Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1553
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158555
Samtals gestir: 63396
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 09:45:01

Færslur: 2011 Ágúst

29.08.2011 22:09

Á afmælisdóttir í dag

Jæja þá er ég búin að fara suður til læknis. Hann er sammála Guðna með það að hnéð mitt er ónýtt. Þetta eru ekki liðböndin, heldur það að liðurinn er orðinn svo slitinn. Ég fékk spelku, hjá Össuri, og má hafa hana í tvær vikur til að sjá hvort hún geri eitthvað gagn fyrir mig. Ég er búin að vera með hana í nokkra daga, og ég held að það sé betra. Að vísu, þá særir hún mig. Ég er búin að fá blöðrur og sár á löppina. Vona bara að það breytist í sigg.
Hvar værum við án vina okkar þeirra Helga og Röggu Möggu á Bægisá?? Ég veit það ekki. Takk fyrir kæru vinir.
Nú eru 9 dagar í litla stubbinn hennar Guðrúnar. Eins gott að hann láti ekki bíða eftir sér. Hún á afmæli í dag, og ég held að það sé alveg útséð með það að hann ætlar ekki að eiga sama afmælisdag og mamman.
Förum alltaf annaðslagið kindarúnt, og sjáum alltaf nokkrar.
Vá hvað ég hlakka til eftir ca. 9, og 19 daga.
Svo kemur nú að því að við þurfum að moka út úr fjárhúsunum. Það verður nú í september.


Molinn kveður.




23.08.2011 22:00

Ein í viðbót :-)

Við tókum kindarúntinn í dag, og sáum eina í viðbót. Það var hún Snegla.  Nú eru þær orðnar 24, og við eigum eftir að sjá 20 lömb :-)
Ég er að fara suður á morgun. Spennt að vita hvað kemur út úr því.

Molinn kveður.

22.08.2011 22:12

Ha,ha ein í viðbót

Við skruppum í Þverá, til að athuga hvort við ættum kindur þar í hólfi. Það virðist vera ónýt fjallsgirðingin á næsta bæ. Það voru tvær frá okkur þarna. Gíma og Prýði. Við rákum þær upp í fjall. Ég tók myndir af þeim, og setti inn. Gímu var ég búin að sjá fyrr í sumar, en Prýði bætist í hópinn. Þá eru þær orðnar 23. Við eigum eftir að sjá 21 lamb af 62. Hlakka til 17. sept.

Molinn kveður.

21.08.2011 20:08

Tvær til viðbótar

Ég fór kindarúntinn í dag. Ég sá tvær í viðbót, og þá eru þær orðnar 22 sem ég er búin að sjá í sumar. Ég sá líka nokkrar sem ég er búin að sjá áður. Ég fékk mér göngutúr upp í fjall, til að sjá Botnu, Blúndu, Zeldu, Farsæl og Tabbý. Þær þáðu brauðið. Þær voru fimm, með 11 lömb. 9 gimbrar og 2 hrúta. Það verður erfitt í haust að velja ásetning. Ég setti inn myndir.
Nú er ég að fara suður á miðvikudaginn, til læknis, út af hnénu. Þá kemur vonandi í ljós hvort þetta eru liðböndin sem eru að stríða mér.
Ég var að vinna á laugardaginn. Gekk mjög vel.
Nú fer að styttast í það að ég taki frí frá vinnunni. Ég fer suður þegar Guðrún verður búin að eiga litla stubb, og verð í nokkra daga þar.
Fimmtudaginn var, 18 ágúst, þá kvöddum við í hinnsta sinn, yndislega konu, Hjördísi Lovísu Pálmadóttur.
Blessuð sé minning þín elsku Hjödda mín.




Molinn kveður.




14.08.2011 22:22

Þrjár í viðbót = 20

Við erum búin að kaupa okkur bíl. Nú eru þrír bílar á heimilinu. Við keyptum SKODA OCTAVIA AMBIENTE. Þetta er mjög góður bíll. Hann eiðir svo litlu, 4-6 lítrum á hundraði.



Við fórum suður á föstudaginn, í jarðarför. Það var verið að jarða manninn hennar Ásu móður systur mína, Kristinn Daníelsson.



Blessuð sé minning þín, elsku Kristinn minn.



Siggi og Júlli fóru með okkur suður. Þeir voru hjá Sigurjóni og Sollu meðan við vorum í jarðarförinni. Við gistum hjá Guðrúnu og Nonna. Við fórum svo í Húsdýragarðinn, á laugardaginn,  og tókum Dag og Jökul með okkur. Það var farið í öll hugsanleg tæki, og á hestbak. Við vorum þarna í nokkra klukkutíma. Við fórum svo heim, þar á eftir, og komum við við hjá Guðrúnu Björgu og strákunum. Þau voru í sumarbústað í Borgarfirðinum.
Í dag fór Þórður í vinnuna, en við strákarnir fórum kindarúntinn. Helgi er búinn að opna hliðið á kálfahólfinu, þannig að ég get keyrt gamla veginn núna. Ég sá fjórar kindur og gaf þeim brauð. Það bættust þá við þrjár kindur í hópinn, þann sem ég hef getað gefið brauð í sumar. Nú er talan orðin 20 kindur sem hafa fengið brauð hjá mér og myndatöku. Hálfnuð með fjöldann í fjárhúsunum. Þær sem bættust við, voru Frostrós, Móra og Módís. Ég er búin að sjá þær annaðslagið í sumar, langt upp í fjalli. Fjórða var Gibba, en ég var búin að sjá og gefa henni brauð áður.
Við fórum svo í Lyngbrekku í pottinn. Það var frekar kalt að fara í útisturtuna, en potturinn var fínn.
Það er búið að seinka göngunum um eina viku. Ég er búin að lagfæra niðurteljarann.
Ég er búin að setja inn myndir úr Húsdýragarðinum, og líka af kindunum sem ég sá í dag. emoticon


Molinn kveður.


09.08.2011 22:12

Zelda og Farsæl

Ég fór kindarúnt, eftir vinnu í dag. Ég sá nokkrar kindur frekar langt frá, en tvær voru í ca. 200 metra fjarlægð. Ég trítlaði til þeirra og gaf þeim brauð. Það voru Zelda, með gimbrarnar sínar Leistu og Sokku, og svo Farsæl með sínar gimbrar, Skoppu og Skrýtlu. Farsæl fór mjög veik á fjall. Hún fékk júgurbólgu rétt áður en við slepptum. Við sprautuðum hana með pensilíni, 5 daga í röð áður en hún fór á fjall. En núna veit ég að hún er enn á lífi, og er bara mjög falleg. Ég er þá búin að gefa 17 kindum brauð í sumar. Það er nærri helmingurinn af kindunum. Ég á eftir að gefa fleiri kindum brauð, því ég hef séð þær fleiri, frekar langt uppi í fjalli, og það kemur að því að ég trítla til þeirra. Ég setti inn myndir af þeim.


Molinn kveður.

07.08.2011 21:56

Einn mánuður eftir :-)

Erum búin að eiga góðan dag í Lyngbrekku í dag. Vorum með Ómar, Ísabellu og Árdísi. Þórhallur, Birta, Sigga og Friðrik komu líka. Ég bakaði vöfflur, og við grilluðum. Við Ísabella, Þórður og Ómar fórum í pottinn. Það er svo gaman að vera búin að fá krakkana hingað heim frá danmörku. Ísabella er farin að skilja smá íslensku. Frekar ljúfur dagur.
Nú er akkúrat einn mánuður í settan dag hjá Guðrúnu emoticon

Molinn kveður.

04.08.2011 22:24

Styttist óðum

Við fórum kindarúnt í gær, en við sáum ekki margar. Sáum þó Gullbrá, Fjáru, Gibbu, Frostrós, Sneglu og fl. Þær voru í mikilli fjarlægð. Það þurfti kíki.
Ég er enn að vesenast með þetta hné mitt. Nú er næst á dagskrá með það að fara suður til lækna í Orkuhúsinu. Það verður einhverntíman eftir 15. ágúst. Nú á að skoða hvort þetta séu liðböndin sem eru að stríða mér.
Ómar er að koma á morgun, og verður hjá okkur um helgina.
Ég þarf að vinna á laugardaginn. Alltaf mikið að gera þar.
Það styttist í réttir og stubbinn. Mikið hlakka ég til emoticon

Molinn kveður.

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar