Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1058
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076300
Samtals gestir: 58072
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 09:41:43

Færslur: 2008 Júlí

30.07.2008 21:14

Jarðaför

Hæ, hæ !

Jæja ég skellti mér suður í hádeginu með flugi, og kom aftur heim kl. átta í kvöld. Það var verið að jarðsyngja Pöllu systir mömmu, en hún dó daginn fyrir afmælið mitt, 22. júlí. Elsku Palla mín blessuð sé minning þín.
Þórður sá um drengina á meðan og fór létt með það. Þeir fóru í sveitina og Lyngbrekku og fannst mjög gaman eins og alltaf.
 En sveitadurgurinn ég, það er svo voðalega langt síðan ég fór í flugvél síðast, held að það hafi verið þegar Þórhallur var svona fjögra ára eða sem sagt fyrir 12 árum. Flugfreyjan kom og bauð mér upp á kaffi og fl. Ég þáði kaffi og ætlaði að borga fyrir það, vissi ekki að það var í boði. Þegar svo flugfreyjan rétti mér kaffið á bakka þá ætlaði ég að taka bakkann af henni, en það átti ég víst ekki að gera. Vissi það ekki. Var einmitt að spá í það hvað ég fengi marga súkkulaði mola með kaffinu. Ég veit ekki hvað konan hefur haldið um mig.
Þessi ferð var mjög góð þótt stutt væri.

Molinn kveður.

26.07.2008 22:00

Sveitin

Já halló !!!

Við erum búin að vera í sveitinni í dag og líka Lyngbrekku. Ég setti inn myndband af Guðrúnu Helgu, og er að spá í að setja inn fleyri myndbönd, sé til.   Svo setti ég inn myndir af deginum í dag.

Það er búið að vera mjög gott veður í dag. Hitinn fór í 23 gráður. Bara hot.

Molinn kveður.

25.07.2008 22:37

Allt gengur vel

Góða kvöldið hér.

Það gengur mjög vel með Júlla og Sigga Tuma.

Guðrún Helga er hér hjá okkur, hún kom í gærkvöld. Við erum búin að vera í Lyngbrekku í dag. Við grilluðum, og eftir matinn fórum við Guðrún, Júlli og Siggi Tumi í göngutúr. Við ætluðum að labba frá Lyngbrekku að Rauðalæk, en löbbuðum ekki alla leið. Þórður kom og sótti okkur, því við fundum kettling á leiðinni og hann var mjög órólegur við það að láta halda á sér. Hann var niður við þjóðveg og mjálmaði eins og óður væri, því hann var langt frá öllum húsum. Við fórum með hann í Rauðalæk, en þar var ekki tekið vel á móti honum. Læðan þar á bæ var ekki að sætta sig við að fá einhvern ókunnugan kött inn á heimilið og réðist á hann. Við ákváðum þá að fara með hann í Vindheima til Brynjars og viti menn hann átti köttinn. Og það var nú gott. Við urðum líka vitni af því að það var bíll sem keyrði á spóa unga. Hann var að flýja undan okkur og hljóp í opinn dauðann. Strákarnir horfðu upp á þetta og þeim fannst þetta mjög sorglegt. Enda var það mjög sorglegt að horfa upp á þetta.

Ég setti inn myndir frá deginum í dag og svo var ég líka búin að setja inn myndir frá afmælisdeginum mínum.

Molinn kveður.23.07.2008 09:11

AFMÆLI

HALLÓ ALLIR  !!!!!!!!

Eins og flest allir vita þá á ég afmæli í dag, og af því tilefni ætla ég að taka á móti gestum í Lyngbrekku í dag (ef veður leyfir). Sjáumst.

Molinn kveður.

20.07.2008 23:23

Fjör

Hæ!!!

Jæja allt gengur vel hér hjá okkur. Við erum búin að vera í Lyngbrekku og skruppum í Rauðalæk. Svo fórum við Júlli og Siggi Tumi á Ársskógssand og náðum í Þórhall. Hann var í Hrísey um helgina. Við þurftum að bíða eftir skipinu og fórum í fjöruna þar. Þar voru þeir að fíla sig í botn.

Já Guðrún það eru komnir tveir grísir í Rauðalæk. Og í dag kom  hænuungi úr eggi. Hver veit hvað kemur næst. Júlla og Sigga Tuma leiddist ekki að fara í sveitina í dag. Við fórum líka í sveitina í gær. Nú þarf maður ekki að fara á Krossa. Þau fara að slá þeim út.

Já þeir Siggi Tumi og Júlli hafa farið í pottinn á hverjum degi í Lyngbrekku.

Molinn kveður.

19.07.2008 23:10

Lyngbrekka

Halló!!!

Jæja hér eru þeir mættir Siggi Tumi og Júlli. Þeir komu í gær og ætla að vera til 3. og 4. ágúst. Það gengur vel með þá. Við erum búin að vera í Lyngbrekku og þeir eru ánægðir með það. Ég setti inn myndir 18-19 júlí.

Molinn kveður.

13.07.2008 11:41

Svalur Þórður

Já góðan dag hér !!!!!

Það hafa nú ekki verið mikið um skrif hér. Við erum búin að vera svo mikið í Lyngbrekku að smíða. Já það er búið grindverkið í kringum pallinn, allt nema skrautið sem á að koma fyrir ofan. Þannig að pallurinn er orðinn barnheldur. Komin tvö hlið.

Já eins og ég sagði þá erum við búin að vera mikið í Lyngbrekku og ég verð að deila með ykkur einni ferðinni þangað.

Þannig var að við erum komin framhjá gatnamótunum á Dalvík og erum að verða komin að Grjótgarði þegar tveir bílar eru stopp sitthvoru megin á veginum. Það var með naumindum hægt að troða sér á milli til að komast áfram. Jú þetta voru bara menn að kjafta saman. Halló er ekki verið að sekta fyrir svona lagað????? Ja ég spyr. EN vitið þið ??? Annar bíllinn var lögreglubíll og ekki með blikkljósin, þeir voru BARA að kjafta. En hvað haldið þið að minn maður hafi gert? JÁ HANN KEYRÐI Í GEGN MEÐ FLAUTUNA Í BOTNI. Lögreglumaðurinn horfði skömmustulega á okkur og setti blikkljósin á í svona 5 sek. En það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón.

Jæja allt gengur vel hér. 

Molinn kveður 

06.07.2008 23:12

Allt gengur vel

Halló !!!!!

Jæja helgin búin. Svosem allt í lagi, því ég er í fríi. Ég fór nú í vinnuna á föstudag og laugardag, þótt ég væri í fríi. Ég var kolluð út. En ég þarf ekki að fara að vinna fyrr en eftir versló.

Það gengur vel hjá mínum manni. Hann er að halda áfram með grindverkið meðfram pallinum. Ég setti inn myndir af helginni, og þið getið séð hversu mikill snillingur hann Þórður er. HVERNIG FINNST YKKUR STEINASKRAUTIÐ Á VEGGNUM ??????

Molinn kveður.

02.07.2008 10:46

Sæla, sæla

Já komið þið sæl og blessuð !!!!!!

Jæja potturinn er æði. Við vígðum hann á sunnudaginn eins og þið vitið, og við erum búin að fara í hann á mánudag og í gær. Og förum líklegast líka í dag. Í gær var svo mikil rigning, að það var varla hægt að segja að það hafi verið nauðsinlegt að fara í sturtu. Bara sjampó í hárið og bíða aðeins. En við notum auðvitað alltaf sturtuna. Og ég verð að segja að hann Þórður er algjör snillingur. Hann getur auðvitað gert allt sem honum dettur í hug að gera og gerir það snilldarlega. Hann fær 11 í einkunn af 10 mögulegum fyrir þetta. Þetta er svo vel gert hjá honum. OG ÉG ER SVO ÁNÆGÐ MEÐ ÞETTA.

Jæja nú er Helgi Björns í spilaranum hjá mér. Þessi diskur sem hann var að gefa út er algjör snilld.

Það er algjör sæla hjá mér núna ég er í fríi fram yfir versló. Júlli og Siggi koma 18.  júlí og verða í 16 daga samfellt. Þeir fara aftur 3. ágúst. Við verðum mikið í Lyngbrekku í fríinu okkar. Það er svo mikil sæla.

Molinn kveður.
  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar