi og enn eru 5 eftir, eða það eru líklegast bara 3 eftir, því það eru tvær, einn gemsi sem talið var eitt í og ein ær sem talið var tvö í, sem eru líklegast alveg steingeldar. Það kemur ekkert undir þær. Þær hafa að öllum líkindum látið. Þær fara út á morgun. Þá eru þrjár eftir





Molinn kveður


27.05.2020 20:40

5 eftir


Við vorum að kaupa okkur gamlan húsbíl


Algjör snilld. Kannski ferðumst við eitthvað í sumar

Hér eru nokkrar myndir









Oohh það er svo gaman af þessum. Þau eru orðin svo dugleg að drekka. Meirisegja þetta litla. Það fæddist í gær.
Það var ær sem var talin með eitt fóstur. Við vöndum undir hana. Það gekk brösulega að ná lambinu úr henni. Við komum líf í það, en hún vildi það ekki því hún var búin að vera svo lengi með lambið sem við vöndum undir hana. Svo eftir nokkra stund, þá fæddist þetta litla. Hún vildi það ekki heldur. Við gáfum því brodd og settum það svo í heimalingahópinn. Það spjarar sig vel og er búið að læra að drekka úr fóstrunni


Þetta er lambið sem gekk erfiðlega að ná og sem við komum líf í. Það fær að vera hjá okkur Týra inni í hjólhýsi. Það sýgur ekki, þannig að það fær sondu. Slöngu beint niður í maga. Það er ekki farið að standa upp. En vonandi braggast það

Nú eru 5 eftir og ég veit ekki hvort þær bera í bráð

581 lömb á lífi





Molinn kveður


26.05.2020 19:43

Systur


Þetta eru systurnar 18-403 Læpa og 18-404 Læna undan 14-611 Lundu og 13-982 Móra. Þær eru mjög samrýmdar. Í fyrra, þá var önnur tvílembd og hin var talin með einu fóstri sem átti að drepast. Hún var sett út með geldafénu, en hin fór út með tveimur lömbum. Þær náðu strax saman úti, fóru saman á fjall og komu saman af fjalli. Í nótt, þá ákváðu þær að bera á sama tíma. Önnur kom með þrjú (þessi sem var tvílembd í fyrra) og hin með tvö. Svakalega flott öll þessi 5 lömb. Núna eru þær í sitthvoru spilinu, hlið við hlið og fá svo að fara út saman eftir nokkra daga
Þetta er Læna með þrjá hrúta

Og þetta er Læpa með hrút og gimbur

Og hér eru þær


Heimalingarnir eru alveg búnir að ná þessu. Þeir eru orðnir fleiri. Við gátum vanið einn undir og þá urðu þeir 6. Við tókum svo eitt lamb, undan tveim þrílembum og þá eru heimalingarnir orðnir 8

Nú eru 7 eftir að bera

Einlembunum fækkar hjá okkur miðað við talningu. Nú eru þær orðnar 5 sem taldist eitt fóstur í, en þær komu með tvö lömb. Við erum búin að gera nokkrar einlembur þrílemdar, með því að venja undir þær. Við höfum tekið lömbin til baka. Núna er engin með þrjú lömb, og allar þrílembur bornar emoticon





Molinn kveður


25.05.2020 18:52

10 eftir


Þarna á bakvið froðuplastið er Starahreiður. Það eru komnir ungar og fuglarnir hafa varla undan að bera í þá fæði


Hér kemur hann með fæði

Og fer þarna á bakvið froðuplastið

Og þarna kemur hann til baka


Þessi gemlingur 19-450 Skrúða, bar í gær. Hún kom með þrjár gimbrar og allar jafnar og flottar. Því miður þurfti að aflífa eina þeirra, því garnirnar komu út á henni. Mjög sorglegt emoticon


19-453 Sónata kom með tvö flott lömb


Hrútar undan 13-606 Mýslu og 18-591 Vita


Þarna er verið að redda sér



17-370 Karþagó með gimbrar undan 17-581 Pits


Gimbrar undan 14-139 Hrífu og 17-586 Nóa


Hrútar undan 15-193 Hugljúf og 19-597 Ótta


Hrútur og gimbur undan 16-275 Kólgu og 17-586 Nóa



Hrútur og gimbur undan 16-299 Bólu og 18-591 Vita


Við skruppum niður á engi. Grágæsaregg

10 kindur eftir





Molinn kveður


24.05.2020 20:33

Drónaflug og fl.

Ég tók smá drónaflug í dag. Það sést vel kalið í túnunum












Þeir bræður eru búnir að vera í girðingarvinnu um helgina. Nú sjá þeir fyrir endann á þeirri vinnu





Sælir, ánægðir og þreyttir


13-117 Skupla með hrúta undan 16-820 Vidda


Hrútur undan 14-162 Örk og 16-820 Vidda


16-300 Drottning með gimbrar undan 19-601 Safír



Hrútur og gimbur undan 18-438 Skræpu og 16-108 Bláma


11-051 Urð með gimbur undan 17-832 Bruna


18-385 Mantra með hrúta undan 19-596 Inda


Gimbur undan 15-245 Mosu og 17-586 Nóa


13-109 Kræða með hrút undan 19-597 Ótta

Enn eru 12 eftir





Molinn kveður


23.05.2020 20:19

Lambærnar fengu að fara á túnin


Þær voru glaðar í dag, þegar við opnuðum hliðið á þetta tún


Þær létu ekki segja sér það tvisvar að þær mættu fara á túnið




Og þessar fóru suður fyrir fjárhús. Nú fer vonandi að koma flott beit

12 eftir og 568 lömb á lífi





Molinn kveður


22.05.2020 21:48

Heimalingar


Jæja það fór þá aldrei svo að það væru ekki heimalingar hér. Við erum með 7 heimalinga. Við fengum okkur lambafóstru og nú er að kenna þeim að nýta sér hana


Þau eru frekar treg, en þetta kemur



Hrútur og gimbur undan 15-236 Hexíu og 19-601 Safír


15-623 Elsa með hrúta undan 19-597 Ótta


Vel tekið í tugguna

13 eftir og 566 lömb á lífi





Molinn kveður


21.05.2020 20:26

Kindur og lömb


15-242 Galía með hrút og gimbur undan 17-586 Nóa


17-338 Búska með hrút og tvær gimbrar undan 19-600 Gunnsa


19-008 Guðna líður nú bara vel þarna


18-598 Jónas. Hann fær sko ekki að fara á fjall í sumar. Hann skilaði sér ekki af fjalli fyrr en í desember í fyrra og þá var sláturtíminn útrunninn. Þetta er sauður sem átti að fara í hangikjöt síðasta haust


19-458 Skífa með hrút og gimbur undan 19-599 Krapa. Hún er að gera það gott


Gimbur undan 14-139 Hrífu og 17-586 Nóa


19-446 Mara með hrút og gimbur undan 19-599 Krapa

Enn eru 14 eftir






Molinn kveður


20.05.2020 21:39

Rigning í dag

Það er búið að rigna þónokkuð í dag, sem er gott og ekki gott. Það er gott fyrir áburðinn sem borinn var á túnin í gær, en ekki gott fyrir lömbin. Þau finna samt lítið fyrir þessu. Bera sig vel


Féð er ótrúlega rólegt, þó það rigni


En þeim finnst líka gott að geta komið inn. Þær komast inn í fjárhúsin, refaskálann og gömlu fjárhúsin. Það er gott að vita af því að þeim líður ekki illa

Nú eru 14 kindur eftir að bera

Það eru 564 lömb á lífi

Ein af þessum sem bar í morgun, kom með tvö, en það var talið í henni eitt fóstur





Molinn kveður


19.05.2020 18:57

Áburður borinn á túnin


Áburður borinn á í dag, á stykki 3, 8, 9, 4 og 5


17-333 Múa með hrúta undan 16-824 Breka


15-211 Seila með hrút og gimbur undan 17-832 Bruna


17-365 Þura. Hún var sædd, en gekk upp og er geld

Það voru þrjár ær sem talin voru 2 fóstur í, en þær komu með 3 lömb

Svo voru tvær ær sem talin voru 3 fóstur í, en þær komu með 4 lömb

Ein var talin með eitt fóstur, en hún kom með tvö lömb

Á lífi eru 283 gimbrar og 275 hrútar

Enn eru eftir 18 kindur





Molinn kveður


18.05.2020 22:33

19 ær eftir


Gott veður og þá er útikaffitími emoticon

Nú eiga 19 kindur eftir að bera. Það eru 557 lömb á lífi. Það verður sauðburður vel fram í júní emoticon





Molinn kveður


17.05.2020 19:55

Kindur og lömb


16-278 Seigla með hrút og gimbur undan 19-595 Tóka


19-455 Hýra með gimbur undan 19-594 Darra


16-627 Signa með hrút og gimbur undan 17-831 Amor


16-285 Brók með hrút og gimbur undan 19-595 Tóka


16-300 Drottning með gimbrar undan 19-601 Safír


18-406 Prinsessa með hrúta undan 19-601 Safír


17-378 Kleópatra með gimbrar undan 19-600 Gunnsa


14-160 Della með hrút undan 19-597 Ótta


14-151 Tætla með hrút og gimbur undan 18-591 Vita


Damian er búinn að svæfa lömbin. Hann ákvað að setjast í króna og athuga hvort lömbin kæmu ekki til hans. Hann á þessa goltóttu, Galíu og lömbin sem liggja hjá henni





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

23 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

26 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

24 daga

Tenglar