Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076841
Samtals gestir: 58086
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 00:49:42

Færslur: 2012 Júlí

31.07.2012 10:21

Yndislegt líf :-) við eigum bara eitt :-)

Þá erum við búin að fara á ættarmót á Skagaströnd. Það var mjög gaman, en alltof stutt. Við fórum nefnilega á laug.morgunn og komum aftur heim um kvöldið. Hefði viljað vera alla helgina. Ég er búin að setja inn myndir sem ég tók þarna. 

Það er verið, á fullu, að undirbúa, málningu á þökin á fjárhúsunum og hlöðunni á Möðruvöllum. Ég held að það eigi að mála þau í dag eða á morgun. Eða sko sprauta þau. Ég fer og mynda í dag, og set inn myndir vonandi í kvöld. Það verður mikil breyting á húsunum eftir þetta :-)

Júlli fór í gær frá okkur, og Siggi Tumi fer í dag. Það verður frekar tómlegt hjá mér eftir þessa dvöl þeirra hér. En þeir koma svo aftur helgarnar sínar :-)

Ég fer á hverjum degi ennþá á sjúkrahúsið í hreinsun, plokk og umbúðaskipti, á fætinum,  og á því miður eftir að fá að gera það í langann tíma enn. Það er verið að spá í það hvað eigi að gera við mig um réttirnar. Ég held að það eigi að binda mig niður, (svo ég verði til friðs), en það á eftir að finna stað fyrir mig. Eða þetta voru þeir bræður, Þórður og Simmi að tala um í gær. Ha,ha, þeir eru bara í djókinu. En ég vona að ég verði orðin góð fyrir réttir :-)

Molinn kveður.

26.07.2012 20:30

Rollurúntur og fl.

Jæja, nú eru allir farnir frá okkur nema Siggi og Júlli. Guðrún og Einar Breki fóru 24. Þau ætluðu að vera hér þangað til á sunnudag, en ákváðu að fara heim. Svo er spurning hvort þau mæta á ættarmótið á Skagaströnd. María, Árdís og Kristófer fóru líka 24. Þau fóru suður. María er að fara að vinna á Reykjalundi. Nú er bara tómlegt hjá okkur.

Jæja ein af afmælisgjöfunum var ferð til Grímseyjar. Það er flug fyrir tvo, frá Akureyri til Grímseyjar, gisting fyrir tvo í Grímsey, og svo ferð fyrir tvo, með Sæfara frá Grímsey til Dalvíkur. Þetta verður æðisleg ferð. Mig hefur lengi langað til Grímseyjar, og nú læt ég verða að því :-)   Ég er búin að panta ferðina, og við förum 2.ágúst út og til baka 3.ágúst. Krakkarnir okkar og fjölskyldur þeirra gáfu mér þetta. ÆÐISLEGT.

Við fórum rollurúnt, núna 24.. Við sáum þrjár í viðbót. Þá erum við búin að sjá 7 kindur, þær Grímu, Freyju, Ponsu, Brá, Botnu, Þoku og Trillu. Lömbin eru orðin svo stór og falleg. Hlakka til að fá þær heim í haust.

Ég fer daglega á sjúkrahúsið í umbúðaskipti á fætinum. Læknirinn er búinn að skrapa ofaní sárið, og nú síðast alveg niður í bein. Þetta er frekar vont. Svitna og hvítna alveg upp. Ég þarf að halda áfram að mæta þar, þar til þetta er komið á réttan veg. Ég ætla að leyfa mér að setja inn mynd af þessu.  EKKI FYRIR VIÐKVÆMA.

Já svona lítur þetta út. Nærri 2 cm langt sár

Við förum á ættarmót á laugardaginn, á Skagaströnd. Við ætluðum að fara á föstudaginn, en ég þarf að mæta í umbúðaskipti á laugardagsmorgunn og svo aftur á sunnudagsmorgunn. Þannig að við förum á laugardagsmorgunn og komum aftur heim um kvöldið. Þetta eru afkomendur móður-ömmu og afa.

Við fórum í Baugasel í gær, með Sigga og Júlla. Við buðum Siggu tengdamömmu með. Oggi, Áslaug, Stefanía og fl. komu líka. Við förum alltaf með strákana, Sigga og Júlla, þangað þegar þeir eru í sumardvöl hjá okkur. Þeim finnst það svo gaman og kalla þetta grashúsið.  Þeir voru mjög ánægðir með gærdaginn.


Ég er búin að setja inn myndir, alveg 6 albúm.


Molinn kveður.


23.07.2012 21:09

Kellan fimmtug í dag

Jæja loksins ætla ég að skrifa eitthvað niður hér.
Við fórum á ættarhittinginn, í Varmahlíð, sem var helgina 13-15. Það var alveg rosalega gaman að hitta fólkið sem mætti þar. Við vorum með þrjá gutta þessa helgi, og fórum bara á laugardagsmorgunn og komum aftur heim um kvöldið. Gistum semsagt ekki. Ég á eftir að setja inn myndirnar sem ég tók þar. Einar fór svo á sunnudaginn, en Júlli og Siggi eru enn hjá okkur. Þeir fara ekki fyrr en á þriðjudaginn 31. júlí. Það er búið að ganga alveg rosalega vel með þá.

Þórður og Friðrik eru búnir að vera duglegir á Möðruvöllum. Búnir að háþrýstiþvo þakið og veggina á hlöðunni og líka á fjárhúsunum. Þeir voru alveg að ganga frá sér í þessu. Það er mjög erfitt að standa með dæluna allann daginn, og það upp á þaki. Þeir voru tvo daga að þessu. Það eiga eftir að koma myndir af þessu.

María og Árdís eru búnar að búa hér í mánuð, já og Kristófer líka eitthvað smá. Þau eru að flytja suður. María fékk vinnu á Reykjalundi. Þau fara öll suður á morgun.

Dagur og Jökull eru líka búnir að vera hér í nokkra daga. Þeir fóru heim í gær.  Já svo eru Siggi og Júlli hér líka. Guðrún og Einar Breki eru hér, og Nonni var hér um helgina. Þegar voru sem flestir þá vorum við 13 sem sváfum hér. Nú er þetta allt að fjara út. Guðrún og Einar Breki verða hér þangað til á sunnudaginn. Við erum að fara á ættarmót á Skagaströnd um helgina, og þau ætla með þangað. Það verður gaman að hitta ættingjana þar.

Ég var með smá hitting á laugardaginn vegna aldursins sem ég er komin á í dag. Já kellan er fimmtug í dag.  Ég var með þetta boð, í leikhúsinu á Möðruvöllum. Það komu mjög margir. Ég var að telja saman fjöldann sem mætti, og það komu 73, með börnum, já og með mér. Ég var með mat, og svo tertur í eftirrétt. Guðrún Helga færði mér tertu sem hún var búin að skreyta með kindastyttum , búnar til úr sykurmassa. Hún var búin að vera að föndra kindurnar síðan í maí. Þær voru níu, og í réttu litunum, þannig að við þekktum þær allar. Og svo var meirisegja garði með heyi í og fóðurbæti, já og steinar og gras. Hún er svo mikill snillingur hún dóttir mín. Svo fékk ég aðra tertu. Það var Ása systir mömmu sem galdraði hana framm á laugardagsmorgunn. Svo ótrúleg hún Ása frænka.  Ég fékk fjöldann allan af gjöfum, og þakka ég ykkur öllum, innilega fyrir þær og fyrir komuna. Þetta var alveg yndislegur dagur út í gegn. Veðrið var æðislegt, það  kom svo LANGÞRÁÐ rigning þegar veislan var að enda. Og auðvitað á ég eftir að setja inn myndir frá þessum degi.

Það er ekki nógu gott ástandið á löppinni minni. Ég fór í aðgerð 5. júlí, og kúlan var tekin í burtu í þriðja skiptið, þarna af ristinni á mér. Ég held að það hafi tekist að ná henni í burtu núna, en skurðurinn ætlar sér ekki að gróa. Ég átti að koma á slysadeildina, viku eftir aðgerðina, og láta skipta um umbúðir á skurðinum. Konan sem tók á móti mér þar, tók sauminn úr, og skipti um umbúðir. Ég sagði henni að hún mætti ekki taka sauminn úr strax, því það væru ekki liðnir nema 6 dagar frá aðgerðinni. En  hún hlustaði ekki á mig og tók saumana. Ég fór svo til læknisins, sem gerði aðgerðina, 19. júlí. Hann ætlaði að taka þá úr, þá. Hann varð svo reiður og hissa, á að það væri búið að taka saumana úr, sagði að þetta væru algjör mistök. Hann setti klemmuplástra og umbúðir á, og sagði mér að koma aftur í dag, 23. júlí.  Ekki hefur sárið batnað eftir allan þennan tíma. Hann tók járn og skóf upp úr sárinu, alveg niður í kjöt. Ég var orðin hvít í framan, og óglatt af sársauka. Og nú á ég að koma á hverjum degi, á slysadeildina, og láta hreinsa sárið upp, og búa um það,  alveg þangað til það grær. Nú fer ég að verða búin að fá nóg í bili af öllu þessu veseni.

Nú segir sú fimmtuga,


Molinn kveður.
 

13.07.2012 23:47

Yndislega Lyngbrekka

Jæja, þá er maður nú smollin í sumarfrí, og það alveg til 7. ágúst. Ég fer ekki að vinna aftur fyrr en ég verð orðin fimmtug.
Ég er búin að setja inn myndir frá því sem var gert í dag, á Möðruvöllum. Þórður og Friðrik fengu enn og aftur útrás þar. Þeir ætla að taka sér frí á morgun og sunnudaginn.
Siggi og Júlli eru mættir til okkar í sumardvöl og ætla að vera í 18 sólahringa. Einar kom líka í dag, en hann fer á sunnudaginn. Verður bara helgina hjá okkur. Við erum að gista í Lyngbrekku og það var aldeilis spenningur í guttunum að fá að gista þar. Þetta er svo yndislegt að vera í þessu litla húsi okkar. Við gerum alltof lítið að því. Kanski er nú ástæða fyrir því. Mikið að gera.
Við ætlum svo að skreppa í Varmahlíð á morgun með strákana, á ættarmótshitting hjá Molunum, en það er ættin hans pabba, sem kalla sig Molana.

Molinn kveður.


12.07.2012 23:27

Niðurrif

Það er enn verið að rífa niður á Möðruvöllum. Nú eru það, þeir feðgar Þórður og Friðrik sem eru búnir að vera ofvirkir í dag. Þetta breytist dag frá degi. Mikill munur síðan í gær. Ég held að þeir fari líka á morgun og verði eitthvað ofvirkir þá líka.

Ég setti inn myndir af því sem þeir gerðu í dag. Mikil breyting.

Ég læt svo aftur inn myndir á morgun, af því sem þeir gera þá.

Molinn kveður.


11.07.2012 23:14

Hjólhýsið komið á nýjan stað

Það er búið að rífa allt niður á Djúpárbakka, og flytja mest allt í Möðruvelli. Það er samt eitthvað smá eftir þar. Í dag var hótelið mitt flutt, og nú get ég eldað og hitað kaffi á nýja staðnum.
Þeir bræður eru búnir að vera mjög duglegir, að rífa niður járnverkið, þrífa og taka til, á Möðruvöllum. Maður sér alveg rosalegan mun, dag frá degi. Ég er búin að setja inn myndir frá þessu sem búið er.
Já það er líka búið að vera að girða, en það er nú samt þónokkuð eftir af því verkefni.
Friðrik og Yumiko komu norður í gær. Friðrik var að smella í sumarfrí, og ætlar að hjálpa pabba sínum.

Ég læt svo myndir inn, á morgun, af ættarmótinu sem við vorum á, 22.-24. júní.

Ég er að jafna mig í fætinum. Saumarnir voru teknir úr í morgun, og þetta lítur vel út. Ég á svo að koma í myndatöku og eftirlit 19, og þá kemur í ljós hvort þetta sé farið.

Molinn kveður.
04.07.2012 23:17

Kúlan í burtu :-)

Ísabella, litla ömmustelpan mín, sem er ný orðin 5 ára, fór ein í flugvél til danmerkur, í fylgd. Hún var hvergi bangin, var bara spennt. Það gekk mjög vel hjá henni. Hún var að fara til pabba síns. Svo dugleg þessi elska.

Hún var í þessari vél. Ég tók mynd af vélinni þegar hún flaug hér yfir.

Nú erum við byrjuð að rífa allt niður í fjárhúsunum á Djúpárbakka, og flytja það í Möðruvelli. Við verðum vonandi búin að flytja það allt um helgina. Svo þarf að  smíða allt upp þar, girða og fl. Þetta er spennandi verkefni. og verður vonandi flott hjá okkur.

Ég er að fara í aðgerð í fyrramálið. Það á enn og aftur að skera þessa kúlu af ristinni, á löppinni á mér. Ég fer í svæfingu, og það verður skorið eins og síðast, og meitlað úr beini. Vonandi kemur hún svo ekki aftur.


Molinn kveður.02.07.2012 09:12

Rollurúntur

Þá erum við nú búin að fara okkar fyrsta alvöru rollurúnt. Við hittum fjórar, og gáfum þeim brauð. Gríma er svo ótrúleg. Hún sá okkur og kom á sprettinum niður fjallið til að fá brauð. Nú getum við ekki farið á rúntinn í nokkra daga, svo hún haldist ekki niður við girðingu og heimti brauð. Hún verður að fara aftur upp í fjall. Hún gerir það, því í fyrra gerði hún þetta stundum, kom hlaupandi niður fjallið og fékk brauð og var svo farin upp daginn eftir. Freyja er hinsvegar alltaf á sama svæðinu rétt ofan við girðingu, og er þar allt sumarið.
Júlli og Siggi voru hjá okkur um helgina, og skruppum við meðalannars í Rauðalæk með þá, og svo vorum við í Lyngbrekku í gær í algjörri afslöppun. Það má segja að við séum að safna orku til að fara að byrja á einhverju sem við eigum fyrir höndum.
Ég fer í sumarfrí eftir tvær vikur. 13. júlí kl.16 verð ég komin í frí, og verð í fríi framm yfir verslunarmannarhelgi. Siggi og Júlli koma til okkar 13. og verða í 18 sólahringa, í sumardvöl. Við verðum áreiðanlega mikið með þá með okkur á Möðruvöllum. :-)
Ég setti inn nokkrar myndir.

Molinn kveður


  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar