Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076877
Samtals gestir: 58088
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 01:11:31

Færslur: 2011 Desember

30.12.2011 14:45

VOR 2012 er málið

Þá er nú orðið tómlegt í kotinu. Guðrún Helga og Einar Breki eru farin suður. Vona bara að það líði ekki meira en þrjár vikur þangað til að ég sjái litla gullmolann minn aftur. Er strax farin að sakna hans. emoticon
Ég er búin að vera að skoða myndir af síðasta sauðburði. VÁ HVAÐ ÉG HLAKKA TIL VORSINS 2012. Get bara varla beðið eftir því. Ég gat ekki setið á mér, og setti inn nokkrar myndir frá sauðburði emoticon 
Nú ætla ég að fara að vinna á mánudaginn, eftir tveggja vikna veikindafrí. Ég kemst að vísu ekki enn í neina skó, nema víða og góða eins og fjárhússkórnir mínir eru. Það er að vísu búið að skera úr vinnuskónum, þannig að það er gat fyrir kúluna sem er enn á ristinni á mér. Ég ætti að geta verið í þeim. Þessi kúla á að hjaðna á nokkrum mánuðum, þannig að ég þarf bara að vera þolinmóð. Það er komið svar úr ræktuninni á æxlinu, bandvefur og örvefsmyndun, sem sagt besta mál.

Molinn kveður.

28.12.2011 12:00

Í faðmi fjölskyldunnar

Ég er búin að hafa það frekar notarlegt yfir jólin, í faðmi fjölskyldu minnar. Guðrún Helga, Jón Tómas og Einar Breki eru búin að vera hér hjá okkur, og eru enn. Þau fara í dag eða á morgun. Sigurjón, Sólveig, Dagur Árni og Jökull Logi voru hér á Akureyri yfir jólin. Þau gistu í leiguíbúð. Þau fóru heim til sín í dag. Friðrik og Yumiko komu líka fyrir jól, og verða frammyfir áramót. Þau gista í Maríu íbúð. Við fórum í matarboð á jóladag, til Siggu tengdamömmu. Þar kom fólkið hans Þórðar saman, og borðaði á sig gat, eða allt að því. Við fórum svo í annað jólaboð, sem var annan í jólum, og það var hjá bróður mínum, Jóni Birki. Þar kom fólkið mitt saman, og borðaði mikið og vel. Við erum 6 systkinin, og skiptumst á að halda jólaboð. Jón Birkir er yngstur, og var að klára hringinn með þessu boði. Þannig að næsta jólaboð verður hjá DROTTNINGUNNI, henni Hafeyju, sem er elst. Semsagt er þetta búinn að vera yndislegur tími, núna um jólin.
Ég er öll að jafna mig í fætinum. Ég tók saumana úr í fyrradag, og þetta lítur ágætlega út. Það er að vísu enn mikil kúla, sem ég er að vona að eigi eftir að hjaðna. Ég kemst ekki ennþá í skó. Að vísu kemst ég í fjárhússkóna mína, sem eru vel stórir á mig. Ánægð með það emoticon
Núna er komið í ljós hverjar héldu, sem voru sæddar. Við létum sæða 7 ær, og tvær gengu upp. Við létum sæða 4 með Snæ, en ein gekk þar upp, og svo létum við sæða 3 með Þrist, en ein gekk þar upp líka. Þær eru þá 3 með Snæ, og 2 með Þrist. Það eru allar gengnar nema ein gimbur, sem ætlar sér ekki að ganga. Ef engin gengur upp núna það sem eftir er, þá er sauðburðurinn svona :
25.apríl 10 kindur
26.apríl 11  - " -
27.apríl  6   - " -
28.apríl 14  - " -

29.apríl  4  - " -
04.maí   1  - " -
06.maí   1  - " -
08.maí   2  - " -
10.maí   1  - " -
11.maí   1  - " -
13.maí   2  - " -

Ég ætla svo að setja inn myndir.

Molinn kveður.

19.12.2011 23:20

Hækjur eru í uppáhaldi núna

Vá, heilsan er ekki búin að vera góð, eins og á föstudaginn þegar ég var ný komin úr aðgerðinni. Ég fann ekkert fyrir neinu þá, en hef ekki getað stigið í fótinn síðan. Ég staulast bara um á hækjum. Ég er talsvert bólgin, en vona að verstu dagarnir séu búnir, og þetta fari allt að lagast.
Guðrún og Einar Breki komu á sunnudaginn, og verða frammyfir jól. Það var svo gott að fá að knúsa hann. Hann hefur stækkað og styrkst síðan ég sá hann síðast, og það var um mánaðarmótin nóv. des.
Dagur Árni kom líka á sunnudaginn, og hann kom einn með flugi. Hann er orðinn svo stór og duglegur. Það er svo gaman að fá að hafa hann. Þetta er þriðja árið sem hann er hjá okkur,ömmu og afa, í ca. viku, eða meira, fyrir jól.
Eins og ég sagði þá staulast ég um á hækjum, og get ekki gert neitt. Ég fékk skemmtilega heimsókn í dag, og það var hún mamma mín sem kom og þreif hér húsið fyrir mig. Hún er eins og stormsveipur. Allt orðið svo hreint og fínt. Takk elsku mamma mín. Guðrún Helga og Dagur Árni eru svo búin að skreyta, þannig að þetta er allt að koma hér. Æðislegur dagur.
Ég setti inn nokkrar myndir af gullunum mínum.

Molinn kveður.

16.12.2011 20:17

Heilsan góð :-)

Jæja þá er búið að taka þetta æxli af ristinni á mér. Hann skar dýpra og stærra en síðast. Svo þurfti líka að meitla burt bein, af beini. Meinið sendi hann í rannsókn, og kemur niðurstaða úr því eftir 10-15 daga. Það tekur svona langan tíma út af jólunum. Ég var svæfð, og svaf í heila klukkustund. Þetta tók lengri tíma, heldur en speglun á hnénu, sem ég er búin að fara tvisvar í. Ég svaf þá bara í 30 mín. Ég var komin heim núna, 45 mín. eftir að ég vaknaði úr svæfingunni. Bara svona eldhress. Hann setti deyfingu í sárið, og ég held að hún sé enn virk. Finnst samt eins og hún sé að fara úr.  En nú vona ég að þetta sé farið og verði orðið gott eftir nokkra daga. Ég er búin að fara  í sjö svæfingar um ævina. Vona að þær verði ekki fleiri.
Það eru þrjú afmæli í ættinni, í dag. Simmi, bróðir Þórðar, Jón Birkir bróðir minn, og Jökull Logi ömmu strákurinn minn, eiga allir afmæli. Til hamingju með það strákar mínir.
Nú á eftir að halda fjórum kindum. Þetta fer nú að verða skrítið ef þær fara ekki að ganga.
Júlli og Siggi eru hjá okkur þessa helgi.
Ég ætla að taka þessari helgi í rólegri kantinum emoticon


Molinn kveður.

14.12.2011 21:56

Gullið þriggja mánaða í dag

Vá hvað tíminn líður hratt. Einar Breki ömmugullið mitt er þriggja mánaða í dag. Mikið hlakka ég til um næstu helgi. Þá get ég knúsað hann. Þau Guðrún koma líklegast á sunnudaginn, og verða hér um jólin. Nonni verður líka hér, en ég veit ekki hvenær hann kemur. Það er svo mikið að gera hjá honum.


Einar Breki 3ja mánaða


Nú erum við búin að halda öllum kindunum, nema 5, sem týndu svampnum. Vona svo innilega að þær fari að ganga. Ég þarf svo að fara að reikna út hvenær sauðburður byrjar. Ég held samt að fyrstu lömbin komi 24. apríl, ef ekkert breytis.  Gaman að fá lömb svona snemma :-)
Nú kemur það í ljós á morgun, hvort ég fari í aðgerð á föstudaginn. Ef svo er, þá á að taka æxlið af ristinni á mér. Ég verð þá svæfð, og það verður skorið mun dýpra og meira, en þegar það var skorið síðast. Það verður líka skrapað af beinum. Nú ætlar hann að reyna að komast fyrir þetta mein, þannig að það komi ekki aftur emoticon  En þetta kemur allt í ljós á morgun.

Molinn kveður.

05.12.2011 18:19

:-)

Jæja nú er þetta orðið gott af veikindum hér. Ég er búin að vera með magapest síðan á miðvikudag. Ég held að ég sé loksins að verða góð, og ætla að reyna að fara í vinnuna á morgun. Ég hef nánast ekkert borðað í 5 daga, en lystin er að koma hægt og rólega. Ég varð fyrir svo miklu vökvatapi, að ég léttist um 4-5kg.  Ég verð nú snögg að ná þeim til baka þegar ég er búin að jafna mig á þessu öllu.
Fengitíminn er byrjaður. Við erum búin að halda 17 kindum og láta sæða 7.  Restinni verður svo haldið á næstu dögum. Svo vitum við ekki hvenær þær ganga sem misstu svampinn. Við létum sæða 4 með Snæ og 3 með Þrist. Við ætluðum svo að láta sæða forystukindurnar með Jóakim, en hann meiddist eitthvað og náðist ekki sæði úr honum. En þær fóru undir forystuhrúta á Brakanda.

Molinn kveður.

02.12.2011 11:27

Tómlegt hér aftur

Guðrún og Einar Breki fóru suður á þriðjudaginn,
Fyrstu svamparnir voru teknir úr í dag, eða úr 11 stk. Við létum svampa allar 54, og ég held að 6 séu búnar að týna svampi. Alveg er þetta hundleiðinlegt að geta ekki samstyllt þær. Jæja lengri sauðburður í vor. Vona bara eftir góðu veðri.
Júlli og Siggi eru að koma í dag, og verða hjá okkur um helgina.

Ein hér af ömmugullinu mínu. Sætilíus Einar BrekiMolinn kveður.

 
  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar