Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1484
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076726
Samtals gestir: 58081
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 23:45:27

Færslur: 2019 Júní

30.06.2019 21:32

Eyjafjarðarhringurinn

Við fórum Eyjafjarðarhringinn á fimmtudaginn 27. júní. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók á þeim rúnti


Molinn kveður


29.06.2019 22:17

Embla


Það er ekki oft sem maður hrópar húrra, þegar rignir. En það er nú þannig ástandið núna að maður er feginn að fá rigningu. Allt að skrælna úr þurrki. Það semsagt ringdi í fyrrakvöld og svo aftur í nótt. Það er eina úrkoman síðan 11. maí en þá snjóaði og varð allt hvítt


Sigurjón og fjölskylda komu norður. Strákarnir ætla að vera hjá okkur í nokkra daga. Þau komu í gærkvöld og fóru suður í dag


Þeir fengu að borða við þetta borð emoticon


Við fórum svo upp í fjallshólf og hittum Emblu


Jökull og Embla


Embla var ánægð að fá klapp


Solla var mjög hrifin af henni


Þetta eru lömbin hennar Emblu. Kollótta gimbrin var vanin undir hana


Svo var nú vöffluveisla hjá okkur


Kaffitími á Möðruvöllum 3 emoticon

Molinn kveður


28.06.2019 22:48

Akureyri, Hlíðafjall


Damian að þrífa ruslatunnuna. Týri var að fá sér vatn úr bununni. Hann bítur í bununa


Þessi mynd er tekin út úr myndinni að ofan


Þessi stóð sig vel í morgun. Hann fór til tannlæknis og lét taka þessa skökku barnatönn úr sér. Það þurfti að deyfa hann og það var ekki neitt mál fyrir hann. Flottur strákur


Þetta svíkur engan. Svakalega gott emoticon


Akureyri í gær


Töfrateppið í Hlíðarfjalli


Stólalyftan

Molinn kveður


27.06.2019 17:43

Kisufjölskylda


Við fórum í heimsókn til kisufjölskyldunnar. Þetta eru dóttir okkar og ömmu og afa gullmolar emoticon


Peach ný búin að gjóta. Fjórir kettlingar emoticon


Æi hvað þeir eru nú sætir emoticon


Rebbi


Zelda


Haukur Nói með Zeldu og Rebba


Einar Breki er duglegur strákur. Hann svaf í tjaldi úti í garði, og það bara aleinn. Hann er hugrakkur að geta það emoticon


Já Haukur Nói hjólaði frá Hrafnagilshverfinu og í Kjarnaskóg með mömmu sinni, 16 km. emoticon  Hann er duglegur þessi ömmu gullmoli


Í Kjarnarskógi


Aðeins að fá sér að drekka


Já hann er DUGLEGUR þessi gullmoli
Molinn kveður


26.06.2019 20:48

Rabbabari


Við fórum og tókum upp rabbabara. Þessir stubbar hjálpuðu mér


Damian að þvo rabbabarann. Við tókum alveg nóg. Við ætluðum að taka 15-20 kg.


En þegar við vorum búin að skera allt og vigta, þá voru þetta 28 kg. Ég setti þetta allt í frysti, því það er betra (er mér sagt) að sjóða rabbabarann eftir að hann er búinn að frjósa. Þetta verður mikið magn af sultu emoticon


Þetta er snúningsvélin, sem þeir bræður voru að kaupa. Það verður munur fyrir þá að snúa með þessari

Molinn kveður


25.06.2019 21:43

Sumarblóm


Við förum alltaf af og til og vökvum blómin hjá litla gullinu okkar, því ekki kemur dropi úr lofti. Allur gróður er að skrælna úr þurrk


Við settum sumarblóm hjá Siggu og Sigurjóni, foreldrum Þórðar

Molinn kveður


24.06.2019 21:36

Þrif á vélunum


Verið að ryksuga úr vélinni, eftir vinnsluna á túninu


Svo þarf að þrífa að utan. Mjög mikið ryk


Þessi var líka þrifin emoticon
Þessi er á sumarnámskeiði Glerárkirkju og líkar vel. Þetta námskeið er algjör snilld. Það er svo mikið gert með krökkunum. Hann fær að vera tvær vikur, frá kl. 9-15


Svo getur hann dundað sér endalaust hér heima. Mikið að gera hjá kappanum

Molinn kveður


23.06.2019 20:13

Búið að endurnýja stykkið


 

Nú er þetta á lokametrunum. Þarna er Simmi að sá

Hann verður búinn að vera yfir 30 klukkutíma í vélinni síðan á föstudagskvöld, þegar þessu er lokið emoticon


Þeir bræður á sitthvorri vélinni. Bæði verið að sá og valta
Molinn kveður


22.06.2019 21:54

Strumpastrætó


Þessi afa og ömmu gullmoli kom í heimsókn um helgina 


Nú er búið að setja kúlu/krók á strumpastrætóinn okkar


Nú getum við hengt fellihýsið aftan í hann og farið í útilegu emoticon

Við eigum eftir að fara eitthvað í sumar emoticon

Molinn kveður


21.06.2019 21:09

Lækjarbakkastykkið plægt
Það var ákveðið að endurvinna eitt stykki, sem var mjög óslétt. Simmi plægði það í kvöld. Það er um þrír og hálfur hektarar

Ég tók nokkrar myndir með drónanum emoticon

Molinn kveður


20.06.2019 20:38

Hrútar


16-573 Skáli


16-571 Þyrill


17-584 Báser


17-581 Pits


16-108 Blámi


17-586 Nói


17-582 Marió


17-579 Forni
Molinn kveður


19.06.2019 22:15

Veturgamlir hrútar

Við eigum fjóra veturgamla hrúta


18-590 Sonik


18-593 Hamar


18-599 Púki 


18-591 Viti

Molinn kveður


18.06.2019 22:36

Eitt ár


Í dag er þessi flotta stúlka búin að vera hjá okkur í eitt ár. Hún er ný orðin 13 ára. Tíminn er fljótur að líða

Molinn kveður


17.06.2019 21:40

Kláruðum að keyra á fjall


Jæja þá er nú féð farið inn á þennan dal, Myrkárdal. Kláruðum að keyra í dag emoticon

Molinn kveður


16.06.2019 21:28

277 kindur komnar í frelsið

Það voru farnar tvær ferðir, með fé í dag. Þá eru bara tvær ferðir eftir
277 kindur komnar í frelsið emoticon


15-191 Ótta með hrút og gimbur undan 13-982 Móra


Einar Breki var á Smábæjarleikunum á Blönduósi um helgina. Við kíktum á hann í gær. Hann keppti í gær og í dag. Liðið hans, Samherjar lentu í þriðja sæti. Til hamingju Samherjar emoticon


Strákurinn okkar, Þórhallur Geir er 27 ára í dag emoticon emoticon
Til hamingju með daginn Þórhallur minn emoticon

Molinn kveður
clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar