Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1501
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1076902
Samtals gestir: 58092
Tölur uppfærðar: 25.6.2024 01:33:10

Færslur: 2012 Júní

27.06.2012 22:12

Ný fjárhús :-)

Jæja þá er það orðið opinbert, að við fáum fjárhúsin á Möðruvöllum,tún og fjallshólf. Það er góð beit fyrir kindurnar þarna. Þetta er svakalega spennandi, en mjög mikil vinna frammundan. Við fáum þetta 1.júlí, og getum byrjað að gera eitthvað þá strax. Ekki veitir af. Við fórum þangað í dag, og gengum með girðingunni hringinn. Það þarf að gera mikið við hana.
Ég tók nokkrar myndir og er búin að setja hér inn. Svo koma myndir eftir því sem verkinu miðar.
Við fórum á ættarmót um helgina. Það voru afkomendur Maríu Sigríðar Jónsdóttur og Jóns Þórðarsonar. Semsagt Þórðar ætt. Það var mjög gaman. Ég á eftir að setja inn myndir frá því.
Guðrún Helga og Einar Breki fóru suður á sunnudaginn. Þau komu til að fara á þetta mót.
Það eru eftir tvö ættarmót, eða eitt mót og einn hittingur. Það verður bara að ráðast hvort við höfum tíma til að fara á þau, fyrst við fengum Möðruvelli, því það þarf að gera svo mikið þar.


Molinn kveður.22.06.2012 14:57

Kindavinkonurnar :-)

Jæja, þá erum við Dísa, kindavinkonurnar,  búnar að hittast. Hún kom, ásamt fjölskyldu sinni, í heimsókn til okkar, í fyrradag. Það var mjög gaman að hitta þau loksins. Ég var bara búin að sjá þau á myndum. Það var svolítið skrítin upplifun, að sjá þau, því það var eins og ég hefði þekkt þau lengi.  Alveg hreint meiriháttar. Síðan þeirra er hér til hliðar og heitir  kindavinur minn, Dísa.   Við kynntumst í gegnum síðurnar okkar. Vonandi eigum við eftir að hittast oft. Takk fyrir komuna kæru vinir. En Dísa, við klikkuðum á að láta taka mynd af okkur saman. Við verðum að bæta úr því næst þegar við hittumst :-)
Guðrún Helga og Einar Breki komu í gær til okkar. Þau verða hér fyrir norðan þangað til á sunnudag. Vá hvað Einar Breki er orðinn duglegur, í öllu. Sé alltaf mikinn mun á honum þegar hann kemur. Alveg yndislegur.


Molinn kveður.16.06.2012 20:33

Afmælisdagur

Jæja þá er nú þessi dagur á enda kominn. Búinn að vera góður og slæmur. Góður að því leiti, að Þórhallur Geir á afmæli, og það eru margir búnir að koma í heimsókn. Það er alltaf gaman að borða kökur.Þórhallur Geir 20 ára.

En dagurinn er líka búinn að vera slæmur. Lögreglan hringdi í mig í morgun og
tilkynnti mér að það hefði verið keyrt á lamb frá okkur. ÞAÐ VAR EKKI GAMAN AÐ FÁ ÞANNIG HRINGINGU. Við erum búin að sleppa á fjall, en það er ekki fjárheld fjallsgirðingin á einum bænum, þannig að kindurnar komast niður á þjóðveg. Og varð sem var. Þetta lamb sem keyrt var á, var gimbur undan Snæ sæðingshrút. Við fengum fjögur lömb undan honum, eina gimbur og þrjá hrúta, og gimbrin féll í nótt. Þetta er mjög leiðinlegt, og vonandi verður gert við þessa fjallsgirðingu, svo þetta endurtaki sig ekki.


Þetta er gimbrin sem dó, tvílembingur undan Prýði.

Ég fór og sá hana. Hún var orðin þvílíkt stór. Hornin á henni voru orðin ca. 7-10 sm á lengd. Frekar sorglegt. Ég tók myndir af henni, en kann ekki við að setja þær hér inn.
En við huggum okkur við það að þetta var ekki manneskja sem varð fyrir bíl og dó. Nóg er af þannig slysum.

Vonandi eigið þið góðan þjóðhátíðardag á morgun :-)
Já talandi um morgundaginn, þá á kinda vinur minn hún Dísa, í Ólafsvík afmæli. Hún á stórafmæli, verður þrítug. Innilega til hamingju með það Dísa mín.


Dísa, afmælisskvísa á morgun.


Molinn kveður.


14.06.2012 21:51

9 mánaða

Nú er elsku gullmolinn minn orðinn 9 mánaða. Vá hvað tíminn flýgur. Bara 3 mánuðir í einsárs afmælið hans.

Hér stendur hann aleinn. Voðalega duglegur 9 mánaða gutti.

Þórhallur Geir á afmæli á laugardaginn. Hann verður 20 ára. Ég segi bara aftur, vá hvað tíminn flýgur áfram. Ég er að dunda mér við að baka eitthvað fyrir drenginn. Hann ætlar að hafa kaffi og kökur.

Fanney Friðriksdóttir átti afmæli í gær. Hún varð sextug. Það er mikið um stórafmæli á þessu ári.

Molinn kveður.10.06.2012 22:33

50 ára

Nú er vinur okkar hann Helgi Steinsson á Syðri Bægisá orðinn fimmtugur. Hann hélt alveg svakalega fína veislu, í tilefni þess. Ég toppa þetta sko ekki í sumar. Til hamingju með árin 50 Helgi minn. Húrra, húrra, húrra, húrra.

Helgi Steinsson


Molinn kveður.


10.06.2012 19:00

Kindurnar farnar á fjall

Þá eru nú allar kindurnar farnar á fjall. Við rákum uppfyrir í gær. Það gekk vel. Við rákum í smá slöttum, til þess að lömbin færu ekki undan. Nú er algjört bann fyrir mig að taka rollurúnt, þangað til eftir svona ca. þrjár vikur. Þær þurfa frið til þess að koma sér á sína staði. Þær koma nefnilega til okkar ef þær sjá bílinn, því við erum búin að vera að gefa þeim brauð á hverjum degi. En ég ætla að gefa þeim frið í smá tíma. Verð bara að skoða myndirnar.
Siggi og Júlli voru hjá okkur um helgina. Við erum komin með einn nýjan strák, sem heitir Einar Kristinn og er 5 ára. Hann var líka hjá okkur. Það gekk mjög vel með þá alla þrjá. Einar verður eina helgi í mánuði.
Öxlin mín verður alltaf betri og betri. Sjúkraþjálfinn er mjög ánægður með framförina. Hann sér, liggur við, mun á mér í hvert skipti sem ég kem til hans.  Ég er í þjálfun, tvisvar í viku.
Vinnan er frábær. Búin að ná þessu að mestu leiti. Ég fæ meirisegja sumarfrí, þótt ég sé nýbyrjuð. Það verður nefnilega lokað á Búgarði í þrjár vikur í júlí :-)


Molinn kveður.

04.06.2012 23:48

Myndataka :-)

Nú er ég loksins búin að setja inn albúm af kindunum með lömbin. Það tók tíma, að mynda allt, og merkja svo myndirnar. Ég er líka búin að skipta um nokkrar myndir í lambaalbúminu. Ég á áreiðanlega eftir að skipta um myndir, ef ég næ eitthvað betri myndum af fénu. Annars eru þetta þokkalegar myndir sem ég er búin að setja inn. Nú fer svo að líða að því að sleppa. Þá er gott að eiga myndir af þeim.
Það gekk mjög vel um síðustu helgi. Það var verið að ferma Árdísi. Flott athöfn, og ekki var veislan síðri. Hún var hjá ömmu hennar og afa í Reykjasíðu.
Nú eru Guðrún og Einar Breki farin suður. Þau fóru í gær. Ég er strax farin að sakna hans EB.
Sigurjón og fjölskylda fóru líka suður í gær, og Friðrik í dag.
Ég tók þónokkrar myndir í veislunni, og á eftir að setja hér inn. Geri það í vikunni.


Molinn kveður.


  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

11 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

5 mánuði

11 daga

Tenglar