Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076228
Samtals gestir: 58070
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 08:59:10

Færslur: 2016 September

26.09.2016 20:27

Afvelta


Þetta er algeng sjón. Þessi er búin að fara fimm sinnum á hrygginn. Í gær fóru sex kindur afvelta. Við náðum að bjarga þeim öllum. Það rigndi MJÖG mikið í fyrradag og þegar það þornar eftir rigningu, þá klæjar kindunum alveg svakalega mikið. Það þarf að vera mikið á röltinu svo maður missi þær ekki


Ég skrúfaði spýtu á tveim stöðum, til að kindurnar gætu klórað sér. Þær voru mjög þakklátar


Það komu nokkrar kindur strax til að klóra sér


Hrafnarnir fylgjast með öllu og eru tilbúnir emoticon


Þetta er 15-203 Gitta. Hún er undan Nagla og Dollu (sem er undan 09-892 Dolla). Hún var tvílembd og gekk með bæði lömbin. Hún er með svo síða ull að það liggur við að hún nái alveg niður á klaufir


Gitta með tvær gimbrar undan Andrési


Fjórlembingur undan 12-080 Golu


12-080 Gola er undan 08-010 Zeldu og 08-872 Þristi. Hún var þrílembd gemlingur 2013. Fjórlembd 2014, þrílembd 2015 og fjórlembd 2016


Ekra (gemlingur) með gimbrina sína, sem er held ég orðin breiðari en hún


Þvílíkar brussur þessar tvær


Súla og Drottning. Súla greyið er orðin kviðskökk. Hún er alltaf svo tignarleg þessi kind


Þessi fyrirsæta heitir MosaMolinn kveður


24.09.2016 18:54

Hrútaferð á Strandir

Við fórum í hrútaferð, á Strandir.
Við lögðum af stað frá Möðruvöllum um kl. 9, 22. september.
Stoppað var á nokkrum stöðum á leiðinni. 
Fyrstu fjárhúsin sem við heimsóttum var á Heydalsá 1. Síðan var farið á Heydalsá 2, þaðan í Smáhamra og að lokum fórum við í Broddanesi.
Að loknu þessu þukli, beið okkar þvílíkt ljúffengur kvöldverður að Sævangi (Sauðfjársetrinu)
Hópnum var skipt upp og nokkrir fóru í gistingu í Hólmavík og aðrir gistu á Kirkjubóli.
Daginn eftir var farið í Árbæ, Reykhólasveit. Þegar búið var að þukla þar og velja lömb, fórum við og sóttum lömbin sem valin voru deginum áður.
Við fengum mjög góðar og hlýjar móttökur á öllum þessum stöðum.
Við vorum svo komin heim um kl. 22.


Flottur hópur

Ég er búin að setja inn nokkrar myndir (í myndaalbúm) úr ferðinniMolinn kveður
18.09.2016 22:08

25 hausar óheimtir

Nú eru aðrar göngur búnar. Við fengum 9 fullorðnar og 9 lömb, núna um helgina. Enn vantar okkur 6 fullorðnar og 19 lömb. Af þessum 19 lömbum eru 15 þeirra stök. Það td. vantar bæði lömbin undan tveim gemlingum sem eru komnir. Algjörlega furðulegt.


Maðra með hrút undan Pírusi

Nú verður maður að fara reglulega á kindalabbið. Náðum að bjarga einni í gær, sem var afvelta. Hún fór svo aftur afvelta í dag. Náðum að bjarga henni aftur. Þeim klæjar mikið eftir rigningarnar


Molinn kveður16.09.2016 21:02

Vigt

Við vigtuðum lömbin 14. september.  
Meðalvigtin er 41,4 kg. af öllum lömbunum sem komin eru. 
Þau eru 401, en okkur vantar 28 lömb af fjalli.

Við sendum 178 lömb og 15 fullorðin (einn sauð, fjóra hrúta og tíu ær) í sláturhús í gær og þeim var slátrað í dag.
Meðal fallþungi lambanna var 19,1 kg.
Gerðin 10,81
Fitan 7,38
21 lömb fóru í E
125 lömb fóru í U
32 lömb fóru í R
Þyngsti skrokkurinn var 29 kg.Molinn kveður


13.09.2016 20:18

Fjögur stykki heimtust i dag

Við fengum tvær ær og tvö lömb, á Syðri-Bægisá í dag. Þá vantar okkur 15 ær og 28 lömb.

Nú þarf maður að vera duglegur að fylgjast með kindunum til að sporna við því að þær fari afvelta. Ég fór í göngutúr í morgun og tók nokkrar myndir


Íma með tvær gimbrar


Brík


Draumey í draumalandi


Seila gemlingur með tvær gimbrar undan Andrési


Sjana með tvo hrúta undan Pírusi


Þrílembings gimbur undan Zeldu og Eitli

Við ætlum að vigta og skoða lömbin á morgun


Molinn kveður12.09.2016 21:37

Fyrri réttir afstaðnar

Nú eru fyrri göngur búnar. Staðan hjá okkur er þannig að okkur vantar 17 fullorðnar og 30 lömb. Vonandi kemur þetta um næstu helgi


Gemlingslömb. Það vinstra gimbur undan Bunu og Ansrési, það hægra er hrútur undan Óttu og Sprota


Þetta er hrútlambið. Hann var pínulítill þegar hann fæddist


Simmi fór í göngur á buggy bílnum og brunaði um allt. Þessi bíll kemmst allt


Safnið að fara í réttarhólfið á Þverá


Molinn kveður
10.09.2016 18:21

Forsmölun á Syðri-Bægisá

Nú er sko spennufall hjá minni. Í gær var Landafjallið gengið, til að létta á göngum í dag. Það komu svo margar í gær að þær komust varla í réttina á Bægisá. Við fengum 148 fullorðnar og 241 lömb.

Landafjallið var svo gengið aftur í dag og líka Bægisárdalurinn. Það komu mun færri í dag en í gær. Við fengum 27 fullorðnar og 48 lömb

Nú er staðan sú að það vantar 79 ær og 137 lömb. Vonandi fáum við eitthvað af þeim á mánudaginn.

Veðrið í gær var æðislegt en það er ekki hægt að segja það sama um veðrið í dag. Rigning og rok emoticon


Ég gat séð um bókhaldið. Merkti við með vinstri emoticon

Ég setti nokkrar myndir inn


Molinn kveður


07.09.2016 18:42

Úúújeee 2 dagar

Nú er allt á fullu með undirbúning fyrir komu kindanna.
Það er búið að moka út úr húsunum. 


Líka búið að setja grindurnar niður. Hér er syðsta króin


Mið króin


Og nyrsta króin. Það þurfti að skipta út efni í þessari. Það gamla var orðið mjög slitið


Svo er verið að hækka bitann yfir hliðunum á hólfunum á fjárvagninum, svo það þurfi ekki að skríða undir til að koma kindunum inn í hvert hólf


Þetta verður munur


Glæsilegur vagn emoticon


Svo er Þórður búinn að útbúa merkingarblað fyrir þessa bækluðu. Nú þarf ég ekki að skrifa númerin á blað, heldur bara merkja við á þessu blaði. Hér eru kindanúmerin og nöfnin. Svo þarf ég bara að snúa þessu spjaldi við og þá koma lambanúmerin þar. Ekkert að fletta neitt emoticon


Hér eru lambanúmerin. Glæsilegt hjá þér Þórður minn. Þú hugsar um þína emoticon

Spenna, spenna, spennaMolinn kveður06.09.2016 12:16

3 dagar

Oohh hvað ég er löt að skrifa hér inn. Gæti líka verið vegna tímaleysis. Alltaf nóg að gera hér.

Nú er spennan að ná hámarki, því eftir þrjá daga koma fyrstu kindurnar heim emoticon

Ég er búin að fara reglulega á kindarúntinn. Ég hef nú ekki verið dugleg að setja inn myndir af þeim rúntum.


Hér eru fjórlembingar undan Brák og Eitli. Þeir fengu fósturmóður sem bar tveim dauðum lömbum, Björt


Það er gott að eiga vini. Hér erum við Korga að spjalla um næstu helgi. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur báðum

Ég geri nú ekki mikið gagn í komandi réttum. Ég ætla að reyna að vera með bókhaldið og merkja við féð sem kemur.

Ég var í aðgerð á hægri hendinni og þarf þess vegna að skrifa með þeirri vinstri. En æfingin skapar meistarann. 

Heimalingarnir hafa aðeins stækkað, en ekki mikið samt

Hér er nú elsku Bogi. Hann hefur ekkert lagast í hálsinum. 


Þetta er Simmi


Seigla, fjórlembingur undan Golu og Örvari


Og þetta er hann Hringur.

Ég setti inn nokkrar myndir emoticon


Molinn kveður  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar