Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076841
Samtals gestir: 58086
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 00:49:42

Færslur: 2019 Ágúst

31.08.2019 19:31

Drónaflug í dag

Var að fljúga drónanum í dag og þetta er útkoman emoticon


Séð inn Hörgárdalinn


Þríhyrningur, Auðbrekka, Brakandi, Fornhagi, Dagverðartunga og Skriða


Stóri-Dunhagi og Litli-Dunhagi


Séð niður Hörgárdal


Sumarbústaðarhverfið í Steðja


Sumarbústaðarhverfið í Steðja


Séð inn Hörgárdal


Dagverðartunga og Fornhagi


Og aftur séð niður Hörgárdal


Sumarbústaðurinn sem við áttum og byggðum, í Steðjalandi


Þessi skilaði sér heim í dag. Þetta er 16-281 Glitdís með gimbrar undan 17-584 Báser. Hrútarnir sýndu henni áhuga emoticon

Molinn kveður


30.08.2019 21:10

Þelamerkurskóli


Besti skólinn á landinu, Þelamerkurskóli. Hann er skólinn barnanna okkar og við getum ekki verið ánægðari með hann


Já og líka besta sundlaugin á landinu

Ég tók þessar myndir í morgun, hér heima á plani. Ég flaug drónanum þangað í góðu veðri og eins og hendi væri veifað, þá skall á vindur og mikill úði. Ég hélt að ég gæti ekki flogið drónanum heim aftur. Hélt að hann mundi brotlenda einhversstaðar í dalnum. Það tókst samt að fljúga honum aftur heim. Hann var rennandi blautur, en heill emoticon

Molinn kveður


29.08.2019 22:05

Afmælisdóttir


Þessi fallega og duglega dóttir okkar á afmæli í dag. 34 ár liðin frá því að ég átti hana á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, hjá nunnunum emoticon Til hamingju með daginn elsku dóttir emoticon

Allar rúllur komnar heim og í stæður. Þá er heyskap lokið þetta árið. Borðuðum lambalæri í tilefni þess emoticon


Molinn kveður


28.08.2019 20:54

Heyrúllur


Ég fór í morgun og gekk frá endunum á rúllunum. Alls 48 rúllur. Ég gat ekki merkt rúllurnar, því þær voru rennandi blautar. Það var frekar kalt og blautt. Það er betra að ná plastinu frá, til að stinga endanum á bakvið þegar það er kalt. Í hita, þá klessist plastið svo fast saman að það er vont að ná því frá. Þetta kallaði á naglakul emoticon


Þá var nú gott að hafa hita í handföngunum á fjórhjólinu. Algjör snilld


Það er búið að keyra heim einni ferð og þá eru tvær ferðir eftir. Þær verða farnar á morgun og þá er hægt að hafa almennileg töðugjöld.
Maður þarf nú að hafa GÓÐAN mat í töðugjöldum. Ég valdi auðvitað lambalæri og það verður borðað á morgun emoticonemoticonemoticon

Molinn kveður


27.08.2019 22:20

Töðugjöld


Það er búið að rigna af og til í dag


Rigning inn í dal


Já rigning hér heima


En það slapp niður á engi. Stykki 6 rúllað í dag, 31 rúllur


Og stykki 7 líka rúllað í dag, 17 rúllur


Nú eru töðugjöld hjá okkur. Alls komnar 380 rúllur í sumar

Á leið minni niður á engi, tók ég nokkrar myndir emoticonNú eru myndirnar skýrar og flottar. Ég er búin að fá nýtt gler á drónamyndavélina í staðinn fyrir það sem brotnaði

Molinn kveður


26.08.2019 22:01

Flottur hrútur


Þessi hrútur heitir Glámur og er á Sauðfjársæðingarstöð Vesturlands. Hann er frá Svartárkoti og er af Grábotnakyni

Hann heillar mig þessi. Það væri gaman að fá lömb undan honum emoticon

19 dagar í göngur, já og líka í afmæli hjá ömmu og afa gullinu okkar

Molinn kveður


25.08.2019 19:29

Slegið niður á engi

Heyskapur hafinn niður á engi

Stykki 6 slegið í dag


Og stykki 7 líka slegið í dag


Krakkarnir leika sér mikið þarna með steina og fl.

Molinn kveður


24.08.2019 21:18

Afmælisgullmoli
Þessi fallegi ömmu og afa gullmoli er tveggja ára í dag. Hann er yngstur af átta ömmu og afa gullum. Við erum rík emoticon

Molinn kveður


23.08.2019 18:55

Fjórhjól


Gaman, gaman


Vorum að kaupa eitt lítið fjórhjól. Þórður þeyttist út og suður á því


Fjórhjólaflotinn okkar


Nú eru þessi byrjuð í 2., 6. og 8. bekk Þelamerkurskóla. Tíminn líður hratt emoticon

Molinn kveður


22.08.2019 20:46

Drónaflug


18-421 Mæða með gimbur undan 18-590 Sonik

Þessa mynd tók ég í fyrradag áður en ég tjónaði drónann

23 dagar í göngur emoticon

Molinn kveður


21.08.2019 20:47

Fellihýsið okkar er til sölu


Hún varð á vegi okkar þegar við vorum að ganga frá og merkja rúllurnar í gær. Þetta er 17-344 Ekla með gimbur og hrút undan 18-591 Vita. Hún varð að vera heima í sumar, því hún er til vara fyrir 13-115 Emblu sem er búin að vera að leika í mynd í sumar


Við vorum að kaupa grind fyrir litlu fjórhjólakerruna okkar. Nú er líklegast hægt að fara í fjárflutninga á fjórhjólinu emoticon


Fellihýsið okkar er til sölu

Fleetwod Yuma 9.5 fet, árgerð 2005
Ný stór sólarsella
Markísa
2 gaskútar
Nýleg dekk
Nýr snigill fyrir upphífingu
Ný svefntjöld
Verð 650 þúsund

Molinn kveður


20.08.2019 21:27

Heyskap lokið hér heima


42 rúllur af stykki 3. Rúllað í dag

Við krakkarnir gengum frá endum og merktum ALLAR rúllurnar, alls 116 stk.Þórður og Simmi keyrðu ÖLLUM rúllunum heim


Flottur dagur emoticon   332 rúllur komnar í sumar

Þið verðið að afsaka myndgæðin, En þannig var að í morgun var ég að mynda fram á Myrkárdal, var að lenda drónanum til að skipta um batterí. Lendingin mistókst og hann skall á steini og það brotnaði glerið framan á lynsunni. Það virðist vera í fínu lagi með hann. Þarf bara að skipta um glerið. Það er búið að panta það og vonandi verður ekki löng bið emoticon Þið vitið ekki hvað mér er létt. ÞAÐ ER Í LAGI MEÐ DRÓNANN emoticon emoticon

Það á eftir að heyja niður á engi. Það er næsta verkefni

Molinn kveður


19.08.2019 19:51

Heyskapur


Stykki 5, 8 og 9 voru slegin 15. ágúst. Stykki 3 var slegið 16. og stykki 1 og 4 voru slegin 17. ágúst28 rúllur á stykki 57 rúllur á stykki 420 rúllur á stykki 812 rúllur á stykki 97 rúllur á stykki 1

194 rúllur voru komnar úr fyrri slætti og áður  voru komnar 22 rúllur úr seinni slætti. 74 rúllur í dag. Þá eru komnar 290 rúllur í sumar

Stykki 3 verður rúllað á morgun

Molinn kveður


18.08.2019 20:24

Göngur eftir 27 daga


Göngur verða 14. september. Ég hlakka til að sjá þessa þá. Þetta er 14-151 Tætla með hrúta undan 18-591 Vita. Vonandi kemur hún með báða hrútana í lagi. Í fyrra átti hún svakalega flotta hrúta, en þeir komu laskaðir af fjalli

Molinn kveður


17.08.2019 20:19

Sveitasæla í Skagafirði


Við fórum í dag, á Sveitasælu í Skagafirði. Alveg hreint frábær dagur í alla staði. Það er orðinn árlegur viðburður hjá okkur að mæta þangað emoticonGuðni forseti Íslands setti Sveitasæluna


Guðrún formaður Bændasamtaka Íslands ávarpaði gesti


Sigvaldi Helgi og Bergrún Sóla komu fram og sungu. Mjög flott hjá þeim


Svo var það hrútaþukklið


Vinningshafar í hrútaþukkli


Axel Kárason dýralæknir var með sýningu á klaufsnyrtibásnum


Það var margt um manninn


Kálfasýningin var á sínum stað


Þessi bás var með þeim allra flottustu á svæðinu. Kristbjörg María Bjarnadóttir, Neðri-Vindheimum, var með þennan flotta bás. Hún gerir allskonar myndir og það flottar myndir. Ég á eftir að kaupa af henni myndir emoticonMargar flottar vélar og tæki voru á svæðinu


Peysurnar okkar voru valdar sem fallegustu peysurnar á Sælunni. Við fengum þessar gærur í verðlaun fyrir það. Dóttir okkar Guðrún Helga á heiðurinn af þessum peysum. Þær eru ÆÐISLEGAR

ALVEG HREINT FRÁBÆR DAGUR

Molinn kveður
clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar