Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1058
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 727
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1076300
Samtals gestir: 58072
Tölur uppfærðar: 24.6.2024 09:41:43

Færslur: 2011 Nóvember

24.11.2011 23:13

Einar Breki kom okkur á óvart

Ég fór í sauðfjárræktarskólann í gær. Farið var í fóðrun og umönnun áa til frjósemi og afurða, frágang á haustbók í fjárvís.is og hvernig það skal notað á fengitíð og fl. Þetta var gaman. Þegar ég kom heim frá þessu, þá tók elsku ömmugullið á móti mér. Hann beið í forstofunni eftir mér, hann sat í bílstólnum á forstofugólfinu og starði á mig þegar ég opnaði hurðina. Guðrún var búin að fela sig. Ég verð að viðurkenna það, að mér brá.  Já Guðrún Helga og Einar Breki komu óvænt í gær. Þau gáfu Þórði það í afmælisgjöf, því hann átti afmæli í gær. Einar Breki tók líka á móti afa sínum og gerði hann líka undrandi. Þetta var náttúrulega bara mjög sniðugt hjá þeim að koma okkur svona á óvart.
Við Þórður, Guðrún og Einar Breki fórum á fund hjá sauðfjárræktarfélaginu Neista, í kvöld. Einar Breki mætti á sinn fyrsta fund. Það var verið að raða niður dögunum á félagshrútana, hverjir ætla að nota þá, og hvaða dag.

Molinn kveður.


20.11.2011 20:41

Ljúfa sveitalíf

Ég var að vinna á laugardaginn. Siggi og Júlli voru hjá okkur um helgina. Þórður var með þá meðan ég var að vinna. Við fórum í sveitina bæði í gær og í dag. Það er búið að setja svampa í 22 kindur, þær sem á að sæða og nokkrar gimbrar. Svo verða settir svampar í restina á þriðjudaginn.
Jæja nú er ég LOKSINS búin að setja inn myndir af kindunum. Nú á ég eftir að prenta út og setja á eldhúsvegginn hjá mér.
Helgin er búin að líða alltof hratt. Hefði viljað meiri tíma í sveitinni. Bara gaman.

Molinn kveður.

17.11.2011 20:37

Æxli

Búin að fara í enn eina læknisferðina. Lét skoða kúluna, sem kom í staðinn fyrir þær sem voru teknar 4. nóv. af ristinni á mér. Læknirinn sagði að þetta væri æxli, góðkynja. Líklegast kæmi þetta útfrá slitgigt. En hann var samt alveg á gati með þetta. Eftir ca. tvo mánuði ætlar hann að skera þetta af, ef það verður eins, eða stækkar. Þetta er ekki á þægilegasta stað. Búin að þurfa að skera úr vinnuskónum til þess að geta verið í honum. Ég þakka samt fyrir að þetta æxli er ekki staðsett í höfðinu á mér. Ég held að ég sé að verða búin að reka hann á gat með öll þessi ósköp mín. Hann sagði allavegana í dag að ég væri sérstök. Já hann sagði: Birgitta mín, þú ert sérstök. Ég reyni að trúa því að hann hafi meint það á góðan hátt, ha,ha.
Kindurnar hafa það gott í sveitinni. Það er komin mikil ull á þær, og mér finnst gimbrarnar braggast vel. Nú er Þórður að skrá niður tilhleypingu, hvaða hrútur fær hvaða kind. Við erum að skoða hrútaskrána, hvort við eigum að láta sæða eða ekki. Látum kanski sæða forystukindina.

Molinn kveður.

14.11.2011 19:02

Einar Breki

Vá hvað tíminn æðir áfram. Í dag er litli gullmolinn minn tveggja mánaða. Það styttist í það að hann fari að skríða um allt.


Einar Breki tveggja mánaða.

Nú fer að styttast í fengitímann hjá kindunum. Við ætlum að svampa allar, og reyna að láta þær bera, á innan við viku. Ég er strax farin að hugsa um vorið. Mikil tilhlökkun.
Ég er búin að skrá mig í sauðfjárræktarskólann. Þetta eru 6 námskeið, á tímabilinu nóvember 2011 til ágúst 2012. Tekin verða fyrir helstu atriði sem snúa að umönnun og hirðingu sauðfjár og notkun skýrsluhaldskerfisins fjárvís.is 
Ég held að þetta verði gaman.

Molinn kveður.

13.11.2011 21:41

Sveitin góða

Vá hvað þessi helgi er búin að vera góð. Eftir vinnu í gær, þá fór ég í sveitina, sauð fiskibollur sem voru alveg hreint æðislegar. Svo var ég bara í afslöppun í fjárhúsunum, tók myndir og horfði á kindurnar emoticon
Við fórum svo aftur í sveitina í dag, og tókum Ísabellu með okkur. Hún hafði mjög gaman af því. Ég steikti fisk, og við borðuðum vel af honum í hádeginu. Ég bakaði svo vöfflur til að hafa í kaffinu. Ég var svo líka í afslöppun hjá kindunum eins og í gær, tók nokkrar myndir sem ég á eftir að vinna úr, en ég setti inn nokkrar myndir af Ísabellu. 
Þórður smíðaði gluggana þrjá á stafninn, og setti þá í. Nú vantar bara glerið í þá.

Molinn kveður.

11.11.2011 21:34

Einar Breki

Vinna á morgun með verkstæðismönnum. Smyrja og yfirfara ventla. Bara gaman.
Ég held að það hafi eitthvað mistekist að taka þessar kúlur af ristinni á mér síðastliðinn föstudag. Nú er komin stór kúla í staðin fyrir þessar tvær. Ég á að taka sauminn úr 14. Þá sé ég líka betur hvernig þetta er, allt saman.
Mikið sakna ég þess að fá ekki þetta bros á hverjum degi.

Einar Breki. Svo sætur.


Molinn kveður.

10.11.2011 22:45

Myndataka

Í dag voru gemlingarnir sprautaðir gegn garnaveiki.
Ég fór í sveitina í dag. Tíminn var svo fljótur að líða. Ég tók myndir af kindunum, í þrjá klukkutíma. Ég á samt eftir að bæta aðeins við myndatöku, og geri ég það um helgina.
Ég er að vinna á laugardaginn með verkstæðismönnunum. Við erum að fara að yfirfara ventlana.
Það er alveg hræðilegt þegar þvottavélin bilar. Þvottavélin mín bilaði, og var það í hálfan mánuð. Nú er hún komin í lag, og ég þvæ, og þvæ þvott. Ég mundi ekki vilja skipta þessu raftæki út fyrir eitthvað annað.

Molinn kveður.


07.11.2011 21:40

TÓMLEGT

Nú er frekar tómlegt hér í Sólvöllum 7.  Ekkert lítið ömmugull sem gefur mér falleg bros. Þau Guðrún og Einar Breki fóru suður í gærkvöld, eftir nærri tveggja vikna dvöl hér.  Ég verð bara að drífa mig suður þegar ég fæ frí. Hann dafnar vel, og er orðinn 61.5 cm. Fæddist 53 cm.
Ég hef ekki verið mikið í tölvunni þennan tíma sem þau voru hér, og þar af leiðandi hef ég ekki
staðið mig vel í síðunni minni. Ég er að setja inn myndir núna. Ég þarf svo að fara að taka myndir í sveitinni og setja inn myndir af stofninum okkar. Það er búið að setja merkin í gimbrarnar, og gefa ormalyf.
Siggi og Júlli voru hjá okkur um helgina. Þeim fannst gaman að sjá Einar Breka.
Ég fór í smá aðgerð á föstudaginn. Það þurftir að skera í burtu kúlur á ristinni á mér. Ég veit ekki hvað var þarna á ferðinni, og ekki heldur læknirinn. Hann þurfti að deyfa mig þrisvar, því ég fann fyrir hnífnum eftir fyrstu sprautuna. Ég fór í vinnu í morgun, og til að geta verið í skó, þá skárum við hliðina úr skónum þannig að skurðurinn nuddaðist ekki í. Þetta hlýtur að jafna sig í vikunni.
Jæja ég vona að það líði ekki eins langur tími þangað til næst.

Molinn kveður.

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

10 daga

Tenglar