Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1012
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076254
Samtals gestir: 58071
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 09:20:19

Færslur: 2015 September

25.09.2015 11:32

Lömb undan sæðishrútum

Sæðislömbin okkar voru 11 sem fóru á fjall.
5 gimbrar undan Garra, og 4 gimbrar og 2 hrútar undan Þoku-Hrein
Ég er búin að mynda þau öll. 

Hér koma myndir af Garra lömbum

Gimbur undan Mjöll og Garra. Hún verður sett á.
Hún var 41 kg. af fjalli


Gimbur undan Mjöll og Garra. Hún verður sett á.
Hún var 45 kg. af fjalli


Gimbur undan Þotu og Garra. Hún verður sett á.
Hún var 44 kg. af fjalli. Hún er einlembingur en gekk tvö undir. Lambið á móti var 51 kg.


Gimbur undan Spjálk og Garra. Hún er leiðinlega gul. En ég held að hún verði sett á.
Hún var 44 kg. af fjalli


Gimbur undan Spjálk og Garra. Hún er leiðinlega gul. En ég held að hún verði sett á.
Hún var 43 kg. af fjalli

Hér koma svo myndir af Þoku-Hreins lömbum

Hrútur undan Furu og Þoku-Hrein.  Það er búið að lóga honum.
Hann var 49 kg. af fjalli. Fallþungi 20,4 kg. R3


Gimbur undan Furu og Þoku-Hrein.  Hún verður sett á.
Hún var 38 kg. af fjalli


Gimbur undan Orku og Þoku-Hrein. Hún verður sett á.
Hún var 48 kg. af fjalli. Hún er einlembingur en gekk tvö undir. Lambið á móti var 44 kg.


Hrútur undan Frigg og Þoku-Hrein. Hann var stigaður og stigaðist svona :
52 kg. 30 ómv. 4 ómf. 4 lögun 111 fótl.
8  8,5  8,5  9  9  17,5  8  8  8,5  samtals 85 stig


Gimbur undan Frigg og Þoku-Hrein. Hún verður sett á.
Hún var 45 kg. af fjalli.


Gimbur undan Drífu og Þoku-Hrein. Hún verður sett á.
Hún var 51 kg. af fjalli. Hún er einlembingur en gekk tvö undir. Lambið á móti var 49 kg.

Hér getið þið séð myndir af þeim teknar í vor
Molinn kveður24.09.2015 15:52

Lífið er svo, svo, svo ljúft


14-572 Drýsill. Þessi mynd er tekin 11. október 2014. 


Drýsill, tæpu ári seinna. Mynd tekin í dag, 24. september.
Hann er undan Dolla sæðishrút og Tanju


14-571 Nagli. Þessi mynd er tekin 11. október 2014. 


Nagli, tæpu ári seinna. Mynd tekin í dag, 24. september.
Hann er undan Dal sæðishrút og Skrúfu.
Þess má geta að Nagli sá um alla gemlingana á fengitímanum. Það voru 54 gemsar hjá honum og bara tveir geldir.

Þeir fá að vera áfram hjá okkur

Ég fer daglega á göngu um túnin til að líta eftir fénu. Ég er alltaf með myndavélina með í för. 


Mæðgur emoticon


Tunglið í gærkvöld. Ég var að prufa linsuna góðu. 


Myndir settar í albúm.


Molinn kveður22.09.2015 21:38

Núna eru sæludagar


Þessi mynd er tekin á Syðri-Bægisá. Þið sjáið örina sem ég er búin að setja á myndina. 


Þessi mynd sýnir aðdráttinn að þessari ör á fyrri myndinni.
Þarna er verið að smala í fyrri göngum


Þessar komu í öðrum göngum. Súla, Hexía og Drottning eru þarna fyrstar og leiða hópinn í réttarhólfið á Þverárrétt. Þær létu hafa fyrir sér, ætluðu að vera aðeins lengur á dalnum.

Ég setti nokkrar myndir inn emoticonMolinn kveður


21.09.2015 20:10

Réttir

Við erum búin að fá rúm 80 stk. heim um helgina. 
Þá vantar okkur þrjár ær, með 5 lömb. Svo vantar okkur sjö stök lömb. Samtals 15 stk.
Vonandi á eitthvað af þeim eftir að skila sér heim.
Við vigtuðum þennan hóp sem heimtist núna og meðalþunginn breyttist ekkert.Molinn kveður18.09.2015 21:51

Vigt

Við vigtuðum lömbin 16. september.  
Meðalvigtin er 44 kg. af öllum lömbunum sem komin eru. 
Þau eru 306, en okkur vantar 64 lömb af fjalli.

Við sendum 160 lömb og 7 fullorðin (fjóra sauði, tvo hrúta og eina veturgamla) í sláturhús í gær og þeim var slátrað í dag.
Meðal fallþungi lambanna var 19.7 kg.
Gerðin 10,48
Fitan 8,18
27 lömb fóru í E
78 lömb fóru í U
og rest í R
Þyngsti skrokkurinn var 31,4 kg.

Þessi flekkótti hrútur var 65 kg. 
Fallþungi hans var 31,4 kg.
Gerð 14
Fita 11
Hann fór í E4
Hann er einlembingur undan 13-388 Ebita félagshrút og 11-058 Ófeigu 


Þetta er Rúrí. Henni var slátrað í dag. Hún hefði átt að haga sér betur, því þá hefði hún ekki verið send á sláturhús. 

Hér er hún að fara sínar eigin leiðir


Bæsa var slátrað í dag


Og líka Geir


Við létum stiga 9 lambhrúta
Af þeim fengu einn 87,5 stig
Þrír 86,5 stig
Einn 85,0 stig


57 kg.  ómv. 36  ómf. 3,8  lögun 5,0  fótl. 111
Haus 8  H+h 9  B+útl 9,5  Bak 9,5  Malir 9  Læri 18  Ull 8   Fætur 8  Samr. 8,5  Alls 87,5
Þessi hrútur er undan 14-577 Bæsa og 11-042 Skessu


53 kg.  ómv. 34  ómf. 3,1  lögun 4,5  fótl. 110
Haus 8  H+h 9  B+útl 9  Bak 9  Malir 9  Læri 18,5  Ull 7,5   Fætur 8  Samr. 8,5  Alls 86,5
Þessi hrútur er undan 14-577 Bæsa og 11-042 Skessu


55 kg.  ómv. 30  ómf. 4,2  lögun 5,0  fótl. 110
Haus 8  H+h 9  B+útl 9  Bak 9  Malir 9  Læri 18,0  Ull 8,0   Fætur 8,0  Samr. 8,5  Alls 86,5
Þessi hrútur er undan 13-388 Ebita og 12-081 Dokku

Ég er ekki með myndir af hinum hrútunum.Molinn kveður

15.09.2015 13:35

Réttir

Fyrri göngur og réttir afstaðnar. Okkur vantar alltof margar kindur, eða rétt um 100 stk. í heildina. 
Það var ekki gott gangnaveður á sunnudaginn. Þoka niður í miðjar hlíðar og ekkert skyggni. Vonandi verður betra veður um næstu helgi, í öðrum göngum.


Þessi gullmoli átti afmæli í gær 14. september. Einar Breki er orðinn 4ra ára. Amma tekur greinilega alltaf kindurnar fram yfir þessa elsku, því ekki fór hún suður til hans


Við erum búin að eiga heima hér í tvö ár í dag. Ótrúlegt hvað tíminn líður. Yndislegur staður emoticon

Nokkrar myndir settar inn emoticon
Molinn kveður


12.09.2015 10:39

Fyrsti hópurinn kominn heim

Nú er spennufall.  
Það var verið að létta á göngnumum í dag og gengið Bægisárfjallið í gær. Við fengum nokkur stk. þar. 
Ég tók engar myndir í réttunum, því það ringdi svo mikið. Ég var bara í bílnum með bókhaldið. Það var nú verið að gera grín að mér að sitja bara í bílnum meðan var verið að draga féð. En annað var ekki hægt að gera ef við vildum skrá þau sem komu. Veðrið í dag er mun betra, sól og gott emoticon 
Spennan eykst  emoticon emoticon emoticon 


Hér er Elka með tvær fallegar gimbrar

Nú eru alvöru göngur og vonandi fáum við slatta á Syðri Bægisá í dag.

Meira á morgun.

Nokkrar myndir í albúmi


Molinn kveður


08.09.2015 13:09

Nýja linsan stenst væntingar

Enn er ég að prufa nýju linsuna


Ég var að prufa linsuna og setti aðdráttinn í botn að þessum gula hring og útkoman er hér á næstu mynd


Frekar sátt emoticon emoticon


Ég dró að þessum gula hring og útkoman er hér á næstu mynd


Þetta er ótrúlegt emoticon


Svo eru hér tveir gulir hringir og aðdrátturinn á efri hringnum er fyrri myndin hér fyrir neðan og aðdrátturinn á neðri hringnum er seinni myndin

Efri hringurinn


Og neðri hringurinn. Mér sýnist að það sé að losna jarðvegur hér

Ég er mjög ánægð með þessa linsu. Hún stóðst væntingar


Molinn kveður

07.09.2015 21:55

Nýja linsan

Nú er ég aðeins búin að prufa nýju linsuna. Ég fékk hana í dag.
Nú á ég þrjár linsur


18-55mm


70-300mm


150-600mm

Þessi er geggjuð. Ég fór með hana á rúntinn og tók myndir með henni. Það var samt ekki nógu gott skyggni, mystur yfir öllu.


Staðarhnjúkur. Takið eftir bungunni sem rauða örin bendir á
Þessi mynd er tekin með litlu linsunni


Þessi mynd er tekin með 600mm linsunni, ekki með mesta aðdrætti, en bara til að sýna bunguna


Hér er bungan, tekin með mesta aðdrætti á 600mm linsuna


Þessi mynd er tekin á 55mm linsuna, með mesta aðdrátt


Þessi mynd er tekin á 300mm linsuna, með mesta aðdrátt


Og þessi mynd er tekin á 600mm linsuna, með mesta aðdrátt.

Ég verð í því að taka myndir núna emoticon


Litla linsan


Mið linsan


Stóra linsan

Fór líka á kindarúntinn og sá ný lömbMolinn kveður


06.09.2015 19:59

5 dagar, já 5 dagar

Nú eru bara 5 dagar í fyrsta hópinn sem kemur af fjalli emoticon

Við fórum kindarúnt í dag og sáum nokkrar sem við höfum ekki séð í sumar.
Þar á meðal sáum við Spjálk með tvær gimbrar undan Garra sæðishrút. Það eru fyrstu sæðislömbin sem við sjáum síðan þær fóru á fjall. 


Þessi mynd er tekin 22.maí. Gimbur undan Spjálk og Garra 11-908


Og hér er hún, mynd tekin í dag, 6. september


Þessi mynd er tekin 22.maí. Hin gimbrin undan Spjálk og Garra 11-908


Hin gimbrin undan Spjálk og Garra, mynd tekin í dag, 6. september

Þær eru flottar, en alltof gular. Hefði viljað hafa þær alveg hvítar.


Mynd tekin 26. maí. Gimbur undan Snæju


Og hér er hún, mynd tekin í dag, 6. september

Ég hef alltaf gaman að því að bera saman myndirnar sem ég tek á vorin og haustin. Ég á eftir að koma með nokkrar svoleiðis.

Myndir í albúmi emoticonMolinn kveður
04.09.2015 14:54

Ný linsa á næstunni, 150-600mm

Það styttist og styttist í réttir emoticon Bara 7 dagar í fyrsta hópinn emoticon


Ég sá Pæju með lömbin sín, í gær. 


Og Flækju með gimbrina sína


Og þarna er Mylla með gimbur og hrút. Ullin er frekar þæfð og ljót á þeim


Kræða með tvær gimbrar


Og Kreppu með hrút og gimbur

Ég er að deyja úr spenning. Ég er meirisegja farin að hlakka til vetrarins, þegar þær verða settar á hús emoticon

Þessi linsa er alveg meiriháttar. Ég er búin að vera að taka myndir með henni. Eins og sést er hún 70-300mm 


Á mánudaginn fæ ég þessa. Hún er 150-600mm. Dregur helmingi meira að en hin. Hlakka rosalega mikið til að fara að nota hana. Ég á eftir að pósta myndum úr henni hér inn, bæði af kindum og fuglum.


Ég hefði tildæmis viljað taka þessa mynd með þessari linsu. En ég á eftir að taka margar myndir emoticon emoticon emoticon


Ég leyfi ykkur að fylgjast með Molinn kveður  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar