Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076931
Samtals gestir: 58094
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 01:54:29

Færslur: 2018 Desember

31.12.2018 20:40

Síðasti dagur ársins


Veðrið í dag, síðasta dag ársins, er ekki gott. Það er búið að vera snjókoma og rok, en þó fór að lægja í kringum kl. 18. Núna í kvöld er orðið bjart og gott
Komið gott veður


Við fórum og kveiktum á kerti hjá gullinu okkar emoticon


SkrifstofuglugginnVið erum 5 í kvöld


Damian og Alexander emoticon


Og það verður að sprengja á tréð


Já smá glimmer og skrautOg auðvitað eru notuð gleraugu við þetta

Kæru vinir, farið varlega inn í nýja árið

Molinn kveður


30.12.2018 20:27

Hrókeruðum hrútunum


Við tókum lömbin undan ánum (þessum sem báru í júlí, september og október). Við sáum þegar þær voru að ganga og héldum þeim. Þær eiga allar að vera gengnar, en til öryggis settum við þær saman við ærnar þar sem hrútarnir eru enn í þeim. Þessi sem rauða örin bendir á, er yngstur og er nánast orðinn stærstur


Þá eru öll smálömbin samankomin þarna uppi, á grindum í hlöðunni

Við tókum lambhrútana úr ánum (til að hvíla þá) og þá eru bara fullorðnu hrútarnir hjá þeim. Þeir verða eitt gangtímabil hjá þeim. Hver hrútur hefur heila kró

Molinn kveður


29.12.2018 20:49

Jólaboð


Við fórum í jólaboð til pabba og mömmu. Það var fjölmennt boð. Held að það hafi mætt um 50 manns

Blóð-afkomendur pabba og mömmu eru orðin 33


Jólasveinninn kom og gaf börnunum mandarínu. Þau voru ánægð með það

Svakalega flott jólaboð. Gaman að hitta fólkið sitt

Molinn kveður


28.12.2018 17:14

7 tímar í útiveru


Þessi drengur er búinn að vera úti að leika sér í 7 klukkutíma. Að brjóta klaka og henda upp í loftið er hans uppáhald. En 7 klukkutímar er dálítið mikið. Flottur strákur


Aðeins að prufa sleðana, en rennslið var ekki mikið


Möðruvellir 3, 4 og 5


Verið að undirbúa vélina til að geta tekið á móti snjókomu


Komnar keðjur á dekkin


emoticon


Flugvél ???


Nei bíll

Molinn kveður


27.12.2018 19:34

Fjárhúslíf


Nú eru ærnar að verða gengnar. Það eiga eftir ca. tveir dagar af gangtímabilinu, frá því við settum hrútana í. Þær eru alls 340. Við erum með dagsetningu á 284. Það vantar dagsetningu á 56 stk. og af þeim eru 13 gemsar. Það er alltaf erfiðara að sjá á gemlingunum þegar þeir eru að ganga

Þetta á eitthvað eftir að breytast, því gangtímabilið er ekki búið og það eiga líklegast einhverjar eftir að ganga emoticon


Það er nánast að verða snjólaust. Ekki alveg jólalegt að hafa þetta svona

Molinn kveður


26.12.2018 19:56

JólaboðHið árlega jólaboð, Þórðar og bræðra hans, var í dag á Myrká. Indislegt boð eins og alltaf emoticon Takk fyrir okkur Oggi og Áslaug emoticon
Jólaljósin

Molinn kveður


25.12.2018 21:24

Kindur, kindur


Ég fékk skemmtilega jólagjöf frá Guðrúnu Helgu. Peysa sem smellpassaði á mig. Munstrið er svo flott. Kindur, lömb og Týri


Alveg svakalega flott. Guðrún er svo mikill snillingur í höndunum emoticonSvo gaf Einar Breki ömmu og afa strákurinn okkar, okkur þessa kind í jólagjöf. Hann fékk ull í haust þegar verið var að rýja kindurnar og sagðist ætla að búa til eitthvað úr henni. Þetta er náttúrulega bara snilld hjá 7 ára gulli emoticon


Já og við fengum fleiri kindur. Þessar eru líka gerðar úr ull


Og enn fleiri kindur emoticon Mynd í ramma, mjög flott emoticon


Og krakkarnir fengu öll svona húfu. Svakalega flott emoticon


Vinirnir komnir í eins náttföt og á leiðinni í rúmið


Það bættist í gluggann í dag, tveir myndarammar og ein kindVið fórum í gær og kveiktum á kerti hjá gullinu okkar. Það var svo mikið rok að það var ekki þægilegt að láta loga á kertinu. Við fórum svo aftur í dag og þá sáum við að kertið hefur alveg náð að brenna. Við kveiktum á öðru kerti í dag emoticon

Molinn kveður


24.12.2018 21:00

Gleðileg jól kæru síðu-vinir

Gleðileg jól kæru síðu-vinir emoticonVið vorum fjögur á aðfangadagskvöld hér á Möðruvöllum 3, ég, Damian, Þórður og Þórhallur


Bræður við leiðið foreldra sinna


Og við leiðið Möggu


Það var alveg nóg um pakkana á þessu heimili. Það tók langan tíma að taka þá upp


Það var nóg að gera hjá Damian að lesa á pakkana emoticon


Flottir strákar


þessa mynd tók ég í dag

Molinn kveður


23.12.2018 22:56

Á morgun


Þessi öðlingur var hjá okkur um helgina


Hann er mikill dýrakarl

Molinn kveður


22.12.2018 21:53

2 dagar


Á leiðinni til Akureyrar í morgun


Þessi er kominn í jólafíling. Gaman að skreyta með ömmu emoticon

Hér eru nokkur jólaskraut sem við settum upp í dag

Við keyrðum í gegnum Vaðlaheiðargöng. Þau eru snyrtileg og flott


Akureyri í kvöld

Molinn kveður


21.12.2018 21:06

3 dagar


Aðeins verið að skreyta. Þeir voru með jólasveinaröðina á hreinu. Jólaspenningur emoticon


13 jólasveinar, grýla og leppalúði og líka jólakötturinn

Molinn kveður


20.12.2018 21:26

4 dagar
Gullmolarnir okkar að fara á jólaball í skólanum

Molinn kveður


19.12.2018 21:36

5 dagar til jóla


Ég held að það sé sterkari tilfinning fyrir jólunum núna (með þrjú börn) heldur en þegar við Þórður vorum bara tvö. Undirbúningurinn er skemmtilegri emoticon 5 dagar til jóla emoticon

Síðan mín er búin að vera í skralli í marga daga. Ég held að hún hafi aldrei verið svona slæm eins og hún er núna. Það vantar inn myndir í bloggið og myndirnar á forsíðuna. Ég vona að hún fari að lagast

Molinn kveður


18.12.2018 15:16

6 mánuðir = hálft ár
Kveðja úr fjárhúsunum emoticon


Þessi gullmoli er búin að vera hjá okkur í hálft ár emoticon Það sem tíminn er fljótur að líða emoticon
Molinn kveður


17.12.2018 22:40

Jólin, jólin


Þessar mömmukökur voru bakaðar í gær. Ég fékk góða hjálp við að baka þær. Þórhallur Geir og Guðrún Helga komu og hjálpuðu mér. Ég læt kremið á milli á morgun

Ég var að ljúka við að skrifa á öll jólakortin. Það er alltaf léttir þegar það er frá

Molinn kveður
clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar