Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076931
Samtals gestir: 58094
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 01:54:29

Færslur: 2020 Mars

31.03.2020 19:17

Enn er hláka


Enn er hláka. Mjög mikill vindur. Það kemur bráðum vor emoticon


Hér er komin svakaleg tjörn


Verið að opna ræsið, þannig að það renni úr tjörninni


Og það tókst. Núna rennur úr henni emoticon

Molinn kveður


30.03.2020 19:33

Hláka


Þórður að flýta fyrir að komast inn í loðdýrahúsiðFallegt veður í dag

Svakalegur snjór sunnan við húsið

Það er ekkert svo mikill snjór svona heilt yfir. Hann er aðalega í kringum húsin, því það hefur skafið í skafla

Þetta gengur vel

Þarna er farið að sjást í hurðinaFjárvagninn á kafiÞað vantar alveg smá hláku í viðbót

Krakkarnir fóru að leika sér í læknum. Myndirnar tala sínu máli

Þvottadagur í dag emoticon

Molinn kveður


29.03.2020 19:44

Fyrri sprautunni gegn lambablóðsótt lokið


Við kláruðum að sprauta fyrri sprautuna, gegn lambablóðsótt. Við áttum eftir að sprauta kindurnar úr þessum þrem króm. Þetta eru kindur sem eiga að bera 1. maí og seinna


Við mokuðum stéttina og bílaplanið í dag. Það var kominn þónokkur snjór þar


Ég veit ekki hvað við erum búin að hreinsa þetta oft. En það eru orðin nokkur skipti. Góð líkamsrækt emoticon

Molinn kveður


28.03.2020 17:30

Bakstur nr. 2


Ég fékk uppskrift af muffins, hjá nágrannakonu minni í fimmunni

Ég ákvað að baka og það tókst svona mjög vel. Allir ánægðir

Tókum fram perlurnar og mörg listaverk urðu til

Við fórum út að leika. Hér er Damian að hoppa í parís

Og Sólveig

Og Alexander

Við fórum í leikinn: Hver stal kökunni úr krúsinni í gær. Þeim fannst það skemmtilegt emoticon

Molinn kveður


27.03.2020 17:07

Bakstur


Krakkarnir eru ennþá heima. Við erum enn í sjálfskipaðari sóttkví. Förum ekkert og enginn kemur. Við erum nú farin að sakna fólksins okkar. Við verðum bara að vera dugleg að vera í myndsambandi emoticon


Ég ákvað að baka muffins. Það tókst svona svakalega vel. Ég þarf að vera duglegri við það emoticon


Alveg dagsatt

Molinn kveður


26.03.2020 20:25

Vont veður í morgun


Veðrið í morgun

Ég hélt að það væri komið vor í gær hahaha

En raunin var ekki svo. Það gerði þónokkuð skot í nótt og morgun

Veðrið í dag var hinsvegar bara ágætt. Við fórum í smá útiveru

Við fórum að leika í snjónum og í undirgöngin. Það var fjör

Molinn kveður


25.03.2020 20:48

Elsku litla gullið 7 ára


Elsku litla gullið okkar hefði orðið 7 ára í dag. Blessuð sé minning hans emoticon 


Við fórum og mokuðum upp leiðið hans


Sungum afmælissönginn og kveiktum á kerti


Við tókum út reiðhjólin og dældum í dekkin. Fórum svo í smá hjólatúr


Þá eru þær mættar álftirnar. Þær komu í morgun eitthvað á milli 20 og 30 stk.


Flottur fugl

Nú er stutt í vorið emoticon

Molinn kveður


24.03.2020 20:27

Fyrri sprautan gegn lambablóðsótt

Við erum búin að sprauta kindurnar í þrem króm, gegn lambablóðsótt. Ein kró í gær og tvær í dag


Við sprautuðum líka allt féð inn í hlöðu í dag. Þá eigum við eftir að sprauta kindurnar í þrem króm, fyrri sprautuna. Við gerum það næstu daga


Við fórum í langan göngutúr í dag


Æðislegt veður


Ýmislegt brasað í góða veðrinu


Ekki mikið um ský á himni


Verið að stökkva

Molinn kveður


23.03.2020 20:43

Snjóhús, ekki snjóhús


Snjóhús í gær


Hrunið og bráðnað snjóhús í dag


Það er listamaður hér á þessu heimili. Snillingur að byggja úr kubbum

Molinn kveður


22.03.2020 19:26

Snjóhús

Við fórum út með strákunum í dag og gerðum snjóhús. Myndirnar tala sínu máliSkemmtileg útivera í dag emoticon

Við ákváðum í dag að fara í sjálfskipaða sóttkví. Börnin fara ekki í skólann fyrr en eftir páska og við förum ekki í bæinn nema í neið

Molinn kveður


21.03.2020 20:43

TÓNLEIKAR


Hversu mikil snilld er þetta emoticon

Að vera á tónleikum með þessum snilling er gaman, en að vera á tónleikum með þessum snilling heima í stofu er enn betra. ALGJÖR SNILLD

Og ekki skemmdi Salka Sól fyrir. Snilldar tónleikar emoticon

Takk fyrir mig emoticon

Molinn kveður


20.03.2020 20:52

Flokkuðum í aðra kró, fyrir sauðburðinn


Í gær flokkuðum við kindurnar sem eiga að bera fyrst, 24. og 25. apríl. Þær eru vinstra megin.
Í dag flokkuðum við ærnar sem hafa ekki dagsetningu og ær sem eiga að bera 27. 28. 29. 30. apríl og 1. maí. Þær eru hægra megin. Nú þarf bara að fylgjast með þessum og gemlingunum, fyrstu sauðburðardagana

Hvað ætli stéttin fái að vera svona lengi? Það er hláka núna, en hver veit hvenær það fer að snjóa aftur

Molinn kveður


19.03.2020 20:46

Flokka fyrir sauðburð


Við erum búin að setja þær sem eiga að bera 24. og 25. apríl (sæðingarærnar), saman í þessa kró. Það verður mikið að gera í byrjun sauðburðar emoticon

Molinn kveður


18.03.2020 20:42

Það er mikið perlað þessa dagana

Við vorum að perla stafina í nafninu hans. Nú er verið að æfa sig á fullu

Ánægður stubbur. Við eigum eftir að perla nafnið í fleiri litum

Molinn kveður


17.03.2020 22:22

Allt hvítt ennþá


Enn er allt hvítt

Enn sleppum við, hversu lengi veit ég ekki. Þessi veira úff. Krakkarnir fara í skólann ennþá. Koma heim kl. 13 í stað 14:40. Það er unnið skipulega með þau þar


Molinn kveður
clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar