Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076804
Samtals gestir: 58084
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 00:28:41

Færslur: 2017 Febrúar

21.02.2017 12:29

Merkingar á fósturtalningu

Þegar verið var að telja, þá merktu þeir ærnar með lit, eftir því hvað það voru mörg lömb í þeim. Ég var búin að skrifa niður hvað hver kind var með, en alveg sama hvernig ég leitaði og taldi, þá vantaði mig eina gelda, eina einlembu og einn geldan gemling, í bókhaldið hjá mér miða við það sem Gunnar gaf mér upp. Ég er svo loksin búin að fá þetta rétt og ég leiðrétti í blogginu um fósturtalninguna

Byrjum á gemlingunum. Þeir eru 51

Rauður blettur á hálsi merkir gelt. Það eru 8 gemsar geldir


Rauður blettur á baki merkir eitt fóstur, en það mun drepast. Það eru 5 gemsar


Tveir rauðir blettir merkja tvö fóstur en þau munu bæði drepast. Það eru 3 gemsar.

Þá verða 16 gemlingar lamblausir


Blár og rauður merkja tvö fóstur og annað drepst. Það eru tveir svoleiðis


Blátt merkir tvö fóstur. Það eru 16 gemlingar. Þannig að það eru 16 sem vonandi bera tveim lömbum svo drepst annað í tveim og bæði fóstrin í þrem.

Svo 17 gemlingar ómerktir. Þeir eru með eitt.

Við höfum aldrei verið með svona lélega útkomu á gemlingunum


Fullorðnu ærnar eru 254

Það er eins og hjá gemlingunum, þá merkir rautt á hálsi gelt. Það eru 8 geldar


Rautt merkir eitt fóstur. Það eru 36 merktar svoleiðis


Blátt merkir þrjú fóstur. Það eru 40 með svoleiðis merkingu


Svo fékk ein svona merkingu þar sem hún er með fjögur fóstur

Svo er restin ekki með neinn lit þar sem þær eru með tvö fóstur. Þær eru 169


Þetta er þessi sem ég leitaði sem lengst að. Ég leitaði að kind með rauðan blett á hálsi, og fann hana loksins. Það er varla hægt að sjá þennan blett og ekki skrítið að ég hafi alveg verið orðin rugluð í að leita


Þetta er Brák sem hefur verið þrí og fjórlembd til skiptis, frá því að hún var gemlingur. Núna kom hún mér djöfulega á óvart og er bara með eitt fóstur. Ég var búin að spá því að hún kæmi með þrjú. En svona er þetta bara emoticon


Þetta er elsta ærin. Hún verður 10 vetra í vor og kom öllum verulega á óvart, því hún er með þrjú fóstur. Sú gamla ætlar að enda þetta með stæl.Molinn kveður19.02.2017 21:59

Fósturtalning

Jæja, þá er nú spennufall hjá mér. Það var verið að telja í morgun, 19. febrúar. 

Gemsarnir (árgangur ´16) eru 51  
8 eru geldir 
22 með 1  
21 með 2
samtals 64 fóstur
13 fóstur munu drepast hjá þeim
Þá verða það samtals 51 fóstur

Veturgamlar (árgangur ´15) eru 63
2 eru geldar   
10 með 1 
44 með 2 
7 með 3
samtals 119 fóstur

Tveggjavetra (árgangur ´14) eru 60
2 eru geldar  
8 með 1 
44 með 2 
6 með 3 
samtals 114 fóstur

Þriggjavetra (árgangur ´13) eru 35
1 er geld  
4 með 1 
26 með 2 
4 með 3 
samtals 68 fóstur

Fjögurravetra (árgangur ´12) eru 40
1 er geld  
3 með 1 
27 með 2 
8 með 3
1 með 4 
samtals 85 fóstur

Fimmvetra (árgangur ´11) eru 28 
6 með 1 
13 með 2 
9 með 3 
samtals 59 fóstur

Sexvetra (árgangur ´10) eru 23
2 eru geldar 
5 með 1 
13 með 2 
3 með 3 
samtals 40 fóstur

(árgangur ´07-´09) eru 5 
2 með 2 
3 með 3 
samtals 13 fóstur

Alls eru þetta 562 talin fóstur, en 13 drepast og þá eru þetta 549 fóstur

Eftir hverja á eru 1,96 lömb  (254 ær)
Eftir á með lambi eru 2,02 lömb  (246 ær)
Eftir hvern gemling eru 1,25 lömb  (51 gemlingar)
Eftir hvern gemling með lambi eru 1,48 lömb  (43 gemlingar)
Svo á eftir að taka tillit til fóstrana sem eru að drepast í gemlingunum

Ég er mjög ósátt við þessar geldu ær. Þær eru 8. Önnur þessi veturgamla sem er geld, var geld sem gemlingur í fyrra, þannig að hún er áreiðanlega ónýt. 
Svo þessi fósturdauði hjá gemlingunum. Ég er heldur ekki sátt við það. 


Molinn kveður
18.02.2017 20:19

Snoðið tekið af

Tommi á Syðri-Reistará kom og tók snoðið af kindunum, í gær og í dag, 17. og 18. febrúar.


Gemlingar


Genta


Nú erum við gemsarnir farnir að bíða eftir Gunnari talningamanni. Hann kemur í fyrramálið emoticon


Gemsar


Molinn kveður15.02.2017 21:14

Botna

Ég var að föndra á blað, afkomendur hennar 07-004 Botnu. Þetta er stór hópur


Ææ, þetta sést nú ekki vel.
Þetta sést aðeins betur, en ekki nógu vel.


Þriðja tilraun í að setja þetta hér inn. Ég held að þetta sé aðeins skárra, þó það þurfi að vera þrjár myndir.

Þetta er Botna með 70 afkomendur.

Ég er svo líka búin að föndra á blað, hrútana sem við höfum sett á undan afkomendum Botnu. Þeir eru 5. Svo erum við búin að selja 5 hrúta.


Hér eru hrútarnir með dætrum sínum.

Fjöldinn er kominn þónokkuð yfir 100 sem við höfum átt út af henni Botnu. Hún var afbragðs ær.

Það á að taka snoðið af fénu, á föstudag og laugardag. Á sunnudaginn kemur svo Gunnar til að fósturtelja.

Bara spenna framundan.


Molinn kveður


13.02.2017 21:03

Farið að grænka

Enn er þetta með ólíkindum hvernig veðrið er búið að vera í vetur. 


Svona var þetta í dag 13. febrúar


Það hefur varla komið snjór í vetur


Grasið er farið að lifna. Ég vona svo innilega að það verði hægt að setja lambærnar út jafnóðum og þær bera, á safaríkt grænt grasið


Þetta kom undan snjó í dag


Grasið að koma upp úr sinunni

Nú er ég orðin ofurspennt að bíða eftir fósturtalningunni. Hún hlýtur að fara að skella á.


Molinn kveður


01.02.2017 17:31

Zelda og afkomendur


Þetta er 08-010 Zelda. Hún er undan 07-003 Móru og 07-310 Bakka. Á átta árum er hún búin að eignast 16 lömb.

2009 var hún einlembd. Afdrif lambs, selt. Það var gimbur og var hún undan 08-312 Mola


2010 var hún sædd með 03-989 Kalda. Hún var einlembd og átti gimbur. Gimbrin var sett á og er það hún 10-023 Brák


Brella

Næla
2011 var hún tvílembd og átti tvær gimbrar. Þær voru báðar settar á. Þær eru 11-060 Brella og 11-061 Næla og eru undan 09-314 Spaða. Nælu var slátrað haustið 2015.


12-579 Blossi. Hann var stigaður lambið 86,5 stig. Þau eru svona: þungi 55   fótl. 110   ómv. 34.0    ómf. 3.0   lögun 4.0   haus 8.0   h+h 8.5   br+útl. 9.0   bak 9.0   malir 9.0   læri 18.0   ull 8.5   fætur 8.0   samr. 8.5   samtals 86.5 stig

Gola
2012 var hún sædd með 08-872 Þristi. Hún var tvílembd og átti hrút og gimbur. Þau voru bæði sett á. Þau eru 12-579 Blossi og 12-080 Gola. Blossa var slátrað haustið 2015

2013 var hún tvílembd og átti 2 hrúta sem voru undan 12-576 Tindi. Þeir voru ekki settir á


2014 átti hún hrút og gimbur. Hrúturinn var ekki settur á, en gimbrin er 14-141 Aría. Þau eru undan 13-580 Stormi

2015 fékk hún hjá 14-577 Bæsa og átti hún tvær gimbrar og einn hrút sem ekki voru sett á


2016 var hún aftur þrílembd og átti einn hrút og tvær gimbrar undan 15-572 Eitli. Önnur gimbrin var sett á en hinum slátrað. Gimbrin er 16-302 Zeta

Zelda er líklegast á síðasta árinu sínu. Hún er að eldast hratt.

En að öðru, en mjög skyldu

Þetta er hún 10-023 Brák. Eins og kemur hér að ofan þá er hún undan Zeldu. Brák er búin að eiga 21 lömb á sex árum. Hún var þrílembd gemlingur, svo fjórlembd og svo er hún búin að vera þrí og fjórlembd til skiptis. Í fyrra var hún fjórlembd þannig að núna í vor verður hún líklegast þrílembd.


Þetta er 12-080 Gola. Eins og með Brák, þá er Gola undan Zeldu. Gola er búin að eiga 14 lömb á fjórum árum. Röðin hjá henni er eins og hjá Brák. Þrí og fjórlembd til skiptis. Í fyrra var hún fjórlembd og líkt og hjá Brák þá verður hún líklegast þrílembd núna í vor.


Ég ætla líka að nefna hér hana 11-060 Brellu, sem er líka undan Zeldu. Brella er búin að eiga 13 lömb á fimm árum. Tvílembd þegar hún var gemlingur. 2013, 2014 og 2015 þrílembd og í fyrra var hún tvílembd.


Og hér er svo 14-141 Aría, sem er eins og hinar, undan Zeldu. Hún var tvílembd gemlingur og svo þrílembd í fyrra.

Það verður spennandi að sjá þegar Gunnar kemur til að fósturtelja. Ég er orðin MJÖG SPENNT


Molinn kveður


  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar