Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 868
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076110
Samtals gestir: 58069
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 07:53:58

Færslur: 2017 Mars

29.03.2017 20:05

Styttist í vorið

Vorið er að koma. Tæpur mánuður í sauðburð


Veturgömlu ærnar fengu að fara út í dag


Þrílemburnar líka. Í fyrradag fóru líka nokkrar ær út. Það eru ær úr tveim króm, sem fara út yfir daginn, svo það ruglist ekki saman sem búið var að flokka


Mjöll er elst, er að verða tíu vetra. Snoðið var ekki tekið af henni. Hún er með þrjú og ætlar að enda þetta með stæl


Súla ætlar sér að koma með þrjú emoticon


Spjálk var geld í fyrra. Núna er hún með þrjú. Líklegast hefur hún látið eftir að hrútarnir voru teknir úr fénu. Sem betur fer gáfum við henni annan séns


Þessar eru með þrjú, Skessa og Brík. Skessa verður að fara að passa sig. Hún er að springa


Gulbrá er líka að springa. Hún er með þrjú


Brella og Gulbrá, báðar með þrjú


Uppáhalds kindin mín hún Filma. Hún er með þrjú


Ég er að æfa Filmu í að koma til mín úti eins og hún gerir inni. Hún lét það eftir sér að koma ein úr hópnum og fá góðgæti hjá mér. Vonandi gerir hún það líka þegar hún er borin


Simmi smíðaði þetta til að auðvelda kindunum að hoppa upp úr krónum. Nú er mun auðveldara fyrir þær að koma sér upp á gang emoticon


Molinn kveður29.03.2017 19:27

Týri

Týra finnst gaman þegar einhver nennir að leika við hann. Við Damian lékum lengi við hann í dag. Hér koma nokkrar myndir af honum að elta golfkúlu sem við Damian hentum fyrir hann


Það er kraftur í honum að svífa yfir


Já hann ætlar sér að ná í golfkúluna


Ég var alveg hissa hvað hann nennti að stökkva á eftir kúlunni


Stundum náði hann að grípa hana áður en hún fór yfir girðinguna


Hann var alveg búinn á því eftir þennan leik. Ég held að hann sé með strengi


Damian að koma heim úr skólanum


Þetta er orðin algeng sjón. Oft á dag emoticon


Molinn kveður29.03.2017 17:42

Hænsnaræktin

Ég er komin með tvær hænur sem vilja liggja á. Ég setti 10 egg undir þær í gær. Vonandi koma 20 ungar eftir 20 daga


Hér er önnur hænan. Hún liggur á 10 eggjum. Vonandi tekst að unga þeim út


Og þetta er hin hænan. Hún liggur líka á 10 eggjum. Hún er að verða fjögurra ára. Hún virðist ekki vera hætt að verpa


Þetta er flottur hani. Hann er hinsvegar orðinn hættulegur. Hann ræðst á mig þegar ég fer inn í hænsnahús. Ég held að hann sé að verja hænurnar þegar ég tek eggin frá þeim. Ég þarf að passa að hann ráðist ekki á börn, ef þau koma með mér inn í hús. Hann fær að fjúka seinnipartinn í sumar. Ég ætla að endurnýja alla hanana þá


Þær eru farnar að spóka sig úti. Þá segi ég nú, vorið er á næsta leiti. Það er að vísu búið að vera vor í allan vetur


Þessi er að verða fjögurra ára


Úti í gerði


Týri fylgist með þeim. Það fer ekkert fram hjá honum


Molinn kveður26.03.2017 19:47

Elsku engillinn okkarÞessi fallegi engill hefði orðið fjögurra ára í gær, 25. mars. Að því tilefni kom fjölskylda hans, við og Guðrún Helga og strákarnir, saman til að minnast hans


Afmælissöngurinn var sunginn og svo voru borðaðar kræsingar


1-4 bekkur Þelamerkurskóla fór í skíðaskólann í Hlíðarfjall, 15., 16., 20. og 21. mars. Þá fengu krakkarnir kennslu á skíðum. Það var svo gaman að sjá hvað þeim fór hratt fram. Sum þeirra voru að stíga á skíði í fyrsta skiptið. Svo var útivistardagur Þelamerkurskóla, 22. mars. Þá fóru allir krakkar og kennarar skólans, upp í Hlíðarfjall. Algjört ævintýri að fá að taka þátt í þessu emoticon


Damian í diskalyftunni


Damian mjög einbeittur að renna sér


Kennsla í gangi


Þessi ömmugull fengu að vera með á útivistardeginum í Hlíðarfjalli


Einar Breki á fullri ferð


Og Haukur Nói líka á fullri ferð


Hér eru þeir á töfrateppinu. Sá stutti fór einn upp og renndi sér niður. Þeim fannst mjög gaman að leika sér þarna


Fuglarnir eru svo gæfir í Hlíðarfjalli


Það er hugsað vel um þá þarna

Lífið í fjárhúsunum gengur sinn vana gang. Að vísu eru þrjár búnar að láta. Ein fullorðin sem taldist með eitt fóstur og tveir gemsar, annar taldist með eitt og hinn taldist með tvö, en annað fóstrið var að drepast. Vonandi láta ekki fleiri emoticon 


Molinn kveður
07.03.2017 12:56

Fyrri sprautan

Við sprautuðum alla gemlingana og lambhrútana, já og þessar sem við keyptum í haust, 21 stk. fyrri sprautuna gegn lambablóðsótt. Það var gert í gær, 6. mars.


Þetta eru lamblausu gemlingarnir. Liggja allir á meltunni. Þeir nenntu nú samt að standa upp þegar ég fór að gefa


Þetta eru einlembdu gemlingarnir. Það var sama sagan með þá. Lágu allir á meltunni þegar ég kom í morgun. En þeir nenntu að standa upp þegar ég fór að gefa


Tvílembdu gemlingarnir röðuðu sér á garðann þegar ég var búin að gefa í morgun


Sumar þykjast vera svo svangar að þær sýna enga þolinmæði þegar verið er að gefa. Alltaf að reyna að ná sér í smá tuggu


Þessi ætti nú að fara að hægja á sér í átinu ef hún á ekki að springa. Hún er nefnilega með þrjú


Þetta er svakalegt. Þetta er hún Skessa og hún á að bera 2. maí


Molinn kveður


07.03.2017 12:01

Yndisleg helgi að baki

Þessi ömmu og afa gull voru hjá okkur um helgina. Við brölluðum margt saman


Það er nú alveg nauðsynlegt að næra sig eftir morgungjöf í fjárhúsunum


Svo er líka gaman að leika sér úti. Við gerðum einn snjókarl emoticon

Þeir bræður að klifra í trjánum


Oohh sjá þessi gull. Við erum búin að eiga margar góðar samverustundir eftir að þeir fluttu norður emoticon


Flottir stubbar, 2, 5 og 8 ára


Þeim fannst gaman að fara í þessi undirgöng. Við lékum okkur þarna í dágóða stund


Ekki leiðinlegt hjá þeim


Stór, stærri, stærstur já eða lítill minni minnstur


Fórum að skoða nýjasta skip Samherja, Kaldbak


Þeir tóku rúnt með afa


Og keyrðu meðal annars í gegnum undirgöngin


Við fórum með þá, á hjólunum upp að fjallsgirðingu.


Þeir vildu fara að henda steinum í ána. Einar Breki ætlaði sér að henda þessum steini, en hann var frosinn niður.
Það var svo gaman hjá þeim að það var erfitt að fá þá heim aftur


Það er nánast snjólaust. Svona er þetta búið að vera í vetur. Girðingar hljóta að koma vel undan þessum vetri


Svo dunduðum við okkur við að gera þetta virki/snjóhús.
Það var mikið að gera hjá þessum guttum um helgina. Það er svo gaman að vera úti og dunda eitthvað með þeim emoticon Ég er alveg að fíla það emoticon


Molinn kveður  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar