Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1620
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158622
Samtals gestir: 63400
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 10:28:16

Færslur: 2021 Febrúar

28.02.2021 21:34

Allt á floti


Allt á floti. Það er svakaleg tjörn á túninu fyrir neðan íbúðarhúsin


Við reyndum að finna ræsið sem er í gegnum veginn, til að vatnið gæti runnið úr þessari stóru tjörn


Þórður kom með vélina og mokaði niður á ræsið


Þarna er líka þónokkuð mikið vatn


Þórður að moka rauf fyrir vatnið


Og það tókst, að gera smá rás fyrir vatnið


Nú rennur vel úr tjörninni, í gegnum veginn og alveg suður, í lækinn


Hér var vatns-straumur í gær. Stéttin er orðin þurr núna





Molinn kveður


27.02.2021 20:29

Hláka

Það er búinn að vera hiti og rok í dag og síðustu nótt. Það er allt komið á flot. Tjarnir um allt









Það er flóð á stéttinni hér úti

Allur snjór að bráðna





Molinn kveður


26.02.2021 19:53

Fjárhúslíf


Eftir morgungjöf í dag. Kveðja úr fjárhúsunum


Þessi mynd er á heimasíðu Þelamerkurskóla. Hún er svo flott að ég leyfi henni líka að vera á síðunni minni. Alexander í smíðum emoticon Hann tekur sig vel út


Og það er eins með þessa mynd. Hún er á Þelamerkursíðunni. Hún er líka flott og leyfi ég henni líka að vera hér. Damian í gönguferð með skólanum





Molinn kveður


25.02.2021 20:08

Sund í dag


Við ákváðum að hvíla skíðin í dag og fara í sund á Þelamörk. Nýklipptir strákar á leið í sund

Tunglið í kvöld

Það tekur tunglið 29,53059 daga að fara í gegnum sín fjögur kvartilaskipti. Það felur í sér að við fáum fullt tungl minnst einu sinni í hverjum mánuði

Næsta fulla tungl er eftir tvo daga eða 27. febrúar





Molinn kveður


24.02.2021 21:17

Hlíðarfjall í dag


Við fórum í fjallið í dag. Það snjóaði nánast allan tímann, já eða slyddaði. Skyggnið var ekki gott þarna efst. Við vorum samt þrjá og hálfan tíma á skíðum. Slógum metið í dag, hvað tímann varðar



Ég held að þeir séu að nálgast græna litinn emoticon


Ég var með þessum gullmolum í fjallinu emoticon


Möðruvallakirkja í morgun







Molinn kveður


23.02.2021 19:47

Drónaflug

Ég tók smá flug í dag

Staðarskarðið. Það hefur farið smá snjóspía þarna inn í skarðinu


Mér sýnist að það hafi farið þarna tvær spíur


Ef vel er að gáð, þá eru litlar spíur þarna allsstaðar. Þetta kom í gær


Margar litlar spíur


Staðarhnjúkur


Það er ekkert mikill snjór


Hörgársveit


Þetta eru bara eins og svarthvítar myndir


3, 4 og 5 emoticon





Molinn kveður


22.02.2021 20:46

Úti að leika


Útitími. Verið að leika sér við og í ræsinu


Týri fékk að vera með


Systurnar 20-492 Hróðný og 20-493 Hjörný undan 15-195 Hörpu og 16-820 Vidda





Molinn kveður


21.02.2021 21:23

Búin að gefa ormalyf


Við gáfum ormalyf í morgun. Þá er allt féð búið að fá ormalyf





Molinn kveður


20.02.2021 19:45

Úti að leika


Ein kró í dag með ormalyf. Ein kró eftir, og verður hún tekin á morgun


Góðir vinir úti að leika sér









Gaman hjá þeim





Molinn kveður


19.02.2021 19:40

Og enn er það Hlíðarfjall


Við fengum einn gullmola í gegningar í morgun. Elsku ömmu og afa gull emoticon Hér er hann ásamt pabba sínum, að gefa kindunum fóðurblöndu


Og hér er hann að gefa þeim hey. Þessa mynd tók pabbi hans emoticon


Við fórum í fjallið í dag. Hér er verið að fá sér næringu

Það voru nokkrir í fjallinu í dag





Yndislegt veður. Góður dagur með gullunum mínum emoticon





Molinn kveður


18.02.2021 22:17

Aftur Hlíðarfjall


Aftur í fjallið í dag með fjóra gullmola


Veðrið var svakalega gott í dag. Hér eru nokkrar myndir af svæðinu











Allir að fá sér að borða eftir góða útiveru

Góður dagur í dag með þessum gullmolum





Molinn kveður


17.02.2021 20:32

Hlíðarfjall í dag


Ein kró af ormalyfi í dag. Tvær krær eftir


Við fórum í fjallið í dag. Rigning niður í bæ, en snjóaði upp í fjalli

Tveir duglegir strákar í fjallinu

Mjög gaman emoticon

Það var nú frekar slæmt skyggni, en það hætti að snjóa


Alexander eignaðist vin. Þeir renndu sér saman og fengu sér svo að drekka. Hann er kallaður Benni og er að sunnan. Þeir ætla að hittast aftur á morgun í fjallinu emoticon


Tveir ánægðir eftir daginn





Molinn kveður


16.02.2021 19:09

Þriðji í ormalyfi

Við gáfum í morgun, kindum í einni kró, ormalyf. Þá eru þrjár krær eftir


Mumia og sonic fóru í skólann í morgun. Í skólanum var öskudagsball. Það er vetrarfrí á morgun, fimmtudag og föstudag. Semsagt 5 daga frí

Fimm fjórlembur

12-087 Slenja. Hún fékk við 20-605 Bæron


14-143 Kiða. Hún fékk við 20-606 Munk


15-212 Dúna. Hún fékk við 20-524 Tetrix


15-624 Dalalæða. Hún fékk við 19-599 Krapa


18-434 Kinga. Hún fékk við 18-591 Vita


20-499 Gípa. Hún er með þrjú. Hún fékk við 18-593 Hamri





Molinn kveður


15.02.2021 20:36

Annar í ormalyfi


Við gáfum kindunum, í rúmlega einni kró, ormalyf í dag. Þá eru fjórar krær eftir. Ein á dag, kemur skapinu í lag emoticon





Molinn kveður


14.02.2021 20:11

Skíði í dag


Við fórum í fjallið í dag og þeir skíðuðu í rúma þrjá klukkutíma. Svakalega duglegir. Við fengum kennara fyrir tvo yngstu og hinir fylgdu með svona annað slagið. Þeir (þessir eldri) voru með til að túlka fyrir þessa yngri. Skíðakennarinn var frá Hollandi og talaði ensku. Yndisleg stúlka sem heitir Mirthe


Haukur Nói

Alexander

Damian

Einar Breki

Mirthe

Kennsla á fullu



Hér eru þeir með Mirthe. Svakalega ánægðir eftir kennsluna

Og svo aðeins að næra sig eftir rúma þrjá tíma á skíðum

Æðislegur dagur með þessum gullmolum emoticon





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar