Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1224
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158226
Samtals gestir: 63346
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 04:44:26

Færslur: 2021 September

30.09.2021 18:15

Nokkur lömb


Í morgunsárið


Við létum setja nagladekk undir báða bílana, í morgun. Þeir eru klárir í veturinn


Yfirlitsflug í morgun


Gimbur undan 17-353 Glóý og 19-597 Ótta
Kynbótaspáin hennar er 112-100-107-109
Hún var 39 kg. af fjalli


Gimbur undan 15-239 Meltu og 20-531 Gúa
Kynbótaspáin hennar er 99-107-105-114
Hún var 38 kg. af fjalli. Hún er þrílembingur og þau fóru öll móðurlaus á fjall


Hrútur undan 20-512 Lind og 18-593 Hamri
Kynbótaspáin hans er 105-107-108-107
Hann er tvílembingur undan gemling og hún gekk með þau bæði. Hann var 44 kg. af fjalli og lambið á móti var 31 kg.


Hrútur undan 19-463 Linsu og 20-604 Grilli
Kynbótaspáin hans er 107-109-108-104
Hann var 40 kg. af fjalli


Gimbur undan 14-181 Gimbu og 19-597 Ótta
Kynbótaspáin hennar er 108-103-103 106
Hún var 45 kg. af fjalli





Molinn kveður


29.09.2021 20:24

Gott veður


Snjókarlinn og þrír gullmolar emoticon


Eftir veðrið í gær, er komin sól


Bjart og gott veður


Lömbin komin á beit


Ég er búin að fljúga um allt í dag og gá að fénu


Kindagata


Myrkárbakkarétt


Gott að kúra á mömmu emoticon 20-527 Sól með hrútinn sinn


Möðruvellir 3, 4 og 5




Möðruvellir 3


12-065 Þilja


Java með lambið sitt, sem ég held að sé hrútur

Goltuflekkótt lamb, þrælsprækt eftir veðrið í gær





Molinn kveður


28.09.2021 20:40

Fyrsti í vetri skollinn á


Veðrið í morgun. Rok og slydda, já mikil slydda


Aumingja féð í þessu veðri


Ekki gott að vera á bíl á sumardekkjum í þessu færi, en það slapp


Þessi var ekki svo heppinn


Þessar doppur á veggnum, eru laufblöð. Já tætt laufblöð


Þessi karl varð til í dag

Brosir breitt framan í heiminn





Molinn kveður


27.09.2021 19:35

Lambi bjargað


Fyrsti snjórinn í vetur, kom í nótt


Svona verður þetta næstu daga/vikur


Smá snjókoma í nótt


Vinnukonan að störfum


Ég flaug drónanum yfir kálið í dag. Ég sá eitt lamb afvelta

Ég setti staðsetningu á minnið hvar ég sá það, lenti drónanum og æddi af stað. Ég leitaði og leitaði þar sem ég hélt að það væri. Ég hélt að það hefði náð að koma sér á fætur, því ég fann það ekki. Ég fór heim, náði í drónann og flaug honum aftur yfir. Þá sá ég það og sá þá hvar ég ætti að leita, því ég fór með drónann að kálinu og flaug honum þaðan. Ég lenti honum og fór af stað til að finna lambið. Ég fann það á lífi. Það hefur ekki verið búið að liggja lengi, því það hafði gott jafnvægi þegar ég velti því við


Nokkrar myndir af lömbum



Gimbur undan 14-168 Kráku og 20-604 Grilli



Maður fær alltaf sting í magann þegar maður sér svona sjón



Maður heldur að þau séu dauð. Sem betur fer voru þau á lífi. Sváfu bara svona vært


Gimbrar undan 14-145 Kirnu og 16-571 Þyrli

Knúsa heimalingur

Sólrún heimalingur

Sóldís heimalingur










Litla lambið bar sig vel eftir rigninguna og rokið í gær og snjókomuna í nótt





Molinn kveður


26.09.2021 20:12

Lömb


Hrútur undan 16-279 Byttu og 19-597 Ótta


Gimbur undan 19-473 Argintætu og 20-607 Dúa


Hrútur undan 16-291 Rakel og 18-590 Sonik


Hrútur undan 16-262 Mekku og 20-608 Tetrix





Molinn kveður


25.09.2021 20:00

Seinni göngur


Á leiðinni í fyrirstöðu upp í fjalli

Alveg að verða komin

Duglegu frændsystkinin í fyrirstöðu


Þessir forystusauðir komu


Og þessi kom með tveggja vikna gamlan hrút (var nýborin í fyrri göngum). Þetta er 20-527 Sól. Hún var heimalingur í fyrra og eitt af minstu lömbunum þá

Hér er hún í maí í fyrra (litla lambið)


Og þessi 15-626 Java fór geld á fjall. Hér er hún með 2-3 daga gamalt lamb. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún ber að hausti, því 2018 var hún geld og

Bar 4. október 2018

Við fengum nokkrar í dag

Ég held að okkur vanti tvö sett (tvær ær og 4 lömb),
og 5 stök lömb. Þetta eru ekki alveg áreiðanlegar tölur, en nálægt því. Við eigum svo alveg eftir að fara yfir ærnar





Molinn kveður


24.09.2021 20:01

Ævintýri


Möðruvallakirkja


Í morgunsárið


Við fórum á Sauðárkrók í morgun þegar strákarnir voru farnir í skólann. Þegar við vorum búin á Króknum, þá ákváðum við að fara heim í gegnum Fljótin og þá líka Lágheiði


Molastaðir, þar sem ég ólst upp emoticon Mér þykir alltaf svo vænt um þennan stað


Já við ákváðum að fara Lágheiðina heim


Það var ekki gáfulegt hjá okkur. Við festum okkur í efstu brekkunni, en náðum að losa okkur. Við gátum ekki snúið við, því það var svo mikill snjór og vegurinn svo mjór. Við urðum að bakka niður, þar sem við gátum snúið við


Bakkað


Loksins gátum við snúið við. Þá var það Siglufjörður, Ólafsfjörður og heim


Skíðasvæði Siglufjarðar


Siglufjarðargöng

Ólafsfjarðargöng

Þetta var ævintýraferð, sem gekk vel að lokum. Við urðum of sein heim fyrir strákana, en Helga nágranni okkar reddaði þeim

Góður dagur hjá okkur Þórði og Gesti





Molinn kveður


23.09.2021 21:11

Snilldar róbót


22. september 2021
Á fyrri myndinni eru trén vel græn ennþá, en á seinni myndinni er kominn haustlitur á þau. Þær eru teknar með tveggja ára millibili

23. september 2019


Róbótinn að störfum. Það er alveg merkilegt hvað hann skúrar vel

Ég skipti um umbúðir á puttanum og hann er á batavegi. Ég á eftir að vera í spelkunni í tvær til þrjár vikur í viðbót





Þetta lítur vel út





Molinn kveður


22.09.2021 21:08

Vetur nálgast


Veðrið í gærmorgun

Á leiðinni til Akureyrar. Já það snjóaði líka í gær, nánast allsstaðar nema hér

Hér var bara mígandi rigning

Það snjóaði bara í fjöllin


Veðrið í dag er búið að vera gott


Við splæstum í einn riksugu/skúringa róbót. Nú þarf Þórður ekki að eyða tíma í að riksuga og skúra

Þess í stað getur hann dundað sér í tölvunni emoticon emoticon

Týra fannst þessi róbót ógnandi. Það er myndavél í honum og þessa mynd tók hann af Týra, þegar hann var búinn að skúra í stofunni og á leið sinni í hleðslustöðina. Týri gelti að honum og ætlaði að reka hann út emoticon emoticon

Ég tók smá drónaflug í dag

Það fór allt á stað þegar ég var að fljúga, en þau venjast því nú fljótt

Það voru mörg lömb á túninu, en þau ruku öll af stað þegar þau heyrðu í drónanum

Það er ekki kominn haustlitur á trén. Þessa mynd tók ég í dag



Okkur var boðið á frumsýningu á þesari mynd, í gærkvöld. Myndin var tekin upp hér í sveitinni. Við lánuðum eina af kindunum okkar til að leika í henni. Okkur sýndist hún standa sig vel í hlutverki sínu

Stjarnan var hún 13-113 Embla

Það var gaman að sjá þessa mynd





Molinn kveður


21.09.2021 22:23

Vigtartölur


Það eru komnar vigtartölur

238 lömbum var slátrað í dag, 21. september
Meðalþyngd dilka 20,5 kg.
Gerð 10,90
Fita 7,8

E    21 stk.
U  188 stk.
R    29 stk.



Veturinn aðeins að minna á sig





Molinn kveður


20.09.2021 17:54

Fjárrag


Við sendum 238 lömb og 4 veturgamalt á sláturhús í dag

Þau fóru á Sauðárkrók

Fjárbíllinn

Við fengum eitt sett í dag frá Þúfnavöllum. Þá vantar 11 sett og 5 stök lömb. Þetta er vonandi rétt í bókhaldinu, en auðvitað geta verið villur í tölum. Við höldum allavega að staðan sé svona





Molinn kveður


19.09.2021 21:29

Enn vantar nokkra hausa


Nú erum við búin að vigta og fara í gegnum lömbin. Mér sýnist svona í fljótu bragði að það vanti 12 sett, þá tvílembdar og eina einlembda ær. 23 lömb. Svo vantar okkur 5 stök lömb

Við eigum svo eftir að fara í gegnum ærnar

Það eru svo aðrar göngur næstu helgi. Þá vonandi fáum við eitthvað





Molinn kveður


18.09.2021 23:50

Lömbin vigtuð

Við vigtuðum lömbin í dag. 540 lömb og meðalþungi var 41,3 kg. Ca. 2 kg. léttara en í fyrra. Gæti verið vegna meiri frjósemi í ár


Elsku litlu heimalingarnir mínir komu mér á óvart. Þær voru 37, 39 og 40 kíló. Það finnst mér bara flott

Það fóru 9 móðurlaus lömb á fjall
Þrílembingar 38, 38 og 42 kg
32 og 37 kg
34 og 36 kg
44 og 46 kg
Þau hafa reddað sér greyin





Molinn kveður


17.09.2021 18:23

Húsbíllinn kominn heim


Í dag hefði þessi höfðingi (tengdapabbi minn) orðið 93 ára. Blessuð sé minning þín elsku Haukur


Loksins, loksins fengum við húsbílinn. Hann er búinn að vera á verkstæði síðan við komum úr ferðalaginu í lok júlí. Við vorum heppin að komast heim úr ferðalaginu. Gírkassinn bilaði, já eða var ónýtur. Við fórum með hann í vor í smurningu og alsherjar tékk. Það var skipt um olíu á gírkassanum og gleymdist svo að setja olíu aftur á kassann

Nú er hann sem nýr. Hlakka til að nota hann næsta sumar

Lömbin verða vigtuð á morgun og þá kemur í ljós hvað okkur vantar mörg emoticon





Molinn kveður


16.09.2021 21:18

Puttinn í bata



Ég slasaðist á vísifingri vinstri handar, 7. september. Mér leist nú ekki á þetta í byrjun


Ég fór í morgun í skoðun og þetta leit mjög vel út. Saumurinn var tekinn. Ég fór í myndatöku og þau eru ánægð með hvað brotið heldur sér vel

Læknirinn sem saumaði puttann, var ekki alveg viss hvort sinar hefðu farið í sundur. Þegar spelkan var tekin af í morgun, þá prufaði ég að hreyfa puttann og það tókst. Sinarnar eru þá ekki í sundur eins og læknirinn var hræddur um, sem er frábært emoticon

Þetta lítur vel út emoticon

Ég þarf að vera í spelkunni í 3-4 vikur í viðbót, út af brotinu


Þessi gullmoli var að fá afmælisgjöfina frá ömmu og afa. Hann var frekar ánægður með okkur emoticon





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar