Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076804
Samtals gestir: 58084
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 00:28:41

Færslur: 2014 Desember

29.12.2014 14:14

Jól og snjór

Gleðileg jól og farsælt komandi ár, kæru vinir. Þakka ykkur fyrir innlitið og kommentin á síðuna mína, á árinu sem er að líða.
 
Það er aldeilis búið að snjóa. Garðurinn okkar er farinn á kaf í snjó.

Þetta er fyrir framan húsið okkar. Simmi er að blása með snjóblásara í gegnum skaflinn á veginum.


Oft svo fallegt veður eftir svona óveður.


Við þurftum að setja kaggann í framhjóladrifið til að komast upp í fjárhús með Huginn. 


Hér eru hænsnakofarnir mokaðir upp, nánast á hverjum degi. Ég fékk góða hjálp við að moka þá upp í gær. Þvílíkt snjómagn. En það fer vel um hænurnar þarna inni. 


Þessi mynd er tekin niðri við hurðina á hænsnakofanum. Brattur stigi niður.

Við vorum fjögur hér á aðfangadag. Við Þórður, Huginn og Þórhallur.

Hér er Huginn á aðfangadagskvöld. Svo flott mynd af honum.

Við erum búin að fara í tvö jólaboð, annað á Myrká og hitt í Ólafsfjörð. Svo skruppum við í Skagafjörð, til fjölskyldu Hugins. 

Við erum búin að hafa það mjög gott  emoticon

Fjárhúslífið gengur vel. Þórður sæddi 11 ær. Ég held að 8 af þeim ætli að halda. Við höfum allavegana ekki séð þær ganga upp. Hann sæddi 7 með Þoku Hrein og 5 halda af þeim. Svo sæddi hann 4 með Garra og 3 halda af þeim. 

Úff við erum með 44 kindur sem við höfum ekki dagsetningu á því hvenær þær hafa fengið. Fyrstu ærnar fengu 25. nóvember og eiga því að bera 17. apríl og þær síðustu sem við erum með dagsetningu á fengu 23. des. og eiga tal 15. maí. Þá er nú sauðburður kominn í heilan mánuð. Svo er spurning hvort einhverjar eiga eftir að ganga, þá lengist sauðburður enn meira. Við erum svosem vön því að hafa sauðburð í einn og hálfan mánuð  emoticon


Molinn kveður17.12.2014 21:27

Snjór

Við settum hrútana í féð 6. des. Við vorum búin að halda eitthvað um 40 ám áður en við settum hrútana í. Við fengum lánaðan hrút hjá Helga Steinssyni Syðri-Bægisá og hann var settur í nokkrar ær, 28. nóv. til 13. des. Við sæddum nokkrar og svo notuðum við félagshrútinn Ebita á nokkrar. Það teygist eitthvað á sauðburði í vor. Ég held að hann verði allavegana í mánuð. En við erum nú vön því.


Við keyptum okkur fjórhjól um daginn. Ég held samt að við höfum keypt vitlaust tæki, því það er kominn svo rosalega mikill snjór hér að það er ekki hægt að vera á því. Við hefðum átt að kaupa snjósleða. Kannski eigum við það eftir. 


Það var brjálað veður hér í dag. Garðurinn hjá okkur er orðinn sneisafullur af snjó. Hér eru hænsnakofarnir okkar. Það sést nú ekkert í annan þeirra. Ég er búin að merkja á myndina þar sem kofarnir eru. Ég ætla að taka myndir af öllum þessum snjó, á morgun. 

Hér eru kofarnir. Þessi vinstramegin fór alveg á kaf og það var hátt í meter ofan á mæninn. Simmi og Helga hjálpuðu okkur að moka, þannig að hægt væri að fara inn í hann og gefa hænunum. 


Já það er kominn svo mikill snjór hér að ég kemst ekki með Huginn litla upp í fjárhús. Hann hefur ekki farið þangað síðan um síðustu helgi. Ég held að hann sé farinn að sakna þess. Þessi mynd er tekin 12. des. þá fór ég með hann í fjárhúsin á snjóþotu. Ég þarf að græja eitthvað flott til að komast með hann uppeftir. Nú er kominn ennþá meiri snjór síðan þessi mynd er tekin.Molinn kveður.  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar