Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1455
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158457
Samtals gestir: 63389
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 08:40:20

Færslur: 2020 Október

31.10.2020 19:32

Skítmokstur

Þá er nú byrjað að moka út úr fjárhúsunum. Við tókum nyrsta húsið í dag



Við tókum upp grindurnar. Alexander var duglegur að hjálpa okkur



Svo mokaði Simmi út

Svo var öllu raðað aftur niður og lömbin sett í nyrstu króna

Simmi að moka út

Skíturinn settur á túnin

Yfirlitsflug í dag

Æðislegt veður dag eftir dag

Seinni partinn í dag

Þá kviknaði í himninum

Ég tók nokkrar myndir með drónanum

Og útkoman var svona

Hörgáin lýsist upp í bjarmanum

Hörgárdalur

Akureyri

Sést yfir á Svalbarðseyri



Möðruvellir

Möðruvellir 3





Molinn kveður


30.10.2020 18:19

Ekkert flug í dag


Það er búið að rigna í allan dag, þannig að ég fór ekkert yfirlitsflug. Við fórum bara og gáðum að fénu. Það virtist allt í góðu lagi emoticon





Molinn kveður


29.10.2020 17:49

80 ára


Þessi höfðingi á afmæli í dag emoticon Hann er 80 ára. Ég er svo heppin að eiga hann sem pabba. Auðvitað verður engin hittingur. Við vorum eiginlega með afmælisveislu í sumar í tilefni dagsins í dag, þar sem við komum flest öll saman á ættarmóti. Það var áður en önnur og þriðja covid-bylgjan skall á. Elsku pabbi, til hamingju með daginn emoticon

Þessi mynd, af okkur pabba, var tekin á þessum degi fyrir 10 árum emoticon

Pabbi og mamma með mér á fermingardeginum mínum


Yfirlitsflug í dag


Og þessar fá að fljóta með






Molinn kveður


28.10.2020 18:55

Enn er fallegt veður


Möðruvellir í morgun


Og Möðruvellir í kvöld





Molinn kveður


27.10.2020 19:09

Grasker


Tveir frekar spenntir og ánægðir. Við keyptum grasker í gær. Í dag fengum við nágranna-snilling til að kenna okkur hvernig maður græjar eitt stk. grasker


Alexander svo ánægður og þetta hepnaðist vel


Og Damian líka svo ánægður




Það er gaman að geta glatt þá emoticon emoticon


Það var ekki gott að hitta þennan í myrkri. Ég varð bara smá smeyk


Möðruvallakirkja í kvöld


Yfirlitsflug í dag


Þær eru hættar að kippa sér upp við drónann. Núna get ég flogið án þess að þær æði af stað


Ég gat flogið mjög nálægt. Þetta eru þær Skífa, Larisa, Blæja og Skál. Allar veturgamlar




Möðruvellir



Týri er SVO spenntur fyrir drónanum. Það er mjög erfitt að fara með drónann út án þess að hann verði hans var. Hann þekkir skápinn sem dróninn er geymdur í





Molinn kveður


26.10.2020 20:08

Mislitu lömbin klippt


Gestur kom og klippti mislitu lömbin


Og þá er búið að klippa öll lömbin


Þórður varð allt í  einu mjög skeggjaður. Ég held að hann ætti nú að fara að raka sig

Já eða láta klippa sig emoticon


Þessi bíða eftir klippingu

20-523 Offa undan 16-304 Oddnýju og 18-591 Vita


20-495 Fnjósk undan 17-376 Fóu og 16-820 Vidda. Hún var 53 kg.


20-525 Þyrý undan 12-065 Þilju og 19-579 Ótta. Hún var 63 kg.

Þyrý

Þyrý


Yfirlitsflug í dag

Og þessar myndir fylgja með



Ég var að sýna Gesti á skjáinn og tók að sjálfsögðu mynd af því


Möðruvallakirkja í morgun


Við fórum og versluðum Halloween búninga á strákana



Þeir eru mjög ánægðir. Við versluðum líka grasker og þeir ætla að skera út í þau og hafa kerti í þeim





Molinn kveður


25.10.2020 17:30

Flug í dag


Yfirlitsflug í dag og allt í góðu


Kálið er langt komið. Þær hafa tekið vel á því


Ég leyfi þessari að fljóta með


Líflömbin


Það á eftir að klippa þessi mislitu


Búið að klippa þessi hvítu


Alexander og Hamar eru svo góðir vinir


Þeir knúsast reglulega. Alexander er svo ánægður að vera búinn að eignast vin emoticon

Enn er eitthvað vesen á veðurstöðinni í dag



Molinn kveður


24.10.2020 20:39

Ekkert flug í dag


Ég flaug ekkert í dag. Það er búinn að vera mikill vindur. Ég fór og gaf kindunum brauð. Ég labbaði aðeins um, innan um kindurnar og þar sá ég eina afvelta. Ég snéri henni við og hún var fljót að jafna sig

Eitthvað vesen með veðurstöðina í dag






Molinn kveður


23.10.2020 19:28

Vigtartölur



195 lömbum, sem fóru í gær, var slátrað í dag (23. október)
Meðal fallþungi var 19,63
Gerðin 10,78
Fitan 8,48

Við vorum búin að slátra 300 lömbum (21. september)
Meðal fallþungi 19,9
Gerðin 10,58
Fitan 7,8

Alls eru þetta 495 lömb, og meðaltalið er
Meðal fallþungi 19,8
Gerðin 10,66
Fitan 8,07


Yfirlitsflug í dag

Og auðvitað læt ég þessa mynd fylgja með





Molinn kveður


22.10.2020 19:55

Seinni slátrun


Í morgun. Þau eru mörg listaverkin sem birtast á himninum emoticon


Mikið var nú erfitt að sjá á eftir þessum hóp í morgun. En það er ekki hægt að láta allt lifa. Það fóru 195 lömb og 52 fullorðnar og þeim verður slátrað á morgun



Og nú er endanlega búið að ákveða ásetninginn. Gestur kom í dag og tók af hvítu lömbunum

Svakalega flottur hópurinn okkar

Ég held að við höfum aldrei átt svona fallegar gimbrar að hausti. Sumar þeirra eru eins og fullorðnar í þroska


Ég flaug yfirlitsflug í morgun. Veðrið er svo fallegt á hverjum degi. Já við erum svo heppin að hafa ekki fengið snjó ennþá. Lömbin fóru í dag

Fallegt



Damian var að gera gimbrina sína gæfa í vor. Þarna er hún komin til hans

Svo í morgun, þá kom hún til hans og er orðin aðeins stærri. Damian er búin að gefa henni nafn. Hún heitir Glósa





Molinn kveður


21.10.2020 17:49

Fallegt og gott veður


Fallegur himinn í morgun

Yfirlitsflug í dag

Og þessi fær að fljóta með

Möðruvallakirkja





Molinn kveður


20.10.2020 21:09

Og já gott veður í dag


Yfirlitsflug í dag







Staðarhnjúkur og Staðarskarð seinnipartinn í dag

Þær hafa það nú gott þessar og eru að klára kálið sem lömbin skildu eftir

Við tókum lömbin á hús, 18. október

Við tókum hrútana á hús í dag





Molinn kveður


19.10.2020 18:30

Enn er gott veður


Möðruvallakirkja í morgun



Möðruvellir 3, 4 og 5  í morgun


Yfirlitsflug í dag

Þessi (16-270 Sif) var forvitin að vita hvað dróninn var að gera. Hún var hvergi smeik


Og þessa mynd tók ég í dag





Molinn kveður


18.10.2020 21:17

Fjárrag í dag


Við fórum yfir lömbin og vigtuðum þau

Það er erfitt að skera niður líflambafjöldann. Það tókst samt að fækka aðeins í þessum hóp





Molinn kveður


17.10.2020 21:00

Fjárrag í dag


Yfirlitsflug í dag og allt í góðu

Við fórum yfir ærnar í dag og tókum sláturærnar úr. Við förum yfir lömbin á morgun





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar