Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076756
Samtals gestir: 58083
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 00:06:58

Færslur: 2012 Ágúst

30.08.2012 22:00

16 dagar :-)

 
Nú er kominn tími á skrif hér.

Ég er á góðri leið með að vera orðin góð í fætinum. Ég held að orkan frá Snæfellsjökli hafi virkað Dísa.
Takk fyrir það. Sárið er alveg að verða gróið. Bara spurning um nokkra daga.

Ég fór í það í síðustu viku að kaupa mér skó.  Það var alveg kominn tími á það. Ég meirisegja keypti tvö pör, bæði inni og útiskó. Ég get alveg verið í þeim án mikils sársauka. Ástæðan fyrir þessum skókaupum eru, að ég datt nefnilega tvisvar alveg flöt, í vinnunni, og var svo heppin að sleppa ómeidd. Allt vegna þess að Þessir skór þola ekki smá bleytu á gólfi, og verða þá að skautum.

Ég hef verið í þessum skóm, ef skór skulu kallast, síðan fyrir ca. ári, þegar kúlan birtist á ristinni.


Flottu nýju útiskórnir mínir.


Þetta eru svo flottu inniskórnir mínir.

Ég varð bara að deila þessu með ykkur, því það tellst til tíðinda ef ég kaupi mér eitthvað. Svo er spennandi að vita hvort ég get verið í gönguskónum mínum, og farið upp í hlíðina og smalað fénu :-)  Ég er að verða full montin með mig

Litla gullið hann Einar Breki kom til okkar fimmtudaginn 23.  Guðrún kom með hann og fór svo aftur sama dag suður án hans. Hún skrapp til bandarikjanna. En við fengum að hafa litla gullið í nokkra daga. Hann fór í gær, 29. á afmælisdaginn  Guðrúnar. Hann var svo góður allan tímann. Var meirisegja með mér í vinnunni á föstudaginn, og það gekk mjög vel. Gaman að fá að hafa hann. Mamma og pabbi pössuðu hann svo meðan ég var að vinna, mán-þrið-og miðvikudag, og það gekk rosalega vel. Hann fór meirisegja með mér í umbúðaskipti á sjúkrahúsið, sat bara í fanginu á mér á meðan. Hann bræddi konuna þar. Hvernig er annað hægt. Nú er orðið frekar tómlegt hjá okkur.

Við fórum kindarúnt í dag og í gær. Það komu svo margar niður, núna þegar snjóaði í fjöll. Við sáum 5 í viðbót. Blúndu, Kreppu, Djásn, Þóru og Gímu. Erum þá búin að sjá 30 kindur. Lömbin eru orðin 43. Ættu að vera orðin 45. Gíma var ekki með hrútinn sinn. Ég vona að hann sé bara farinn undan, en ekki dauður. Hún átti tvo hrúta og annar kom dauður, þannig að hún fór með einn á fjall og er orðin ein.

Nú eru 16 dagar í réttir. Við tökum að vísu forskot á sæluna, því Helgi smalar 14. á föstudeginum, til að létta á laugardeginum :-)

Nú þurfum við að fara að laga girðinguna á Möðruvöllum, þannig að þær geti farið þangað eftir réttir. Og svo er mikil vinna eftir í fjárhúsunum.

Svo ein að lokum.

Ragga Magga og Helgi á Bægisá, eru að útvega okkur tvo kálfa, til að ala upp. Þetta er Þórður litli, og Simmi litli er enn í móðurkviði. Við ætlum að vera með tvo kálfa í vetur. Hann er svo sætur þessi.

Molinn kveður.
20.08.2012 07:56

26 dagar :-)

Við fórum kindarúntinn okkar í gær, og viti menn, enn bættist í hópinn. Það voru þær Bára og Rjúpa. Þá er kindatalan komin í 25, og lömbin orðin 37.  Við sáum aftur Brák með fjórlembingana, því Snegla var þarna líka. Ég náði því aftur myndum af þeim saman :-) Svarti hrúturinn hennar er enn gæfur síðan í vor. Hann sótti mikið í það að fá klapp þá og gerir það enn. Bára er með öngulhyrndan hrút, og Rjúpa er með hrút og gimbur.  Mjög flott og stór lömb.

Við fórum í giftingu, á laugardaginn, og það alveg til Hornafjarðar. Ca. 50 km. lengra en Höfn.  Sandra (dóttir Simma) og Kristinn voru að gifta sig. Við lögðum af stað kl. 7 á laugardagsmorgunn og vorum komin aftur heim kl. 8 á sunnudagsmorgunn. Við keyrðum rúma þúsund kílómetra.  En það var þess virði, því þessi stund var mjög góð. Það var þvílíka flotta veislan hjá þeim.  Við vorum þreytt þegar við komum heim. Sváfum smá og fórum svo á kindarúntinn :-)

Nú eru 26 dagar í réttir. Það er jákvætt. En hinsvegar er kapphlaup hjá mér að láta sárið vera orðið gróið á ristinni á mér, svo ég geti nú verið með :-) Ég er laus við sárasuguna sem var sett á sárið, og látið vera á í viku. Ég þarf að láta skipta um á þessu daglega ennþá. Þórður og Birta  gerðust hjúkrunarfræðingar um helgina. Þórður skipti um á þessu á laugardaginn, og Birta á sunnudaginn. Fékk frí frá sjúkrahúsinu um helgina, því ég vara að fara þessa ferð. Sárið hefur nú minkað mikið. Sem betur fer þá er þetta nú á réttri leið.

Molinn kveður.

14.08.2012 22:23

Ha, ha enn kindarúntur

Þórður bauð mér á rúntinn eftir vinnu í dag, og við enduðum á kindarúnti. Alveg óvænt. Það bættust 5 kindur í hópinn, og þá eru þær orðnar 23, og 9 lömb bættust í lambahópinn, og þá eru þau orðin 34. Þær sem  bættust í hópinn voru þær Brák með þrjú, en hún var fjórlembd, og fjórða lambið var vanið undir Sneglu. Það var svo gaman að Snegla var þarna líka, þannig að ég náði mynd af fjórlembingunum öllum saman. Svo voru Nótt með tvær gimbrar, Zelda með hrút og gimbur og svo Mía með einn hrút. Hún á að vera með tvo hrúta. Um daginn þegar ég sá Klukku, þá var lítið lamb með henni og mig grunaði þá að þetta litla lamb gæti verið undan Míu. Var samt að óska að svo væri ekki. Ég held samt að það hafi reynst rétt. Annar hrúturinn hennar hefur villst undan henni. Það verður mikill lambamunur á þeim í haust. Ég setti inn myndir :-)

Ömmustrákurinn minn, hann Kristófer Daði á afmæli í dag. Hann er 12 ára guttinn. Til hamingju elsku Kristófer minn

                                                                                                                                   Og annar ömmustrákurinn minn er 11 mánaða í dag.  Litla gullið mitt, hann Einar Breki. Vá hvað tíminn flýgur áfram. 

Og í dag eru 3 ár liðin síðan Margrét, svilkona mín kvaddi þennan heim. Blessuð sé minning þín elsku Magga mín.

 

Molinn kveður. 

 

                                                                                                                                                  


 

13.08.2012 10:45

Landbúnaðarsýningin flott

Þá er nú afstaðin þessi frábæra helgi, að frátöldu þetta með hrútinn okkar. Ég fékk tölvuna heim í gær, og lánaði hana bara aftur í dag. Ég gat sett inn myndir bæði af fénu og sýningunni. Sýningin verður búin kl. 17 í dag. Ég fór á föstudaginn og sunnudaginn á þessa flottu sýningu. Ég var nú eiginlega bara á Landbúnaðarsýningunni. Hún var svo flott. Hafið það gott :-)

Molinn kveður.

11.08.2012 22:40

Úff, ekki góður dagur

Þessi dagur er búinn að vera góður og slæmur. Góður að því leiti, að við fórum rollurúntinn okkar, og sáum 4 til viðbótar með 8 lömb. Það voru þær Ófeig, gemsi með tvö, Tabbý, Módís og Gullbrá. Ófeig er með gimbrina sem var skorin úr Lukku, og svo átti hún hrút sjálf. Gimbrin er gullfalleg, já og hrúturinn líka. Mjög stór öll þessi 8 lömb. Þá erum við búin að sjá 18 kindur og 25 lömb. Við sáum líka nokkrar sem við vorum búin að sjá áður. En svo er dagurinn líka búinn að vera slæmur. Við vorum á rollurúntinum, og sáum þar á meðal Botnu. Hún kom hlaupandi til okkar með annan hrútinn, en hinn fylgdi henni ekki. Við vorum dágóðann tíma þarna, og fórum svo lengra til að sjá fleiri. Þegar við komum svo til baka, þá var hrút greyið enn á sama stað, og ekki hjá Botnu. Við fórum nú að athuga um hann, og þá blasti við okkur frekar ömurleg sjón. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, en endaþarmurinn, eða ristillinn lafði niður á hækla. Það var eins og stórt og langt bjúga stæði afturúr honum. Frekar ógeðslegt. Ég veit ekki hvað hefur komið fyrir. Við fórum heim, náðum í kerruna og græjuðum okkur fyrir að slátra greyinu. Þegar við komum aftur, þá gáfum við kindunum brauð en þurftum að ná í hrútinn, því hann fylgdi ekki kindunum. Þegar hann kom, þá fór hann að borða brauðið, og við náðum honum, settum hann á kerruna og fórum með hann í Möðruvelli og slátruðum honum. Það er gott að hann þarf ekki að kveljast lengur greyið. Sverrir á Djúpárbakka hjálpaði okkur. Hann var snöggur að græja þetta. Hrúturinn var 42 kg. og skrokkurinn af honum  var 20,5 kg. Ekkert smá lamb, og það er bara 11. ágúst. Bróðir hans verður mikill eftir mánuð eða svo. Botna hefur alltaf átt svo stór og þung lömb. 

Ég tók myndir af kindunum, en ég get ekki sett þær inn, fyrr en á mánudaginn, því tölvan mín er í láni á landbúnaðarsýningunni á Hrafnagili. Ég er bara í svona mínitölvu sem ekki er hægt að setja inn myndir, eða það tæki heila eilíf.

Við fórum á Landbúnaðarsýninguna í gær, eða sko ég og strákarnir, því Þórður var að vinna þar nærri allan daginn. Við ætlum svo aftur á morgun. Þórður verður að vinna þar líka þá. Þetta er mjög stór og mikil sýning. Mjög gaman að fara þangað. Ég tók myndir þar í gær, og þær fara hér inn á mánudaginn þegar ég fæ tölvuna mína. Kanski tek ég líka myndir á morgun.

Molinn kveður.


 

10.08.2012 08:05

Rollurúntur

Ég bloggaði hér í gær, en það bara hvarf. Svo ég reyni aftur.

Við fórum rollurúnt í gær, og það bættust fjórar í hópinn, en ekki nema tvö lömb. Ég verð að fara að hitta þrílemburnar til að hala upp tölunni á lömbunum. Það eru komnar 14 kindur, en ekki nema 17 lömb.  Þær sem bættust í hópinn núna eru Tanja, hún er geld, Sæla, hún lét í vor, Krúna, hún er bara með eitt, því að í fósturtalningu kom í ljós að  annað fóstrið var dautt og svo Klukka, og hún er gemsi og bara með eitt, en hrúturinn sem hún er með var uppáhaldið mitt í vor. Bæði fallegur á litinn og á skrokkinn. Hún kom mér svo á óvart núna. Hún var á báðum áttum hvort hún ætti að koma til mín eða ekki. Og hún valdi ekki. Ég var svo sein með myndavélina, því ég hélt að hún kæmi alveg til mín, að ég náði ekki nógu góðum myndum af gullhrútnum hennar. Það var lítið lamb með henni líka. Einhver undanvillingur greyið. Ég sá ekki markið eða númerið á því. Svo vona ég bara að ég fari að hitta tví- og þrílembur :-)

Það gekk bara vel að byrja að vinna, eftir þetta góða frí mitt.

Júlli og Siggi mæta í hús í dag, og verða hér um helgina.


Molinn kveður.


06.08.2012 11:47

Get ekki sagt annað en, YNDISLEGT LÍF

Jæja þá er sumarfríinu mínu að ljúka. Vinna á morgun. En þetta er búinn að vera yndislegur tími, þetta frí mitt.


Við Þórður fórum í frábæra ferð til Grímseyjar. Afmælisgjöf frá börnunum okkar. Við fórum 2. ágúst út með flugi. Það rétt slapp, því það var búin að vera þoka yfir eyjunni. En við komumst klakklaust út. Við fórum svo í göngu, og fórum allann hringinn, sem eru 12 km. Það slapp með skyggnið, en það var þoka svona út á sjóinn. Við sáum ekki í land, en sáum um allt á eyjunni. Það var mjög gaman að fara þennan hring. Löppin þoldi álagið, og var ég mjög ánægð með það. Við fengum okkur svo að borða á veitingastaðnum Kríunni. Mjög góður matur þar. Þegar við vorum að enda við að borða, þá komu vinir okkar Inga og Maddi. Það var svolítið skondið að hitta þau í Grímsey.
Við gistum á gistiheimilinu Básum. Þar var gjafabréf númer 2 notað. Þar var tekið vel á móti okkur. Svo daginn eftir fórum við í meiri göngu. Við fórum alveg á nyrsta hluta eyjarinnar, sem heitir Fótur. Þannig að í heildina höfum við gengið svona um 20 km. um eyjuna. Við fengum mjög gott veður þennan dag. Sól og smá gola. Við fórum svo með Sæfara heim, og notuðum gjafabréf númer 3 þar. Siglingin tók 3 tíma. Við fórum svo, í boði Inga Rúnars með rútunni hans heim frá Dalvík. Alveg hreint yndisleg ferð í alla staði. Takk aftur fyrir okkur, elsku María, Friðrik, Sigurjón, Guðrún, Þórhallur og fjölskyldur ykkar, fyrir þessa frábæru ferð.

Það er ekki enn búið að mála þökin. Bíðum eftir málaranum. Set inn myndir þegar það er búið.

Við fórum á Sæludaga í Hörgársveit á laugardaginn. Við fórum á tvo staði, Möðruvelli og að Auðnum. Svo fengum við okkur vöfflukaffi í lok dags, í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Það var mjög gott veður allan þennan dag, og svo gaman að fylgjast með, bæði hjá Alla með smalahundana, og svo bændafitnesið, traktorsspyrnuna og þetta allt saman. Ég tók slatta af myndum og setti hér inn. Ha,ha ég veit, kannski alltof mikið af myndum, en þið ráðið því alveg hvort þið skoðið eða ekki. Ég hef allavegana gaman af þessu :-)

Ég fór rollurúntinn minn í gær, og það bættust 3 í hópinn, þann, sem ég er búin að sjá, og gefa brauð, í sumar. Ég er þá búin að sjá 10 kindur og 15 lömb. Fjórar af þeim voru gemsar í vor. Þær sem bættust í hópinn eru allt gemsar. Ugla, Mörk og Perla. Öll þessi lömb eru stór og falleg. Auðvitað setti ég inn myndir af þeim, en ekki hvað.

Molinn kveður.


 


 

 

  

 

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar