Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1530
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158532
Samtals gestir: 63395
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 09:23:57

Færslur: 2008 Október

30.10.2008 21:30

Tvö lömb til viðbótar

Halló !!!!

Jæja nú er búið að ná í gimbrarnar sem keyptar voru frá Búðarnesi. Ég setti inn myndir af þeim í myndaalbúmið. Þið eigendur tjáið ykkur kannski um nöfnin sem við settum við myndirnar. Það á kannski að rýja á sunnudaginn. Vonandi á sunnudaginn, því ég er að vinna á laugardaginn og það alveg til 18 eða 19. Vil helst ekki missa af því. Siggi og Júlli koma á morgun og Þórður verður með þá á laugardaginn meðan ég er að vinna.

Molinn kveður.

26.10.2008 21:11

Snjór, snjór gaman gaman

Halló!!!!!

Jæja allt gott að frétta hér.

Það er kominn smá snjór hér á Akureyri. Þórður og Þórhallur eru  búnir  að vera að moka snjó í allan dag. Þeir mokuðu allt bílaplanið, og það var nú mikill snjór þar.

Júlli og Siggi voru hér um helgina. Við fórum í Rauðalæk í gær og aftur í dag. Þeim leiddist nú ekki þar frekar en vanalega.

Við fórum líka á skólalóðina meðan þeir feðgar mokuðu bílaplanið.  Ég var að hjálpa Sigga á fætur í eitt skiptið þegar hann datt í snjóinn, og ég knúsaði hann um leið og ég tosaði hann upp. Þá sagði Siggi: ég er ekki dúkka, ha ha ég er ekki dúkka.

Ég setti inn myndir af góðum vana frá helginni.

Svo verð ég að segja ykkur af  kindanördinum mér. Nú í vikunni þá var ég búin að vinna kl. 19, (sem er jú orðið algengt hjá mér)  að við Þórður fórum í sveitina til að gefa. Ég sagði við Þórð að við yrðum að vera snögg að gefa, því klukkan væri orðin svo margt. Þegar við komum í Rauðalæk, þá sagði Þórður mér að fara að gefa kindunum, og hann ætlaði að gefa kálfunum, svínunum, hænunum og kanínunum. Ég fór í fjárhúsin, en ég ákvað að taka nokkrar myndir af kindunum áður en ég gæfi þeim. Svo var Þórður allt í einu kominn í fjárhúsin og sá þá að ég var ekkert byrjuð að gefa. Heyrðu það var þá liðinn einn og hálfur tími og ég enn að taka myndir. Ég gleymdi mér alveg. Ég tók ekki nema 205 myndir af kindunum, og ég sem sagði Þórði að við yrðum að vera snögg að gefa,eeennn það var nú ekki. Ég setti nú nokkrar myndir af þessum 205 myndum inn í albúmið mitt.

Molinn kveður.

22.10.2008 21:19

Lömb, lömb og aftur lömb

Halló !!!!

Jæja nú er ég búin að setja inn myndir af lömbunum sem verða í Rauðalæk í vetur. Það vantar að vísu 2 gimbrar, sem á eftir að ná í, í Búðanes. Það verða semsagt 24 veturgamlar, 30 gemlingar og 3 hrútar, semsagt 57 hausar á húsi. Það verður nú gaman.

Bíllinn minn fór aftur á verkstæði í dag. Það þurfti að skipta um stuðarann, því ég lenti í því fyrir stuttu að það rann bíll á bílinn minn. Þetta var fyrir utan Blómaval. Það kom kona á flottum jeppa og lagði bílnum í stæðið fjær húsinu, en minn var við húsið. Hún var svo upptekin að tala í símann að hún gleymdi að setja bílinn í parkið, þannig að hann rann. Það er ekki hægt að gera tvent í einu.

Molinn kveður.

19.10.2008 11:25

Haustferð með MS

Já góðan daginn hér !!!

Við hjónakornin skelltum okkur í ferð með MS í gær. Það var hin árlega haustferð og að þessu sinni fórum við á villibráðarhlaðborð á Stöng í Mývatnssveit. Þetta var fín ferð og maturinn góður. Ég setti inn nokkrar myndir af fólkinu sem mætti, en það hefur nú kannski ekki tekist að ná mynd af öllum. Ég veit heldur ekki hvað allir heita, þannig að þið megið hjálpa mér við það.

Við kláruðum að moka út úr fjárhúsunum á föstudaginn og núna er verið að smíða á fullu, til að geta tekið á hús.

Guðrún Helga kom á fimmtudagskvöld hingað, og hún lenti í því að moka skít á föstudag. Hún söng allan tímann: I love it, I love it.  Ég set inn nokkrar myndir af þeim söng, he he he.

Jæja sveitin kallar.

Molinn kveður.

15.10.2008 22:56

Gamlar myndir

Já halló !!!

Jæja ég var að leika mér með skannan. Ég setti inn nokkrar gamlar myndir, já og sumar mjög gamlar. Þær eru nú frekar óskýrar sumar myndirnar. Ég skanna kannski eitthvað meira einhvern tímann seinna.

Nú er Guðrún Helga að koma norður annað kvöld, og það verður nú gaman.

Siggi Tumi á afmæli í dag. Ég skrapp í kaffi til hans í kvöld. Til hamingju með afmælið elsku Siggi minn.

Það er verið að moka út úr fjárhúsunum á Rauðalæk þessa dagana. Það á svo að smíða um helgina, og gera allt klárt fyrir féð. Það getur þurft að taka það á hús hvenær sem er, eða sko ef það fer að snjóa.

Molinn kveður.

08.10.2008 19:56

Vörtur ???????

Halló !!!!!

Jæja nú er stóra spurningin, hverfa vörturnar???  Við Hafey systir fórum áðan á fótaðgerðarstofuna hjá Helga á Bægisá. Já við fórum til Helga og fengum að setja lappirnar á okkur í gor, og svo er að bíða og sjá hvað verður. Ég læt nú vita um það. Ég fór í gor 2005 með lappirnar og hendurnar og allar vörtur hurfu við það. En ég fékk eina vörtu í sumar og ég vona að hún hverfi við þetta. Jæja nóg um það. Helgi takk fyrir okkur.

Sigurjón Geir og Yumiko eiga afmæli í dag, og til hamingju með það elskurnar mínar.

Molinn kveður.

07.10.2008 20:16

Litlu gullin mín

Halló !!!

Já ég setti inn nokkrar myndir af gullunum mínum Tristani Mána og Róbert Smára. Þeir komu í smá heimsókn til mín í dag. Og Guðrún Helga! Það er ein mynd til þín af Tristani. Hann er að brosa til þín.

Takið eftir, ég var búin að vinna kl. 15 í dag, og vá hvað maður á af tíma þegar maður er búinn svona snemma.

Jæja ég er að spá í að fara með lappirnar mínar í gor á morgun. Ég er nefnilega með vörtu. Tek kanski Hafeyju með í það.

Molinn kveður.

03.10.2008 23:12

Lömb

Já góða kvöldið hér !!!

Stefanía ! Ég er búin að setja inn myndir af lömbunum sem keypt voru af Helga á Bægisá. Þetta eru mjög falleg lömb. Það voru 12 gimbrar og tveir hrútar. Annar hrúturinn er hvítur kollóttur, og hinn er sv.flekkóttur hyrndur. Svo eru 3 kollóttar hvítar gimbrar, ein svört, ein sv.botnótt, ein móbotnótt, tvær sv.flekkóttar, og tvær móflekkóttar og þær eru allar hyrndar. Svo er ein sv.fl kollótt og ein mófl. kollótt. Semsagt 5 kollóttar og 7 hyrndar,  gimbrar.

Jæja það er vinna á morgun hjá mér. Bara búin að vera að vinna mikið þessa viku. Til dæmis á þriðjudaginn var ég búin að vinna kl.22:30 og á miðvikudag kl.22.  Og kl. 18 í gær og 19 í dag. Jæja best að fara að halla sér.

Molinn kveður.

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar