Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076877
Samtals gestir: 58088
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 01:11:31

Færslur: 2017 Janúar

27.01.2017 11:27

Myndir/spjöld

Nú er ég loksins búin að raða myndunum af kindunum á A3 blað í tölvunni. Nú fær Þórður það verkefni að prenta þær út fyrir mig. Þær eiga að fara á fjárhúshurðina og eldhúsvegginn hér. Þær eru hér


Fyrsta spjaldið. Það komast 36 myndir á hvert spjald/blað A3


Spjald 2


Spjald 3


Spjald 4


Spjald 5


Spjald 6


Spjald 7


Spjald 8


Spjald 9

Það verður munur þegar þetta verður komið upp í fjárhúsunum, já og hér heima emoticon


Molinn kveður

25.01.2017 11:44

Óvenjulegt veðurfar

Það er með ólíkindum þetta veðurfar sem af er vetri. Það er varla hægt að segja að það hafi snjóað og það í allan vetur. Ég tók nokkrar myndir í gær af nær auðri jörð


Það er nánast enginn snjór í fjöllunum. Vonandi verður restin af vetrinum svona emoticon


Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því, að túnin kali. Þau eru búin að vera græn í allan vetur emoticon


Það er allt komið af stað í blómabeðinu.

Nú er bara að krossa putta og vona að við fáum gott vor. Það skiptir svo miklu máli að hafa það gott á sauðburðartímanum, já og eftir hann.

Sauðburður byrjar 28. apríl og verður alveg til 4. júní. Já það voru nokkrar sem gengu upp

28. apríl eiga  3 kindur tal
29. apríl eiga  2 kindur tal
30. apríl eiga 20 kindur tal
01. maí  eiga 19 kindur tal
02. maí  eiga 23 kindur tal
03. maí  eiga 18 kindur tal
04. maí  eiga 22 kindur tal
05. maí  eiga 25 kindur tal
06. maí  eiga 25 kindur tal
07. maí  eiga 17 kindur tal
08. maí  eiga 21 kindur tal
09. maí  eiga 13 kindur tal
10. maí  eiga 18 kindur tal
11. maí  eiga 11 kindur tal
12. maí  eiga 10 kindur tal
13. maí  eiga  6 kindur tal
14. maí  eiga 12 kindur tal
15. maí  eiga  5 kindur tal
16. maí  eiga  3 kindur tal
18. maí     á   1 kind    tal
19. maí     á   1 kind    tal
20. maí  eiga  2 kindur tal
22. maí  eiga  2 kindur tal
24. maí     á   1 kind    tal
03. júní     á   1 kind    tal
04. júní     á   1 kind    tal

Við erum ekki með tal á 23 kindum
Það eru 305 kindur sem eiga að bera,

Það verður mikið að gera í hálfan mánuð. Líklegast lítið sofið.


Molinn kveður


23.01.2017 13:09

Hrútarnir teknir úr ánum

Við tókum hrútana úr gemlingunum, 15. janúar og ánum 22. janúar.


Hér eru Þórður og Simmi að smíða fyrir hrútana. Þeir verða í hlöðunni


Hér voru þeir settir í gær, 22. janúar. Það fer nú bara vel um þá þarna.


Molinn kveður21.01.2017 21:11

Sauðburður

Sauðburður hafinn hér í sveitinni emoticon


Þessi ær bar 19. janúar. Hún  átti gimbur og hrút, en hrúturinn lifði ekki. Ég fór og heimsótti Siggu Hrefnu á Þrastarhóli 2, í dag og fékk að sjá þessa fallegu gimbur og finna lyktina, ooohhhh, æðislegt.
Það er svo skrítið að þessi sama ær, bar tveim hrútum 31. janúar í fyrra.


Hún er flott þessi gimbur.


Hér er eigandinn, Sigga Hrefna

Ooohh ég er orðin svo spennt fyrir sauðburðinum. En það er allt of langt í hann.


Molinn kveður14.01.2017 17:37

Hið ljúfa líf

Það er munur að eiga svona tæki. Ef það kemur einhver snjór, þá er hann umsvifalaust tekinn í burtu, af götum og bílastæðum


Hér er Simmi að moka bílastæðin á Möðruvöllum 3 og 4


Vel skafið emoticon M-3


Vel skafið emoticon M-4


Svo er snjónum blásið í burt með þessum blásara, sem Guðmundur Helgi Möðruvöllum 5 á. Flottar græjur á M-3, 4 og 5 emoticon


Tæknivæddir bræður


Damian að leika við Týra. Hann getur endalaust hoppað hæð sína til að reyna að ná greininni


Þessi gull voru hjá okkur í nokkra daga. Ég er endalaust þakklát fyrir það, að þau séu flutt norður emoticon


Þeir biðja oft um að fara að leiðinu hans elsku Hugins okkar. Þeir eru búnir að læra að signa yfir


Gemlingarnir stækka og þroskast. Þetta er 16-261 Rist undan 11-306 Rannsý og 15-296 Mökk


Já við settum þessa flottu gimbur á, 16-302 Zeta undan 08-010 Zeldu og 15-572 Eitli. Það verður spennandi þegar Gunnar verður búinn að fósturtelja hjá okkur emoticon


Þetta er 16-278 Seigla, hún er fjórlembingur undan 12-080 Golu og 14-576 Örvari. Hún var heimalingur í sumar, vegna þess að hún týndi móður sinni fljótlega eftir að hún fór út. Hún var búin að stela sér mjólk úr hinum og þessum kindum, til að halda sér á lífi. Hún gekk 27. des. og á því að bera 19. maí. Það verður spennandi að sjá hvort hún verður með eitt, tvö eða þrjú


Hyrndu gemlingarnir


Kollóttu gemlingarnir


Friðrik kom og kynnti okkur fyrir þessari fallegu konu. Hún heitir Agnieszka. Við óskum þeim innilega til hamingju með hvort annað emoticonMolinn kveður01.01.2017 12:04

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár kæru síðuvinir og takk fyrir heimsóknir og komment á síðuna mína, á liðnu ári

Ég óska ykkur gæfu á nýju ári 2017

Ég held að það sem standi upp úr á árinu sé, að Guðrún Helga og fjölskylda fluttu norður. Ég er búin að eiga margar góðar stundir með gullunum mínum, Einari Breka og Hauk Nóa, eftir að þeir fluttu norður.


Elsku gullin mín.

Við til dæmis höfum ekki verið með þessum gullum í kringum jól og áramót. Þau hafa ekki komið norður og ekki höfum við farið suður. Við vorum boðin í mat til þeirra í gærkvöld, gamlaársdag. Við eyddum áramótunum hjá þeim emoticon  Takk elsku fjölskylda

Einar Breki


Haukur Nói

Við fengum líka þessi gull í heimsókn í gær

Dagur Árni


Jökull Logi


Ég sakna þess að hitta ekki þessi gull núna um jólin. 
Árdís Marín, Kristófer Daði og Ísabella María

Svo get ég líka sagt að standi uppúr á þessu ári þegar við fengum að njóta samveru allra barnabarna okkar, nú í sumar

Að eiga þessi gull er dýrmætara en allt annað. Ég vona svo innilega að við getum endurtekið samveru okkar allra emoticon


Þessi yndislega fjölskylda heldur áfram vináttu við okkur. Þau komu í heimsókn í sumar. Við áttum yndislega stund saman. 
Í haust gáfu þau okkur lambhrút. Hann fékk nafnið Mávur. Takk fyrir allt elsku fjölskylda. Vonandi eigum við eftir að eiga margar góðar stundir með ykkur.
Þess má geta að við kynntumst 24. júlí 2011, í gegnum síðurnar okkar  http://isak.123.is/


Lífið í fjárhúsunum gengur sinn vana gang. Æi það eru nokkrar kindur búnar að ganga upp. Núna síðast í dag. Það veiktust tveir hrútar hjá okkur og við þurftum að lóga þeim. Þær eru að ganga upp sem voru hjá öðrum þeirra.


Hér er Sigmundur að gefa kindunum úr nýjum vagni sem hann var að smíða, til að gefa í mjóu garðana. 


Hér eru heyvagnarnir, sá litli og stóri.

Þórður fékk þetta bindi í jólagjöf. Guðrún Helga prjónaði það og gaf pabba sínum. Hún er svo handlagin þessi elska. Mér finnst þetta bindi alveg svakalega flott. Þórður er mjög ánægður.

Molinn kveður  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar