03.04.2008 21:49
Jæja.
Ég var nú að koma úr vinnunni, síðan kl. 6:30 í morgun, og er að byrja að vinna kl. 5 í fyrramálið. Það eru svo miklar breytingar þarna í samlaginu að sumir eru búnir að vera að vinna langt fram á nótt, þannig að ég get nú ekki kvartað. En þetta lagast nú bráðum held ég. Jú ég er líka að vinna á laugardaginn. Ég fékk pitsu í vinnunni. :-)
Ég var framm eftir öllu að reyna að setja inn myndir í gærkvöld, en það tókst ekki. Það er komið nýtt forrit til að setja inn myndir og það virkaði ekki hjá mér. Ætla ekki að reyna í kvöld. Er að fara í bað og svo að sofa.
Molinn kveður.