Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1199
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158201
Samtals gestir: 63339
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 04:20:52

Færslur: 2016 Febrúar

24.02.2016 20:35

Snoðið tekið af

Tommi á Syðri-Reistará kom og tók snoðið af kindunum, um síðustu helgi, 20. og 21. febrúar. 


Damian var duglegur að hjálpa til. Hér er hann að fara með kind í rennuna.


Ég er búin að kaupa brjóstdropa til að hafa í sauðburðinum. Það á að vera gott að gefa lömbum þetta ef þau eiga erfitt með að ná andanum. Það á ekki að gefa mikið af þessu, bara rétt á puttann. 


Við gerðum smá snjóhús um daginn. Daginn eftir gerði mikla snjókomu og það fór í kaf. Við eigum eftir að endurtaka leikinn, því nóg er af snjó hér.


Damian í snjóhúsinu


Það er gaman að leika við Týra emoticon


Ég setti inn nokkrar snjómyndir sem ég tók í dag, í fallega veðrinu. 12 stiga frost og sól  emoticon


Molinn kveður



17.02.2016 13:00

Fósturtalning

Jæja, þá er nú spennufall hjá mér. Það var verið að telja í gærkvöld, 16. febrúar. 

Gemsarnir (árgangur ´15) eru 53  
3 eru geldir 
29 með 1  
20 með 2
1 með 3
samtals 72 fóstur

Veturgamlar (árgangur ´14) eru 47   
5 með 1 
38 með 2 
4 með 3
Annað fóstrið drepst, hjá einni af þessum 38, sem eru með tvö fóstur
samtals 93 fóstur

Tveggjavetra (árgangur ´13) eru 33  
1 með 1 
29 með 2 
3 með 3 
samtals 68 fóstur

Þriggjavetra (árgangur ´12) eru 44
1 er geld  
5 með 1 
27 með 2 
10 með 3 
1 með 4
samtals 93 fóstur

Fjögurravetra (árgangur ´11) eru 33
1 er geld  
5 með 1 
20 með 2 
7 með 3 
samtals 66 fóstur

Fimmvetra (árgangur ´10) eru 26
1 er geld  
1 með 1 
19 með 2 
4 með 3 
1 með 4
Annað fóstrið drepst, hjá einni af þessum 19, sem eru með tvö fóstur
samtals 55 fóstur

(árgangur ´07-´09) eru 10
4 með 1 
4 með 2 
2 með 3 
samtals 18 fóstur

Alls eru þetta 465 fóstur

Eftir hverja á eru 2,04 lömb  (193 ær)
Eftir á með lambi eru 2,07 lömb  (190 ær)
Eftir hvern gemling eru 1,36 lömb  (53 gemlingar)
Eftir hvern gemling með lambi eru 1,44 lömb  (50 gemlingar)


Það verður gaman að taka á móti þessum lömbum í vor. Nú er ég strax farin að bíða eftir 25. apríl  emoticon emoticon emoticon


Oddur Bjarni á 6 veturgamlar og 2 gemlinga 
Ein af veturgömlu er með eitt, hinar fimm eru með tvö
Annar gemlingurinn er með tvö og hinn með eitt. 
Hann fær 14 lömb 



Molinn kveður


04.02.2016 13:32

Spenna, spenna

Nú styttist í fósturtalningu. Gunnar mætir hér um miðjan febrúar. Úff eftir 11 daga verður spennufall hjá mér. Ég er nefnilega að deyja úr spenningi.

Fyrsti burðardagur er skráður 25. apríl

25. apríl eiga 7 tal
26. apríl eiga 7 tal
28. apríl eiga 14 tal
29. apríl eiga 11 tal
30. apríl eiga 10 tal
01. maí eiga 20 tal
02. maí eiga 13 tal
03. maí eiga 21 tal
04. maí eiga 12 tal
05. maí eiga 14 tal
06. maí eiga 12 tal
07. maí eiga 11 tal
08. maí eiga 8 tal
09. maí eiga 17 tal
10. maí eiga 20 tal
11. maí eiga 12 tal
12. maí eiga 14 tal
13. maí eiga 3 tal
14. maí á 1 tal
19. maí eiga 2 tal
24. maí á 1 tal
04. júní á 1 tal, 
það er sú síðasta sem vitað er um. Hún er líklegast ónýt, því hún gekk tvisvar upp. Nú er að bíða eftir talningu og sjá hvort hún er geld, eftir þrjá hrúta emoticon
Það eru 15 kindur sem eru ekki með skráðan dag. Þær hafa einhvern veginn farið framhjá mér. 15 af 246 er nú ekki mikið, en ég hefði viljað hafa tal á þeim líka.


Ég giska á að þessi beri fyrst. Þetta er Mörk

Það er allt gott að frétta hjá okkur á Möðruvöllum 3. 
Allt gengur sinn vanagang. Nú bíðum við bara  eftir fósturtalningunni  emoticon emoticon emoticon



Hugljúf er drottning gemlinganna. Hér er hún að biðja um klapp.


Gemlingarnir eru heilt yfir mjög flottir. Það gengur vel að fóðra þá.


Við erum komin með kanínur. Við fengum okkur tvær, (karl og kerlingu) Það er gaman fyrir krakkana að leika við þær. Kannski verða litlir ungar í sumar.


Damian fannst gaman að fara til tannlæknis. Engin hola og tennurnar flottar
 
Ég setti inn tvö video um daginn

Ég hef hinsvegar ekki verið dugleg að taka myndir núna undanfarið.



Molinn kveður



  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar