Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1553
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158555
Samtals gestir: 63396
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 09:45:01

Færslur: 2021 Ágúst

31.08.2021 20:02

Fjárhúsvinna í dag

Gólfefnið í fjárhúsin


Búin að negla kubbana á


Búin að setja niður í fyrra bilið í þessari kró


Þetta verður flott þegar við erum búin að skipta út því sem er orðið ónýtt


Þessi kró er búin. Næst er það króin við hliðina, þá vinstra megin við þessa kró


Þessi tími emoticon





Molinn kveður


30.08.2021 20:54

Töðugjöld


Þarna er verið að fara síðustu ferðina til að ná í rúllur, niður á engi

Búinn að ná í rúllurnar



Og raða þeim í stæðu



Síðasta rúllan

Bingó

Töðugjöld

Rúllustæða

Og auðvitað var góður matur hafður í dag





Molinn kveður


29.08.2021 20:57

Afmæli

Þessi fallega dóttir okkar Þórðar er 36 ára í dag. Já það eru komin 36 ár síðan ég átti hana á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Þetta er gömul mynd, en mér þykir alltaf vænt um hana. Til hamingju með daginn elsku Guðrún Helga okkar emoticon


Við fórum á fjórhjólunum niður á engi. Helgi Steinsson kom og rúllaði fyrir okkur á enginu

Grænt og fallegt hey





21 rúllur á stykki 7 og 40 rúllur á stykki 6
Samtals 61 rúllur
Það voru komnar 227 rúllur og þá eru samtals 288 rúllur í sumar

Það verða töðugjöld á morgun emoticon





Molinn kveður


28.08.2021 19:22

Seinni sláttur á enginu


Stykki 6 og 7 niður á engi, voru slegin í dag

Og snúið einu sinni



Við Damian fórum á fjórhjólunum niður á engi og fórum á hólinn sem er þar. Þar voru þessi rauðu ber. Líklegast sortuber

Damian og Týri í berjamó

Damian prufaði að gefa Týra bláber og hann borðaði þau

Og fannst þau góð

Svo fór hann að tína þau sjálfur og borða

Góðir vinir

Damian duglegur á hjólinu. Fór á því sjálfur niður á engi og fannst það gaman





Molinn kveður


27.08.2021 18:42

Flugur, flugur og flugur


Í þessum hita sem búinn er að vera, þá er húsið fullt af flugum. Við erum alveg að klikkast á þessum flugna fjölda
Í morgun fór dropi af jógúrti niður á borðið og það komu flugur um leið til að fá sér að borða

Þórður gaf þeim dropa af mjólk

Og mjólkurkex

Það komu alltaf fleiri og fleiri

Og kláruðu nánast allt

Í hádeginu fór dropi niður á borðið, af jafningi. Þær voru fljótar að koma



Þetta er óþolandi alveg hreint

Fluga við flugu



Við spreyjuðum flugnaeytri og fórum á rúntinn á meðan. Þegar við komum heim, þá voru flestar dauðar, en ekki allar

Þetta er bara lítill hluti, af flugunum sem voru dauðar. Alveg svakalegt


Himininn í morgun



Við fengum okkur rúnt í morgun, í Ólafsfjörð. Við hittum Rikka bróðir. Það hefur nú ekki alltaf verið svona mikill stærðarmunur á okkur. Það sést á myndinni hér fyrir neðan

Þarna erum við svona 6 og 8 ára og jafn stór. Ég er 2 árum eldri

Við höfun alltaf verið góðir vinir og höfum brallað margt saman





Molinn kveður


26.08.2021 18:52

Flug


Ég tók smá flug, til að njósna um féð hér heima. Þarna eru heimalingarnir

Hrútar

Hrútar

Blanda með gimbrarnar sínar og Gloría

Gott að hafa drónann til að finna heimalingana. Þær eru nú ekki alltaf þar sem þær eiga að vera. Tvær af þrem komu hér heim í garð í gær. Þær skilja alltaf eina eftir, því hún kann ekki að koma sér í gegnum girðinguna





Molinn kveður


25.08.2021 16:33

Kindarúntur


Úff, þetta er ekki í lagi

Já og 30 gráður á Myrká. Það er ekki hægt að vera inni vegna flugnagers og ekki hægt að vera úti vegna hita. Best var að vera í bílnum með miðstöðina á kalda blæstrinum á fullu. Þvílíkt og annað eins. Ég er frekar til í 15 gráðu frost emoticon

Við fórum í fyrsta kindarúntinn í dag

14-145 Kirna með gimbrar undan 16-571 Þyrli




Hrútur og gimbur undan 14-172 Vordísi og 19-595 Tóka




Hrútur og gimbur undan 15-216 Iðu og 18-591 Vita. Þau fæddust 10. maí og urðu móðurlaus í kringum 20. júní
Iða fannst dauð þá. Hún var þrílembd og þriðja lambið, hrútur fór undir 14-155 Rifu




Lömb undan 15-239 Meltu og 20-531 Gúa. Þau urðu móðurlaus mánaðargömul. Melta var þrílembd og gekk með þau öll, þar til hún varð öll. Þriðja lambið hefur orðið viðskila við þessi tvö


Þessi fjögur móðurlausu lömb hafa spjarað sig ágætlega greyin



17-353 Glóý með hrút og gimbur undan 19-597 Ótta



16-266 Mulla með hrút og gimbur undan 20-605 Bæron

Hrúturinn

Gimbrin



19-479 Ásgerður með hrút (hyrndi) undan 20-604 Grilli. Svo er hún með hrút undan 15-624 Dalalæðu og 19-599 Krapa



19-456 Höfn með hrút og gimbur undan 20-604 Grilli



19-451 Kubba með gimbrar undan 20-604 Grilli

Þetta er fyrsti kindarúnturinn sem við förum í sumar





Molinn kveður


24.08.2021 17:33

Fyrsti skóladagurinn


Bíða eftir skólabílnum

Og þá byrja kirkjumyndirnar aftur emoticon


Heimalingarnir hafa það gott. Sóldís, Sólrún og Knúsa


Möðruvellir 1 og 2

Möðruvellir 3, 4 og 5

Möðruvellir 3





Molinn kveður


23.08.2021 20:52

Kjarnaskógur


Við fórum í Kjarnaskóg í morgun. Það voru svo margar kanínur, enda fáir á ferðinni þar til að trufla þær. Ég held að við höfum séð um 10 saman í hóp, í nokkrum hópum

Við sáum nokkur listaverk sem voru gerð á námskeiði sem var haldið á bókasafninu á Akureyri

Þetta listaverk er Baktus. Ömmu og afa strákurinn okkar, Einar Breki, smíðaði hann. Mjög flott hjá honum

Það er alveg merkilegt að þetta fái ekki að vera í friði. Það þarf að skemma allt

Svona var hann í gær

Og svona var hann í morgun. Búið að taka hendina og hamarinn sem hann hélt á, af. Þetta er með ólíkindum að svona fái ekki að vera í friði












Við sáum 7 listaverk, en þau eru 13. Við þurfum að fara aftur til að sjá hin 6


Skólasetning í dag í Þelamerkurskóla. Skólinn byrjar á morgun


Þórður fór og lagaði leiðið hjá litla gullinu okkar. Það var farið að síga. Árni Arnsteins hjálpaði honum emoticon





Molinn kveður


22.08.2021 17:10

Í berjamó


Fórum að kíkja á berin í fjallshólfinu. Það var nú frekar lítið af þeim

Við tókum nesti með okkur. Það er alveg nauðsynlegt

Í fjallshólfinu



Við fórum í bíó í dag og sáum myndina Hvolpasveitin







Þeir voru ánægðir með daginn emoticon





Molinn kveður


21.08.2021 19:11

Hrútar


16-571 Þyrill   M:12-094 Þota   F:14-576 Örvar

18-590 Sonik   M:15-191 Ótta   F:12-980 Lampi

18-591 Viti   M:14-168 Kráka   F:17-103 Drangi

18-593 Hamar   M:12-044 Snoppa   F:13-051 Svalur

19-597 Ótti   M:15-191 Ótta   F:13-982 Móri

20-603 Sagosen   M:17-311 Selja   F:16-820 Viddi

20-604 Grillir   M:16-260 Gála   F:16-825 Glámur

20-605 Bæron   M:15-225 Bredda   F:18-835 Völlur

20-606 Munkur   M:15-209 Míla   F:18-835 Völlur

20-607 Dúi   M:14-184 Dyrgja   F:19-597 Ótti

20-609 Grindill   M:14-079 Ugla   F:19-362 Larsen
Forystuhrútur


Sonik er mjög gæfur og kemur til okkar

Honum finnst gott að fá klapp


Sólin að brjótast í gegnum mystur sem er búið að vera í allan dag


Um daginn, söguðum við kubbana, sem eiga að fara í gólfefnið í fjárhúsunum. Í dag röðuðum við þeim upp og boruðum göt á þá

Og settum nagla í þá. Þeir eru þá tilbúnir þegar gólfefnið kemur

Kubbarnir





Molinn kveður


20.08.2021 21:30

22 dagar


Það styttist í svona sjón. Að túnin iði af lífi. Það verður gaman að fá kindurnar heim





Molinn kveður


19.08.2021 17:42

Bólusetning


Hann fór í covid bólusetningu í dag. Hann stóð sig alveg svakalega vel. Fannst þetta ekkert mál. Hann fékk

Pfizer


Við erum farin að huga að því að skipta út grindarefninu sem er orðið ónýtt í fjárhúsunum. Þarna er verið að saga niður kubba til að setja á milli á grindarefnið

Á morgun ætlum við að bora og setja nagla í kubbana, til að þeir verði tilbúnir þegar efnið kemur





Molinn kveður


18.08.2021 21:03

Styttist í göngur


Nú styttist í göngur. Þær eru 11. september. Ég hef ekkert farið til að kíkja á kindurnar á Myrkárdal. Kannski á ég eftir að fara, áður en þær koma heim. Þessa mynd tók ég í fyrra haust


Knúsa elskar mig ennþá, þótt hún sé hætt að fá mjólk

Knúsa, Sóldís og Sólrún. Ef ég hætti að klappa þeim, þá krafsa þær og hnoða í mig. Krúttin mín emoticon





Molinn kveður


17.08.2021 22:27

Rigning


Við vorum ánægð að líta út í morgun. Það var búið að rigna emoticon Við vorum samt heppin að klára að heyja í gær, því það hefði ekki verið rúllað í dag


Þessir eru ánægðir

Sá eldri náði að setja þetta saman. Fjarstýrt tæki

Svakalega duglegur að setja saman kubba

Fjarstýrður bíll sem virkar vel emoticon

Sá yngri er líka með fjarstýrðan bíl


Bræður. Fjórir af fimm emoticon





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar