Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076877
Samtals gestir: 58088
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 01:11:31

Færslur: 2022 Júlí

31.07.2022 16:35

Annar í tívolí

Við fórum aftur í tívolíið í dag. Núna í hitt. Þetta eru tvö tívolí

sem eru þarna og ekki hægt að nota miðana á milli

Strákarnir fóru í nokkur tæki

 

 

Einn fór nú tvisvar í þetta tæki og fannst það nú ekki mikið 

mál. Það var hann Júlli sem gerði það

 

Tívolí í gær og í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.07.2022 19:02

Tívolí

Strákarnir fóru í tívolíið. Þeir þorðu að fara í þetta tæki

Sveiflast til og frá

 

Veiða önd og fá að velja dót í vinning

Og fleiri tæki

 

Það var nú gaman fyrir þá að komast í tívolí

Það er búið að vera þokkalegt veður það sem af er helginni,

hér fyrir norðan. Ekki mikil rigning

Skógarþröstur með unga. Ég rétt missti af þegar hún/hann

gaf unganum að borða. Hann er enn í fæði hjá foreldrum

sínum og orðinn þetta stór

Spói

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.07.2022 17:47

Strumpastrætó

Þessi bíll er stórkostlegur. Við erum búin að eiga hann í 

nokkra mánuði. Mustang rafmagnsbíll, snilld. Hann er bara

5 manna

Þegar við verðum fleiri en 5 eins og núna

Þá kemur þessi sterkur inn. Strumpastrætó sem er 9 manna.

Við verðum að eiga hann áfram, því við erum oft fleiri en 5 

hér á heimilinu smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.07.2022 19:21

Garðvinna

Garðurinn sleginn í dag

 

 

 

 

 

 

 

Allir að vinna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.07.2022 17:04

Sauðburður

Við gistum við Fornahvamm í nótt, í mikilli rigningu. Við drifum

okkur heim, því það átti að fara að hvessa. Við sluppum við

rokið

Morgunmatur áður en við lögðum í hann heim

Þegar við komum heim, þá var þessi borin

Gimbur undan 15-202 Þétt og 18-593 Hamri

Ég leitaði um allt af öðru lambi/lömbum (dauðum)

því hún hefur alltaf verið þrílembd. Meiri segja sem

gemlingur. En held að það hafi bara komið eitt lamb.

Það hefur það þá bara betra, að vera eitt

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.07.2022 19:33

Ferðalag

Ég tók þessa mynd í morgun. Eins og þið sjáið, þá er þetta 

svakalega flottur staður

Við vorum þarna 

Við vorum rétt hjá Stóru-Hvalsá

Við fórum á Sauðfjársetrið. Þar er komin ísbjarnarsýning. 

Þeim þótti nú ekki leiðinlegt að sjá ísbjörn

 

Það var svo gott veður þarna. Við löbbuðum um og skoðuðum

líka úti 

 

Ég eldaði hakk og spaghettí

Það er allt hægt í húsbílnum

Nýja myndavélin er svakalega flott. Hún tekur miklu skýrari 

myndir en sú gamla smiley

Sendlingur

Teista

 

 

Skýr mynd miðað við fjarlægð. Teista

 

Þessi selur var í ca. kílómeters fjarlægð. Góð mynd miðað við

fjarlægðina

Þessi mynd er kroppuð úr hinni myndinni

Hólmavík

Hólmavík

Drangsnes

Grímsey á Steingrímsfirði

Tjaldur

 

Tjaldur

 

 

Stykkishólmur

Helgafell

 

Við keyrðum til Hólmavíkur og fórum Þröskulda. Við keyrðum

í Stykkishólm og stoppuðum þar. Við ákváðum svo að halda

áfram og við enduðum á að gista við Fornahvamm, í

Norðurárdal í Borgarfirði, í mígandi rigningu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

25.07.2022 18:09

Ferðalag

Við lögðum af stað í smá ferðalag, í dag. Við vissum í rauninni

ekkert hvar við yrðum í nótt, en við verðum á Ströndum. Við

erum á leið til Hólmavíkur til að ná í þriðja drenginn sem er 

búinn að vera í sumarfríi hjá afa og ömmu sinni í nokkra daga.

Svo verður bara að ráðast hvert við förum eftir það cheeky

Við fundum frábæran stað, niður við fjöru

Strákarnir elska svona staði

Búinn að finna krabba

Og stein með "gulli"

Já þeir elska svona staði heart

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.07.2022 19:54

Fallegt

Ég fékk flottar afmælisgjafir. Hér koma nokkrar heart

 

Sólveig okkar málaði þessa mynd af Týra og gaf mér. Hún

er svo mikill snillingur að mála. Svo fallegt

Frænkur mínar gáfu mér þessa mynd. Svakalega flott heart

Svo fékk ég þessa í commenti frá einum vini okkar

 

Margar fallegar gjafir heart Takk fyrir mig enn og aftur heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 

23.07.2022 18:09

Sextugsafmæli

Já nú er stórafmæli hér á bæ. Ég er víst orðin sextíuára

Ég fékk í afmælisgjöf frá foreldrum mínum, systkinum og

fjölskyldum, afmælisveislu. Já þau sáu um veislu fyrir kellu.

Ég mætti bara í veisluna. Takk fyrir mig elsku vinir heart

Veislan var haldin í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Það komu 

eitthvað um 50-60 manns. Við vorum mjög heppin með 

veður

Ég með börnin mín heartheart

 

Ég fékk myndavél, linsu og myndavéla tösku, frá börnunum

okkar Þórðar og fjölskyldum þeirra. Ég á nú eftir að skoða

myndavélina og ég veit að hún á eftir að gleðja mig mikið.

Takk fyrir elsku börn og fjölskyldur heart

 

Þessi dagur er búinn að vera mjög góður. Takk fyrir mig

elsku vinir

 

Meira um þetta afmæli á morgun heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.07.2022 18:03

Hrútar

18-591 Viti

18-593 Hamar

19-597 Ótti

20-603 Sagosen

20-604 Grillir

20-607 Dúi

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

21.07.2022 18:59

Bændablaðið í dag

21-009 Valía

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.07.2022 19:19

Girðingarvinna

Jæja, þá er það girðingarvinnan. Lömbin stungu sér í gegn

í morgun, áður en við komum. Við settum þau inn og 

kláruðum síðustu hliðina, (að vestan)

Það er ekki séns að þau komist út núna nema að stökkva

yfir girðinguna. Hólfið orðið lambhelt yes yes

Þau voru nú ekki ánægð með okkur, en þurfa að venjast því

að vera þarna og hafa nóg að bíta smiley

Þessir bræður eru rólegir og eru bara hér heima. Fara ekki

neitt á flakk. Þeir eru móðurlausir greyin þó það sjáist ekki

á þeim. Þeir eru orðnir stórir og flottir

Hrútar undan 18-401 Rúðu og 18-591 Vita

Verið að leika sér í frisbí

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.07.2022 17:56

Dalvík

Ja hérna, ég get sagt ykkur það. Lömbin gátu nú ekki verið

róleg í hólfinu. Þau fóru í gegnum möskvana á vesturhliðinni. 

Þau fóru upp í fjallshólf og þaðan niður á tún. Við ætlum að 

girða síðustu hliðina á morgun. ÞÁ GETA ÞAU EKKI KOMIST

Í GEGN angry

 

Við skruppum á Dalvík í dag. Við fórum á skólalóðina og

krakkarnir léku sér þar. Hér koma myndir frá Dalvík

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fallegir gullmolar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.07.2022 19:36

Girðingarvinna

Heimalingarnir hafa verið í þessu fjárhúshólfi síðan þeir

hættu á mjólkurfóstrunni. Þeir tóku svo allt í einu upp á því

um daginn, að fara í gegnum möskvana á girðingunni og 

fara þangað sem hugurinn girnist

Við tókum okkur til og settum lambhelt net, á austurhliðina

á hólfinu. Þá var komið lambhelt net á tvær hliðar, norður og

austur. Við vorum ekki alveg búin með austurhliðina, þegar

lömbin voru komin niður á tún. Þau ulluðu bara á okkur.

Þau fóru bara í gegn á suðurhliðinni. Við kláruðum að girða

og rákum þau svo inn. Við settum afganginn af girðingarnetinu

á hluta á suðurhliðinni. Þá fóru þau ekki í gegn. Hafa ekki 

fattað að fara með girðingunni ofar á suðurhliðinni

Lömbin voru ekki sátt. Það er svo skrítið, því þau hafa gott

gras að bíta. Áborið tún. Vatnið alltaf gott, því það rennur

lækur í gegnum hólfið

Já ekki sátt

Við fórum svo og settum net á suðurhliðina. Nú er bara

vesturhliðin eftir, en það er ekki víst að þau fari þar í gegn,

því þau hafa bara sótt í að fara niður á tún en ekki upp í hólf

Möskvarnir orðnir litlir. Þau komast enganvegin í gegnum

þetta. Nú vona ég að þau haldist í hólfinu í allt sumar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.07.2022 19:20

Heimalingar

Gimbur undan 20-505 Læku og 21-704 Tindra

Hrútur undan 14-252 Sprengju og 21-703 Jalla

Gimbur undan 16-288 Jóney og 21-705 Kalda

Gimbur undan 17-313 Moskvu og 21-705 Kalda

 

Þau eru nú ekki að flýta sér að stækka, en hafa samt stækkað

aðeins

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar