Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 868
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076110
Samtals gestir: 58069
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 07:53:58

Færslur: 2011 Maí

30.05.2011 22:26

Kindur og brauð

Enn er kuldi, þó sumarið sé komið. Kindurnar hafa það samt gott. Við förum á hverjum degi til þeirra og gefum þeim brauð. Þegar við fórum í kvöld, þá lenti Þórður í hrakningum. Þær gerðu sér lítið fyrir og felltu hann, þannig að hann datt, og ætlaði ekki að geta staðið upp aftur. Ég var með myndavélina og tók eitthvað af myndum af honum, og kindunum. Ég er að skella þeim hér inn, og þær eru frekar margar. Nennti ekki að tína úr þeim. Lömbin hafa stækkað mikið. Það eru tvær ennþá á Djúpárbakka, og þær fá að fara frammeftir á morgun. Þrílembingarnir eru að stækka hratt. Þórður gefur þeim brauð, og ég gef þeim öllum, saman, einn pela á kvöldin. Ég get farið að hætta því, því mamma þeirra, hún Fjára, er farin að mjólka þeim nóg. Það var nefnilega þannig, að fjórum dögum áður en hún bar, þá gat hún ekkert étið, því hún var orðin svo mikil að það var ekkert pláss fyrir hey. Já og lömbin voru þrjú í henni. Ég held að það hafi ekki komið mikið í hana, því hún át svo lítið. Hún er búin að vera mjög frek á garða í vetur. Það var alveg nóg fyrir hana að horfa á kindurnar, ef þær voguðu sér að ætla að éta í meters fjarlægð frá henni. Þá þorðu þær ekki að garðanum. Hún er farin að éta mikið núna og mjólkar vel. Hún er meirisegja svo frek að hún leyfir ekki lömbunum sínum að éta brauð, þótt hún sé sjálf með brauð til að éta. Hún var kölluð frekjan hans afa, um sauðburðinn, af krökkunum. Þessi kind (Fjára) er í eigu Þórðar. Hún er gullmolinn hans, og það hefur ekki sést jafn falleg kind á jarðríki, að hans sögn. Hún átti tvær gimbrar og einn hrút. Hann er nú strax farinn að segja að þau lömb séu fallegustu lömb sem fæðst hafa, en við Guðrún erum ekki sammála honum. Hehe. Eða jú, jú þau eru flott. Skrítið að þessi frábæri tími er að verða búinn. Ég sem er búin að bíða eftir honum síðan í desember. Já það líður að því að kindurnar fara á fjall. En þá bara verður tilhlökkun að fá þær aftur í september. Ég er farin að hlakka strax til.
Ég er byrjuð að vinna aftur eftir langt frí, og var að vinna alla helgina. Það er alveg nóg að gera í skyrgerðinni. Er búin að vera að vinna  ca. 10-12 tíma á dag.
Ómar var hér um helgina. Þórður var með hann meðan ég var að vinna.
Jæja nóg komið í bili, og skemmtið ykkur við myndaskoðun. Ég á eftir að skrifa við nokkrar myndir, en ekki núna. Er að fara að sofa.


Molinn kveður.

25.05.2011 22:56

Mikil vinna frammundan

Sauðburði lokið hjá okkur. Sú síðasta bar 21. maí. Ég flutti heim á sunnudaginn. Það fæddust 66 lömb, og 62 á lífi. Talningin reyndist vera 100%
Við hýstum á nóttunni meðan kuldinn gekk yfir. Þær voru svo úti á daginn. Við fórum með allar, nema tvær (með yngstu lömbin) í gærkvöld, í hólfið hans Helga á Bægisá. Við gefum þeim þar.
Við Þórður skruppum til þeirra í kvöld, og þeim líður bara mjög vel þarna. Við gáfum öllum kindum og lömbum ormalyf, og snyrtum klaufir á þeim, áður en við fórum með þær.
Það er búið að vera svo gaman um sauðburðinn. Mjög heppin með veður, þegar krakkarnir voru hjá mér. Það er líka ómetanlegt.
Ég fór að vinna á mánudaginn, eftir langt frí. Ég þarf að vinna á næsta laugardag og sunnudag. Nóg að gera í skyrinu.
Ég ætla  svo að fara að setja inn myndir af kindunum með lömbin sín, en ekki núna, því það er kominn háttatími.

Molinn kveður.


18.05.2011 12:44

Kuldi frammundan ???

Nú líður mér betur í hjartanu, eftir að við Þórður, Simmi og Helga, sóttum þessar 15 kindur, sem við vorum búin að sleppa í hólfið hans Helga á Bægisá. Já við sóttum þær í gærkvöld, í rigningu og kulda. Við rákum bara niður járnkarla, og bundum grindur við þá, þannig að það varð úr smá rétt. Við rákum svo féð þar inn, og upp á kerrur. Þær eru svo ljúfar og gæfar þessar kindur sem við eigum. Við settum allar inn, og mikið voru þær, og lömbin þeirra fegin að komast í hlýju. Ég gaf svo í morgun, og setti þær út. Við ætlum að hýsa þær á nóttunni, meðan þetta kuldakast gengur yfir.
Það bar ein gimbur í gær, og þá eru eftir að bera, ein fullorðin og ein gimbur. Þær koma með þrjú og eitt. Ég verð hér í sveitinni, og vakta þær þangað til þær eru bornar. Ég fer svo líklegast að vinna á mánudaginn :-( 
Það eru fædd 62 lömb, og 58 á lífi.

Molinn kveður.
15.05.2011 23:36

Hjólhýsakonan

Þá er ég nú flutt aftur í sveitina. Búin að gista 5 nætur heima. Það eiga þrjár eftir að bera. Tveir gemsar og ein fullorðin. Annar gemsinn á tal 19. og hinar 21. Ákvað að byrja strax að vakta. Þær ættu að vera bornar um næstu helgi.
Við fengum lánað beitarhólf hjá Helga á Bægisá. Við fórum með 15 kindur og lömbin þeirra, þangað í dag. Og förum með fleiri í vikunni. Við gefum þeim hey, fóðurbæti og brauð. Þetta er algjör snilld að geta sett þær þarna. Við fórum líka með alla hrútana 5, og tvo gelda gemlinga, 8. maí, til hans. Takk Helgi fyrir þetta.
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá sauðburði, og á nokkrar eftir.
Jæja best að kíkja í fjárhúsin fyrir svefninn.

Molinn kveður.

10.05.2011 19:12

Sauðburður að verða búinn

Nú er ég flutt heim í bili, eða svona í 4-5 nætur.  Ég er búin að vera í sveitinni síðan 20. apríl, að frátöldum 3 nóttum, samtals eru það 17 nætur. Enn eru 4 kindur eftir að bera, og þær eiga tal í kringum 20 maí. Við erum búin að fá 60 lömb, og af þeim eru 57 á lífi. Tvö drápust í burði og eitt kom innpakkað í poka, og hefur drepist fyrir 2-3 vikum. 27 hrútar og 33 gimbrar. Þessi þrjú sem lifðu ekki voru hrútar. Það eiga eftir að fæðast 6 lömb, þannig að ég á eftir að gista nokkrar nætur í viðbót.
Það er búið að vera fjör hjá okkur í sveitinni. Krakkarnir og Guðrún fóru á fimmtudaginn, Hlynur á föstudag, og svo komu Júlli og Siggi og gistu hjá mér um helgina. Þórður gisti líka um helgina. Það var svo frekar tómlegt á sunnudagskvöld. Allir farnir og ég ein. En þetta er búinn að vera frábær tími. Ég verð að fara að skella inn myndum.

Molinn kveður.

02.05.2011 17:54

SAUÐBURÐUR :-)

Halló, halló !
Jæja nú er sauðburður hafinn. 11 kindur bornar og komin 18 lömb, að vísu eitt dautt af þessari tölu. 6 gemlingar með 8 lömb, tvær tvílembdar af þeim, og 5 fullorðnar með 10 lömb. Ein var þrílembd og ein einlembd. Við erum með allt úti núna , nema einn gemling sem bar í morgun. Óbornu eru líka úti. Það er svo gott veður.
Við erum 6 sem gistum í sveitinni. Það erum við Guðrún, Árdís, Kristófer, Dagur og Hlynur. Hlynur Freyr, 14 ára, er systursonur minn, og kom í gær. Árdís, 13 ára, Kristófer, 11 ára, og Dagur ,5 ára, eru ömmubörn. Og að sjálfsögðu Guðrún dóttir mín. Jökull Logi 2 1/2 árs, var hjá okkur  í  4 daga. Það gekk vel með hann þangað til í gær, þá var hann búinn að fá nóg, og við sendum hann heim. Þetta er alveg rosalega gaman að vera hérna. Við erum búin að vera svo heppin með veður. Þetta minnir á útilegurnar í den.
Ég held að það verði nóg að gera í nótt, því það eiga svo margar tal á morgun. Ég verð að fara að setja myndir inn hér, en lofa engu hvenær það gerist, eða vinnst tími til þess.

Molinn kveður.

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar