Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076756
Samtals gestir: 58083
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 00:06:58

Færslur: 2010 Október

29.10.2010 09:14

Góð helgi komin í hús

Góðan dag hér !

Jæja nú á ég sjötugan afmælispabba í dag. Það verður mikil veisla á morgun, og mikið af góðu fólki sem kemur saman. Guðrún Helga kemur í dag og verður hér um helgina. Pála og Gulli koma líka og verða hjá okkur.
Nú er fríið mitt á enda í dag. Ég fer í vinnuna á mánudaginn.
Lífið í sveitinni er gott. Þórður er að verða búinn að tengja rafmagnið. Hann er búinn að tengja ljósin, þannig að nú er hægt að kveikja og slökkva inni í fjárhúsum. Hann á bara eftir að tengja innstungur, eða sko þannig að hægt sé að stinga í samband.
Það er svo gaman að fara í fjárhúsin, og þessvegna ekki gera neitt, nema horfa á kindurnar. Ég held að maður endurnærist við það að skreppa þangað.
Ég fer aftur til læknis 11. nóv. því ég er ekki orðin góð í hnénu. Ég er búin að fara á mánaðarfresti, já eða oftar, til læknis, síðan í maí.  ALVEG búin að fá nóg.Afmælisgjöfin hans pabba, hún Golta.
Molinn kveður.

26.10.2010 13:16

Lífið er yndislegt

Hæ, hæ !!!
Jæja það gengur vel í sveitinni. Búið að tengja vatnið í fjárhúsin. Þannig að nú þarf ekki að brynna í fötum. Ærnar eru með ker, sem þær þurfa að ýta á, til að það komi vatn, en gimbrarnar og hrútarnir eru með stúta. Þau eru öll búin að læra að drekka. Það tók nú tíma með þær sumar að kenna þeim á þetta.
Guðrún Helga kom um helgina. Hún er búin að sjá þetta allt, og ég held að henni hafi þótt þetta flott. Hún náði að gera fjórar gimbrar gæfar, og þar á meðal Sælu, systir Tabbý. Nú er Tabbý komin með samkeppni um klapp.
Þórhallur og Birta koma annaðslagið úteftir og hafa gaman af.
Sigga tengdamamma kom með Ingólf Atla, í sveitina, og gaf honum eina gimbur. Ég held að hann hafi verið ánægður með það. Gimbrin hans heitir Blúnda. Hún er svarbotnótt.
Ég er í fríi út þessa viku og er ánægð með það. Ljúft að vera í fríi. Ég eyddi deginum í gær, í það að taka til í bílskúrnum, þannig að við kæmun tjaldvagninum inn, og það tókst.
Það sem af er þessum degi, er ég búin að vera að vinna í tölvunni, og setja inn myndir á þessa síðu, þannig að það eru komin 7 ný myndaalbúm. Nú ætti að vera eitthvað fyrir ykkur að skoða.


Molinn kveður. 

19.10.2010 11:33

Frí, frí

Hæ, hæ !
Jæja nú er ég komin í tveggja vikna frí (sumarfrí að vetri til).  Ég ætla að reyna að njóta þess að vera í fríi, og eyða því að einhverjum hluta á nýja staðnum okkar, Djúpárbakka.
Við erum komin með allt á hús, 45 stk.
Í gær var verið að rýja. Ég á eftir að setja inn eitthvað af myndum frá þessu öllu.
Við gáfum pabba eina goltótta gimbur, sem á að vera afmælisgjöf til hans, 29. okt. þá verður hann sjötugur.
Við eigum 14 ær, 9 gimbrar og 5 hrúta, einn fullorðinn, tvo lambhrúta og tvo hrúta sem flokkast undir það að vera smálömb. Simmi á 4 ær og 9 gimbrar, Sigga á 1 ær, Ingólfur Atli á 1 gimbur, Bjarki á 1 ær, og pabbi á 1 gimbur. = 45 stk.  Þetta er mjög svo fallegur hópur.

Molinn kveður.

16.10.2010 23:04

Kindur, kindur

Hæ, hæ.
Við fluttum kindurnar okkar frá Rauðalæk, á Djúpárbakka í dag. Við eigum eftir að ná í lömbin sem við keyptum í hrútaferðinni og Spaða,  til Helga á Bægisá. Við náum í þau á morgun. Við erum komin með allt á hús nema fjögur stykki. Nú er sko gaman að lifa.

Ég er komin í tveggja vikna frí, og ætla að reyna að nota það vel.

Ég fór til læknis á fimmtudaginn, og honum leist ekki vel á þetta hné mitt. Núna lét hann mig fá sterkar bólgueyðandi, verkja og gigtar töflur. Nú á að massa það. Ef þetta lagast ekki innan mánaðar, þá fer ég aftur í aðgerð. Þessar töflur eru sterkar og geta valdið miklum aukaverkum. Held að vísu að hann sé að reyna að losna alveg við mig, því það er langur listi yfir það hvað þær geta valdið. Ef ég fengi það allt, þá mundi ég drepast.

Molinn kveður.

12.10.2010 22:58

Góður tími frammundan

Hæ, hæ !
Jæja allt gott að frétta hér.
Við tókum á hús 6 gimbrar í gær. Það eru gimbrarnar sem voru keyptar á Staðarbakka. Við ætlum svo að taka restina af gimbrunum, um næstu helgi. Þannig að það er svo góður tími frammundan emoticon  I love it.
Smíðin gengur vel á Djúpárbakka, allt að verða búið, enda veturinn að skella á. Við verðum með 20 fullorðnar, 20 gimbrar, fjóra hrúta og eitt smálamb, þetta verður ROSALEGA gaman.

Ég er líklegast að fara í tveggja vikna frí um næstu helgi. Ég á svo mikið frí eftir, þannig að ég verð að fara að saxa á það.

Molinn kveður.

03.10.2010 11:49

Góð ferð

Hæ, hæ !
Fimmtudaginn 30. sept. fórum við Þórður, með góðu fólki, í ferð á Snæfellsnesið, til að kaupa hrúta. Við fórum af stað um kl. 8 um morguninn, og vorum komin heim um kl. 5 um nóttina. Við Þórður keyptum eina gimbur og einn hrút, á Hjarðarfelli. Þetta var alveg hreint mjög mögnuð ferð í alla staði. Ég er að setja inn myndir úr ferðinni, og er búin að skipta þeim í 10 albúm. Albúm nr.1 er ferðin vestur, albúm nr.2 er Hofstaðir, nr.3 er Hjarðarfell, nr.4 er Hraunháls, nr.5 er Berserkseyri, nr.6 er Hamar, nr.7 er Berg, nr.8 er Hellissandur, nr.9 er Gaul og nr.10 er ferðin heim.
Nú erum við á Djúpárbakka að smíða fyrir hænurnar okkar. Við flytjum þær í dag í búrið þeirra. Það verður nú gott að losna við þær úr bílskúrnum, og gott fyrir þær að fá stóra íbúð. Simmi, Helga og Sigrún hjálpuðu okkur í gær, og nú er pabbi að hjálpa okkur. Þetta er svo gaman að dunda hér.

Skemmtið ykkur við að skoða myndir.


Molinn kveður.
  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar